Kvartmílan > Alls konar röfl

Tími til kominn á breytingar

<< < (2/10) > >>

Jón Þór Bjarnason:
Ég er ekki alveg sammála þér að æfingarnar skili engu í kassann. Það eru fullt af ungum einstaklingum sem skráir sig í klúbbinn og borgar sín félagsgjöld eingöngu til þess að leika sér á æfingum.

Ég bauð starfsfólki kr 2.000.- fyrir hvert skipti sem þeir hjálpuðu til en það afþökkuðu allir. Annars verður væntanlega rukkað inn á allar æfingar á næsta ári og keppnisgjöld hækkuð þar sem keppnisgjöldin duga varla fyrir bikurum.

1965 Chevy II:
Það er búið að samþykkja hækkun úr 5 í 7000kr fyrir 2008.

Árný Eva:

--- Quote from: "Dodge" ---Það vantar staff punktur.
og ég held ég viti ástæðuna.

Ég persónulega hef lagt það í vana minn að bjóða mig fram til starfa
þegar ég get, en þegar maður sér fram á að þurfa að vera að allar
helgar allt komandi sumar til að sýna lit, þá bara hreinlega hætta
hörðustu menn að nenna þessu, fjarlægjast félagsstarfið og reina að
áta fara lítið fyrir sér og gleymast frekar en mæta t.d. á annan hvern
viðburð.

Bottom line... ÆFINGAR!

Þetta er bara of mykið til að leggja á örfár hræður að hafa æfingar
hverja helgi, keppni aðrahverja helgi, sandspyrnu á vori og hausti
og sýningar og fleira.
Þetta vex mönnum bara svo í augum að þeir láta sig hverfa.
Kannski er þetta rugl í mér og allir eru bara vesalingar, en mér finnst
þetta vænlegri skýring..

Spurning hvort æfingar þurfi hreinlega að víkja fyrir keppnishaldi?
Ég veit að æfingarnar eru betur sóttar en keppnir en..
1. Gróðinn er enginn.
2. Þetta sport snýst um KEPPNI!
3. Getur þetta fólk ekki bara skráð sig til keppni eins og aðrir..?

Virðingarfyllst. 'Cuda'steve.
--- End quote ---


en er eitthvað vit í því að keppa ef maður fær aldrei að æfa sig?

persónulega finnst mér að það eigi að rukka inn á æfingar 500-1000 kr og hafa æfingar 2 x í viku þær vikur sem eru ekki keppnir ... Borga staffinu með þessum pening sem að safnast með að rukka á æfingar

Svo finnst mér vanta að þeir sem að eru að kvarta ættu bara að bjóða sig fram í að hjálpa af og til (ekki meint til allra samt)  það er meira en bara æfingar og keppnir í gangi hjá klúbbnum ... það voru td. nokkrir vinnudagar í sumar uppi á braut og hvað mættu margir á þá til að hjálpa til ???  ekki margir fyrir utan stjórnina

íbbiM:

--- Quote from: "Dodge" ---Það vantar staff punktur.
og ég held ég viti ástæðuna.

Ég persónulega hef lagt það í vana minn að bjóða mig fram til starfa
þegar ég get, en þegar maður sér fram á að þurfa að vera að allar
helgar allt komandi sumar til að sýna lit, þá bara hreinlega hætta
hörðustu menn að nenna þessu, fjarlægjast félagsstarfið og reina að
áta fara lítið fyrir sér og gleymast frekar en mæta t.d. á annan hvern
viðburð.

Bottom line... ÆFINGAR!

Þetta er bara of mykið til að leggja á örfár hræður að hafa æfingar
hverja helgi, keppni aðrahverja helgi, sandspyrnu á vori og hausti
og sýningar og fleira.
Þetta vex mönnum bara svo í augum að þeir láta sig hverfa.
Kannski er þetta rugl í mér og allir eru bara vesalingar, en mér finnst
þetta vænlegri skýring..

Spurning hvort æfingar þurfi hreinlega að víkja fyrir keppnishaldi?
Ég veit að æfingarnar eru betur sóttar en keppnir en..
1. Gróðinn er enginn.
2. Þetta sport snýst um KEPPNI!
3. Getur þetta fólk ekki bara skráð sig til keppni eins og aðrir..?

Virðingarfyllst. 'Cuda'steve.
--- End quote ---



ég held reyndar að ástæðan fyrir því að fólk mæti ekki á kepnirnar sé sú að það fæstir hafa nokkurn áhuga á því,

nú má ekki hrauna yfir mig enda ekki mín skoðun.

en ég mæti á allar æfingar ásamt fullt af fólki og ég get ekki séð að það sé neinn áhugi hjá þeim sem eru að mæta á æfingarnar að mæt aá kepni líka..
  stæðst prósenta þarna hefur ekki nokkurn skapaðan áhuga á kvartmílu..  það hefur bara áhuga á hvaða tíma bíllin sinn nær,
þar af leiðandi held ég að ef það væri slegið af æfingunum þá myndi þessi sami hópur og er að mæta grimmt á föst æfingarnar hreinlega hætta að mæta.. en ekki mæta á kepnina í staðin..

hvað er hægt að gera í þessu veit ég ekki..  ég sjálfur hef reynt að hvetja fólk til að mæta, og ætla mér sjálfur að reyna vera memm í GT flokk í sumar ef ég verð með bíl í það..

varðandi staffið þá finnst mér ekki skrítið að það sé erfitt að fá fólk í þetta, því að jú eins og ég kom inn á áðan þá eru flestir ekki að spyrna þarna útaf áhuga á kvartmílu eða kvartmíluklúbbnum.. heldur eingöngu til að sjá hvað bíllin þeirra getur..  og þar af leiðandi hafi þetta sama lið ekki nokkurn áhuga á að standa í gulu vesti og "vinna" fyrir ekki neitt, hvort sem það er á kepni eða utan kepni,

sem beturfer gildir það hinsvegar ekki um alla og á nú liðið sem hélt þessu gangandi í sumar hrós skilið fyrir sitt starf,

Kristján Skjóldal:
er ekki bara málið fyrir þá sem eru bara á æfingum að þeir fái að fara fritt á æfingar ef þeir mæti og vinni á keppni :?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version