Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Gamlar frá Sandinum 25.05.1980
Skúri:
Þetta er allt að ryfjast upp fyrir manni. Ég man vel eftir þessum Volvo, þetta var örugglega í sömu keppni og pabbi keypti í og vann 4 sílendra flokkin á gamla brúna Escortinum sem hann átti með því að leggja einmitt Volvo. Þetta var nú í eina skiptið sem hann var keppandi en ekki starfsmaður á keppni, þetta var ´79. Það væri gaman ef einhver ætti mynd af honum í keppninni.
Kv. Kristján Kolbeinsson
Ramcharger:
Hvaða tegund er þessi rauði sem stendur á nefinu
með þessi svaðalegu sílsapúst 8)
Ramcharger:
Er þetta Olds þarna :?
Upphækkun dauðans
og sílsapúst :smt118
GunniCamaro:
Ég held að þetta sé Pontiac Tempest 63-65 eða eitthvað líkt, á þessum árum var ekki verið að vinna í veggripinu heldur var "upphækkun dauðans" framkvæmd, breið dekk undir og síðan reynt að spóla sem lengst og það voru nokkrir sem voru svo mikið hækkaðir (man einhver eftir hvíta Coronetinum?) að þeir gátu næstum því runnið sjálfir í gang.
Þegar ég fór með Camaroinn minn á BA bílasýninguna 1987 var ég að leika mér að spóla áður en hann var settu í gám og fluttur suður og þá sögðu Akureyringarnir að þetta væri enginn framistaða hjá mér, þeir sögðust byrja hér og spóla alla leið þangað og bentu eitthvað lengra.
Ég sagði þeim að fyrir sunnan reyndu við að vinna í gripinu til að minnka spólið en svona var þetta á þeim tíma á Akureyri.
Ramcharger:
Jú ég man eftir þeim hvíta 8)
Sá hann fara eitt skiftið upp
hverfisgötuna í hvínandi spóli :twisted:
Þetta var "83
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version