Sælir félagar.
Þessi rauði Mustang hér að ofan kemur einhvrju af stað í þeim gráu.
Ég er svo til viss um að hann Steini "Ford" átti þennan bíl í kringum 1983-5.
Það var á þeim tíma þegar hann vann á bílaverkstæði Ásgeirs Kristóferssonar við Ármúlann, og bílnn stóð þar fyrir utan.
Ég man vel eftir hvítu innréttingunni og bíllinn var rauður með þessum Mach-1 stöfum á frambrettinu.
Þá var bíllinn orðinn mjög ryðgaður og það var plexi rúða í annari hurðinni, mig minnir þeirri vinstri.
Hann var líka á svona felgum að aftan.
Steini losaði sig að ég held við bílinn en ég man ekki hvert hann fór.
Það getur verið að honum hafi verið fargað.
