Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

leit að Mustang

<< < (10/11) > >>

Leon:

--- Quote from: "429Cobra" ---Sælir félagar. :)

Já um það að bíllinn sé merkilegur.   Víst er hann það en hvort að hann sé merkilegasti Mustanginn það er ég ekki svo viss um.
Hugsanlega er hann með lægstu framleiðslutöluna yfir allt, það er að aðeins 610 Mustang bílar komu með 429 Super Cobra Jet vél, Ram Air og Drag Pack sem fylgdi.
Það eru tveir aðrir sem að eru að mér finnst merkilegri, og það eru 1969 Mach-1 428SCJ sjáfskiptur bíll sem að Björn Emilsson flutti inn og var með öllum þeim aukabúnaði sem að hægt var að fá í Mustang það ár, og síðan 1972 Mach-1 351 HO 4. gíra sem að var líka með öllum hugsanlegum aukabúnaði sem fáanlegur var það árið.
Það getur vel verið að það séu fleiri bílar til en ég man bara eftir þessum svona í fljótu bragði, en það eru til hérna tveir Boss 302 1970 bílar, einn 428CJ 1969 fastback, tveir 1969 GT390 og svo kanski fleiri.

Já og Leon þarna er ég aðeins að telja upp og tala um Mustang en ekki Shelby sem er svo önnur saga.
--- End quote ---

Og einn Boss 302 1969.

m-code:
Hálfdán, hvaða 72 351 HO bíl ertu að tala um?
Þessar felgur eru nú eitthvað skrítnar undir þessum 69 boss.
En það sem er merkilegt við bíl eins og Hálfdáns er að
þeir eru svona endapuntur. Þetta voru síðustu big block high perf.
bílarnir frá ford og þeir voru ekki framleiddir eftir maí 71.

Moli:

--- Quote from: "m-code" ---Hálfdán, hvaða 72 351 HO bíl ertu að tala um?
Þessar felgur eru nú eitthvað skrítnar undir þessum 69 boss.
En það sem er merkilegt við bíl eins og Hálfdáns er að
þeir eru svona endapuntur. Þetta voru síðustu big block high perf.
bílarnir frá ford og þeir voru ekki framleiddir eftir maí 71.
--- End quote ---


Felgurnar undir þessum BOSS eru smíðaðar af Boyd Coddington

Er Hálfdán annars ekki að tala um gula ´72 Q-code bílinn sem Eyfi Bón, Sigurjón Andersen, Björn Emilss ofl. áttu og fór illa í tjóni?

m-code:
Þá er hann ekki HO, þeir voru R-code eins og 71 Boss 351.
72 R-code bílar voru mjög fáir, innan við 1000 stk. og eru mjög
eftirsóttir í dag.

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Beggi.
Það er rétt þetta var ekki R code bíll.
Ég talaði við menn sem að hafa átt bílinn og verið að vinna í honum gegnum árin og þeir töluðu alltaf um HO, og þar held ég að misskilningurinn sé kominn.
En bíllinn er eins og þið segið 351cj 4. gíra.
Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að þessi bíll er eini bíllinn af þessum 1971-3 bílum sem að kom með öllum fáanlegum aukahlutum (að HO vélinni undanskildri), og er þar af leiðandi einn dýrasti ef ekki dýrasti Mustang sem fluttur hefur verið til landsins ef miðað er við alla þætti málsins.

Svo er spurning um þjóðsöguna: Er verið að gera þennan bíl upp einhverstaðar. :?:  :?:  :?:  :?:
Ég heyrði það fyrir nokkrum árum, en ég persónulega trúi því ekki.
En annað eins hefur nú gerst. :smt017

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version