Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Pontiac Lemans ´70-´71-´72

<< < (14/19) > >>

HK RACING2:

--- Quote from: jens on July 04, 2008, 11:27:02 ---Sambandi við glimmer bílinn þá er þetta nokkuð komið á hreint en ég var aðeins utan í þessu bíl á sínum tíma, Einar lætur lakka bílinn og gerir hann flottan síðan eignast Jón Bjarni bílinn. Þar brotnar drifið í bílnum þegar hann er að láta keyra sig og það er sett hærra drif í bílinn, þetta er c.a ´87 og bílinn endar á Akureyri og er það í nokkurn tíma. Bílinn kemur svo á skagann aftur um c.a ´89 og er í eingu Heimirs sem bjó á presthúsabraut en þá var bíllinn orðinn í lakara ástandi en áður en hann fór norður. En hverjum Heimir seldi bílinn veit ég ekki. Ég myndi gjarnan vilja fá að skoða gripinn ef hann er kominn á skagann aftur.

--- End quote ---
Eitthvað rámar mig í umræður um þetta háa drif,var eitthvað rætt að hann væri latur af stað en hefði endahraða uppá 300 eða eitthvað álíka :lol:
Gaman væri að sjá af þessum bílum myndir,þessi glimmer bíll og rauði sem var svartur eru sterkir í minningunni frá því maður var pjakkur.

edalljon:
Ég hef verið að lesa þessa pistla varðandi glimmer pontiacinn frá Akranesi. En það vill svo til að ég keypti þennan bíl af Einari Helgasyni á Akranesi. Bíllinn var skemmdur en ökufær eftir að hafa ekið aftan á annan bíl á Skagabrautinni,eftir að bensíngjöfin festist í botni  :evil: . Ég lét gera við bílinn hjá Kyndli í Reykjavík sem hafði upphaflega sprautað bílinn með glimmer lakkinu. Bíllinn hafði lengst af númerið E 644 en þegar ég setti bílinn til hliðar 1986 fékk hann númerið E 1151. Það er alveg rétt að drifið í honum brotnaði þegar bílstjóri tók spól á honum í Borgarnesi og fór af ís yfir á malbik. Til að redda hlutunum nokkrum dögum seinna tókum við drif úr Buick Skylark af ruslahaug í Hafnarfirði og er þar komin skýringin á því hversu seinn hann er. Ég seldi þennan bíl norður í land sennilega 1988 en þá hafði hann verið að mestu ónotaður í 3-4 ár en geymdur í upphituðum skúr. Bíllinn var upprunalega með 400 cu vél og skiptingu og veit ég að það er búið að skipta um vél í bílnum. Þegar bíllinn fór frá mér 1988 þá var hann í mjög góðu ástandi varðandi ryð en það var farið að bera á ryði í botni á skotti. Búið var td. að skipta um stykki undir afturglugga og skipta um alla brettakanta inní innri bretti  :D Varahlutir í sambandi við viðgerðina framendi,hægra frambretti ofl kom allt nýtt frá Ameríku.

Kiddi:
Egill (aka Elvis norðursins), sá sem átti glimmervagninn fyrir norðan... hann á haug af myndum af þessum bíl. Hann póstaði nú einhvertíman hérna einni þ.s. hann var spólandi í olíu  :lol:

edalljon:
Hvar er hægt að fá að sjá fleiri myndir af bílnum :?:   Getiði sent mér allar myndir sem til eru af bílnum ?

Moli:

--- Quote from: edalljon on July 05, 2008, 23:02:57 ---Hvar er hægt að fá að sjá fleiri myndir af bílnum :?:   Getiði sent mér allar myndir sem til eru af bílnum ?

--- End quote ---

Myndri teknar af síðunni minni, www.bilavefur.net en hafa vafalaust birst hér á kvartmila.is áður! 8)






Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version