Kvartmílan > Alls konar röfl
Re: Bílasýning KK 2008
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Mér finnst nú að þú ættir kanski að athuga hvað þú ert að segja Björgvin.
BA setti Sandspyrnu á fyrstu helgi í Júlí sem hefur vanalega verið spyrnuhelgi hér fyrir sunnan samanber í fyrra.
KK færir sína keppni eftir aðfinnslur frá vissum mönnum að norðan, en viti menn, BA færir þá sína keppni af þessum degi sem alls ekki mátti hreyfa við. :shock:
Segið mér hvað er öðruvísi við þetta núna.
Við gátum ekki fengið hús fyrr en þessa helgi, og trúið mér það var reynt :!:
Enda var alltaf sagt að stefan væri tekin á helgina 24-7 Apríl, og það er það sem við hefðum viljað, en það var ekki hægt.
Sýningin verður haldin dagana 9.-12. Maí og því verður ekki breytt. :!:
Og svona á öðrum nótum þá væri gaman að vita hvaða svæði BA hyggst nota svona snemma vors :?:
Oftar en ekki hefur þurft að fresta sandspyrnukeppnum hjá BA á þessum árstíma vegna þess að keppnissvæðið að Hrafnagili hefur verið undir vatni. :!:
maggifinn:
Ég er ekki í stjórn KK og hef aldrei verið, þar sitja mér eldri, vitrari, reyndari og mun fallegri menn..
Mér þykir leitt að það hafi kastast í einhverja kekki milli KK og BA þegar KK-menn vissu ekki betur en að mæta á fögnuð BA, einhverntíman þegar ég og flestir á þessu spjalli voru með bleyju.
Nú eru nýjir og betri tímar, öld internets og góðra vega yfir heiðar, og ekkert því til fyrirstöðu að hefja til vegs og virðingar gæfuríkt samstarf milli BA og KK í keppnishaldi, hvort heldur er um ræðir sand, 1/8 eða kvart.
Ég vona að ég sé ekki að reyta á þér fjaðrirnar kæri Björgvin, þetta er allt í vinsemd og virðingu
Dodge:
Þetta var nú bara 2004 eða 5 en það skiftir svosem ekki máli.
Lærum bara af reinslunni allir og gerum betur fyrir næsta ár.
Björgvin Ólafsson:
--- Quote from: "429Cobra" ---Sælir félagar. :)
Mér finnst nú að þú ættir kanski að athuga hvað þú ert að segja Björgvin.
BA setti Sandspyrnu á fyrstu helgi í Júlí sem hefur vanalega verið spyrnuhelgi hér fyrir sunnan samanber í fyrra.
KK færir sína keppni eftir aðfinnslur frá vissum mönnum að norðan, en viti menn, BA færir þá sína keppni af þessum degi sem alls ekki mátti hreyfa við. :shock:
Segið mér hvað er öðruvísi við þetta núna.
Við gátum ekki fengið hús fyrr en þessa helgi, og trúið mér það var reynt :!:
Enda var alltaf sagt að stefan væri tekin á helgina 24-7 Apríl, og það er það sem við hefðum viljað, en það var ekki hægt.
Sýningin verður haldin dagana 9.-12. Maí og því verður ekki breytt. :!:
Og svona á öðrum nótum þá væri gaman að vita hvaða svæði BA hyggst nota svona snemma vors :?:
Oftar en ekki hefur þurft að fresta sandspyrnukeppnum hjá BA á þessum árstíma vegna þess að keppnissvæðið að Hrafnagili hefur verið undir vatni. :!:
--- End quote ---
Sæl elskan :D :D
Það eru nú fallegri frá þér broskallarnir núna en í síðasta pósti - þannig að ég vona að þú sért pollrólegur yfir þessu eins og við 8)
Ég fer ekkert í felur með það að það var ég sem setti út á dagatal KK og þá miðað við dagatal BA. Það er einföld og skýr ástæða fyrir því - ég vildi ekki sjá neina árekstra með keppnishald því þetta er meira og minna sama fólkið sem bæði keppir og kemur á okkar viðburði.
BA var frá upphafi alveg til í að breyta sínum dögum og það var úr að við gerðum það - þetta snýst ekki um einhverja tregakeppni, það er einungis verið að reyna forða heimskulegum mistökum - sem best er að taka á í fæðingu.
Hér er tilvitnun í þessar athugasemdir sem skýrir vonandi mitt mál.
--- Quote from: "Björgvin Ólafsson" ---Sæll, takk fyrir þessar útskýringar.
Þá er þetta maí mál væntanlega leyst - að hjólum undanskyldum.
Eftir stendur að við erum með sandspyrnu helgi 4-5 júlí, en þið á sömu helgi kvartmílu þann 5. júlí og 6. júlí til vara. Finnst eðlilegast að við lögum þetta eitthvað til - sama á hvorn bóginn það er.
Ekki gott að hafa sand og mílu á sömu helgi!
kv
Björgvin
--- End quote ---
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=26813&start=0
En að sandspyrnunni okkar, þá var það einstæður vilji keppenda (af öllu landinu) að fyrirkomulagi á sandi yrði breytt og hætt væri að líta á þetta sem eitthvað afgangs sport sem einungis væri keppt í að hausti eftir að öllur öðru sporti er lokið. Því voru þessir keppnisdagar settir svona upp og fjöldi keppnisdaga aukinn svo úr verði alvöru Íslandsmeistaramót í sandi.
Gangi það ekki sökum veðra og vinda, nú eða vegna þess að ekki er áhugi fyrir því þá kemur það bara í ljós. Það hefur ekki verið haldin keppni á Hrafnagili að vori til í ansi mörg ár (sjálfsagt yfir 15) og svæðið þar er nú töluvert breytt frá fyrri árum og ekki hætta á að sandurinn fari kaf lengur þannig að ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af svæðinu.
Vona samt innilega að sýningin gangi glymrandi vel hjá ykkur og þykir leitt að þurfa að skrópa á hana í ár, en að öllu jöfnu hef ég ekki látið mig vanta á þær hjá ykkur.
Bestu kveðjur!
Björgvin
Björgvin Ólafsson:
--- Quote from: "429Cobra" ---Sælir félagar. :)
Mér finnst nú að þú ættir kanski að athuga hvað þú ert að segja Björgvin.
BA setti Sandspyrnu á fyrstu helgi í Júlí sem hefur vanalega verið spyrnuhelgi hér fyrir sunnan samanber í fyrra.
--- End quote ---
Var samt keppnin hjá ykkur í fyrra ekki haldin 07.07.07 en ekki 01.07.07 sem er fyrsta helgi júlí mánaðar á síðasta ári?
kv
Björgvin
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version