Sælir félagar.
Sæll Björgvin.
Ég er sammála þér og mæli eindregið með því að öll bréfaskipti milli LÍA og Lögfræðings KK og þá líka KK verði birt hér á netinu.
Hins vegar langar mig líka að vita hver það er þarna fyrir norðan sem er með varirnar svona fast klemmdar á afturenda LÍA að þið fáið allt þaðan sem beðið er um.
Og hver er það svo innan LÍA sem hefur vit á spyrnubrautum
Ég hef ekki rekist á þann einstakling ennþá.
Vissulega er skilgreining í reglum FIA um spyrnubrautir, en það verður að lesa alla klausuna.
Þar er verið að tala um brautir fyrir "heimsmeistarakeppni FIA" og þar eru "Top Fuel" bílar sem að eru að aka á 560km hraða.
Þá bíla höfum við ekki hér heima og þeir yrðu aldrei leyfðir á okkar braut.
Það er spyrnt á allskyns brautum úti um allan heim, en minnihluti þeirra er það góður að bílar eins og "Top Fuel" getir keyrt á þeim.
Ég get nefnt eina braut sem Íslendingar þekkja vel og það er Orlando Speed World, hún er ekki notuð fyrir "Top Fuel" eða sambærileg tæki.
Það er til að mynda ENGIN spyrnubraut í USA það löng að þar geti "Top Fuel" bíll stöðvast án fallhlífa.
Kvartmílubrautin er eins og hún er í nokkuð þokkalegu lagi fyrir þau tæki sem að á henni eru, en það má alltaf bæta úr og eru þær umbætur að mér skilst á næsta leiti ef ekki þegar hafnar.
Ég vona síðan að menn fari að hugsa til framtíðar og skilji LÍA eftir sem leiðinlegan daug í fortíðinni sem verður mokað yfir, og þá kannski með sandi
.
Hver veit.