Sælir félagar.
Sæll Gunnar.
Það er alltaf gaman að prófa og ég efast ekki um að þetta hafist hjá sumum.
En spurningin liggur samt alltaf í loftinu umhvort maður er að vinna mikla vinnu sem verður svo að engu.
Flæðibekkir fyrir hedd eru ekki dýr tæki, mig mynnir að ódýrasti flæðibekkurinn frá "Super Flow" kosti rétt yfir 600$.
Málið er að geta reiknað út formúlurnar er gott en hvort að þær virka síðan þegar á hólminn er komið er annað mál.
Það er þess vegna sem að þetta eru oft kallaðar "steingeldar reikniaðferðir", en ég held að hver verði að dæma fyrir sig.
Svo er það annað mál, og það er að þegar menn eru að porta hedd þá eru yfirleitt einhverjar aðrar breytingar gerðar á viðkomandi mótor í leiðinn.
Og þá hlítur að kveikna sú spurning hvort eða öllu heldu hvaða hlutir það eru sem séu að gefa manni þá breytingu sem orðið hefur á mótornum.
Hluti af þessum galdri hljóta að vera formúlurnar fyrir þessu sem hafa verið að þróast í gegnum árin hjá þeim mönnum sem eru frumherjar í þessu og eyddu hálfri ævinni við flæðibekkinn.
Hinn hlutinn er og verður alltaf reynslan sem að menn fá eftir tuga ára veru við þenna frábæra hlut það er flæðibekk þar sem menn fræsa og sjóða á víxl á milli þess sem menn prófa flæðið hvort að það sé rétt.
Þannig byrjaði þetta og þaðan koma formúlurnar.
Þar er eitt látið ganga yfir alla sama hvaða tegund af mótor menn eru með í höndunum.
Er svoleiðis eitthvað til að byggja á.
Og með fullri virðingu fyrir þeim sem að eru að porta, er ekki alger óþarfi að kaupa CNC bekk þegar við erum svona góðir í að gera þetta blindandi hér heima.
Já og ég gleymdi einu, að eftir CNC portun er síðan oft eytt 2-4000$ og jafnvel meiru til að fá hlutina ennþá betri þar sem reikniformúlurnar hætta að virka.
Eða er það ekki.
Ég ætla að reyna að finna hedd sem að bróðir minn á og fékk frá USA, en á þeim er rúmlega 2000$ portunar vinna og þar fylgdu allar flæðitölur.
Ég skelli síðan mynd af þeim og set hana hér inn.
En eins og ég hef sagt áður þetta eru bara mínar hugrenningar kannski er ekkert að marka þær.
En samt.