Kvartmílan > Alls konar röfl
Re: Bílasýning KK 2008
Jón Þór Bjarnason:
Ég ætla að biðja ykkur um að rökræða þetta annarsstaðar.
Hér er verið að tala um bílasýningu.
Ztebbsterinn:
Bílasýning á vegum kvartmíluklúbbsins.
Þarf það endilega að þíða að þar séu eingöngu tæki sem taka þátt í kvartmílu eða gætu það?
Er ekki um að gera að fá sem flest af fallegum farartækjum á sýningu til að sýna?
Í fyrra voru nú nokkrir bílar sem ekki eru beint fyrir kvartmílu, tökum sem dæmi:
Lækkuð Toyota Corolla - stút full af græjum, hún er flott og laðar að.
Gamall blæju GM - orginal bíll sem er sjaldséður á klakanum.
Delorean - engan veginn bíll á braut kvartmílunnar, en hann vakti töluverða athyggli og var meðal annars minnst á hann í fjölmiðlum, og hann laðaði bílaáhugafólk á sýninguna.
Er þetta ekki til fjáröflunar klúbbsins? :)
gstuning:
Ef það væri kvartmílutækja sýning myndu fleiri mæta með græjurnar sínar þangað heldur enn þeir hafa verið að mæta með dótið á míluna?
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Það hefur nú alltaf loðað við sýningarnar hjá okkur að fleiri mæta þangað með sín tæki en mæta til keppni.
Enda er það engin furða þar sem sýningarnar eru til þess að menn geti sýnt sín tæki og hvað þeir hafa verið að gera eða kaupa, og verið stoltir af.
Þessar sýningar hafa frá upphafi verið fjáröflun fyrir klúbbinn og líka til að leyfa einstaklingum að njóta sín.
Þá á ég við þær breytingar uppgerðir og nýsmíði sem eigendur hafa lagt í sín tæki.
Nú ætlum við líka að leggja áherslu á óuppgerð tæki og hversu mikið er til af svoleiðis tækjum sem hafa varðveist hér heima og eru sjaldan notuð.
Þar sem spyrnuíþróttin er 50 ára gömul í sumar hér á Íslandi þá erum við sérstaklega að reyna að ná í gömul sem ný spyrnutæki sem hafa tekið þátt í keppnum hér heima í gegnum árin, og gildir þá einu í hvernig standi þau eru.
Okkur langar líka að rýna inn í framtíðina og sjá framtíðar tækin sem koma til með að halda sportinu uppi um ókomin ár.
Hvað elstu bílana varðar þá ætlar Fornbílaklúbburinn að koma með nokkur af tækjum félagsmanna og vera með veglegan bás hjá okkur, og svo á hinum endanum er til að mynda AÍH (Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar) sem er nýtt félag sem kemur að uppbyggingu aksturssvæðisins í Kapelluhrauni með okkur í KK.
Ég hef einnig heyrt að félagar í "BMW Krafti" ætli að mæta og kynna sína stafsemi.
Og þá eru ótaldir allir þeir mótorhjólaklúbbar sem ætla að mæta.
En það eru allir velkomnir með sín tæki meðan að húsrúm leyfir. :D
Runner:
Ég á nú einn trukk eðasvo sem ég get lánað á síningu ef það vantar Fillingu í þetta 8) http://minnsirkus.is/userpage/Image.aspx?user_id=25111&albumid=8368&imageid=145323
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version