Í kvartmíluíþróttinni er löng HEFÐ fyrir að skrá tíma með þremur tölustöfum aftan við sekúndu. Þetta gefur nákvæma skráningu niður í 1/1000 úr sekúndu (0,001).
Hversvegna er þetta svona?
1. Vegna þess að oft er keppni í þessari grein svo jöfn að það er þörf að greina sigurvegara í spyrnu með svona mikilli nákvæmni.
2. Vegna þess að nákvæmari tímamæling gefur keppanda betri upplýsingar um ástand keppnistækis og hvort þær breytingar sem keppandi hefur gert á því eru að skila einhverju.
3. Vegna þess að þegar keppnistæki er farið að aka neðan við 11 sekúndur fer það að kosta mikla peninga að fara úr t.d. 10,699 og í 10,600 ( 99 þúsundustu úr sekúndu bæting). Keppendur á þessu tímaskeiði vilja eðlilega vita hvert stefnir.
Ef tímatökubúnaðurinn er bara nákvæmur upp á 100 þúsundustu úr sekúndu þá hefur keppandi sem er að reyna að niður fyrir 10,6 ekki minnstu hugmynd um hvort hann er að bæta sig fyrr en hann er búinn að bæta sig um 100 þúsundustu úr sekúndu (10,5). Á meðan getur hann verið að rokka á milli 10,600 - 10,699 sem er heillangur tími í kvartmílu og líka kostnaðarsamur tími þegar komið er svona neðarlega.
Önnur hlið á málinu: Þegar hæð fólks er mæld er HEFÐ fyrir að nota bara tvo aukastafi. Einhver sem er mældur 1,81 getur þá verið allt frá 1,810 til 1,819. Svo má jafnvel hengja aftan við þessar hæðarmælingar fleiri aukastafi ef maður þjáist af fullkomnunaráráttu.
Málið er einfaldlega að þessi íþrótt krefst mjög nákvæmrar tímamælingar enda eru nákvæmu tímaseðlarnir sem við fáum gullnáma upplýsinga um hvernig keppnistækið OG keppandinn haga sér.