Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Pontiac Lemans ´70-´71-´72

(1/19) > >>

Gaubbi:
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver vissi um einn tiltekinn lemans sem var á Akranesi 1980 og eitthvað... Sá bíll var Rauður með hvítum víniltopp, og keðjustýri  8)  Þessi bíll átti faðir minn heitinn, líklega árið 1982.

Gaubbi:
þess má geta að rúta bakkaði aftan á bílinn þannig að skottið fór frekar illa.. kannast enginn við bílinn??

Leon:
Er þetta hann?

Gaubbi:
Því miður hef ég aldrei séð mynd af bílnum, en að sögn manna átti hann að hafa litið svona út.. veit einhver sögu þessa bíls á myndinni? fyrri eigendur og fl.?

HK RACING2:

--- Quote from: "Gaubbi" ---þess má geta að rúta bakkaði aftan á bílinn þannig að skottið fór frekar illa.. kannast enginn við bílinn??
--- End quote ---
Það var rauður svona bíll uppá skaga en hann var ekki með vinyltopp né keðjustýri,það keyrði rúta aftan á þann bíl uppúr 88 að ég held eða fyrr og fór hann frekar illa,Pabbi keypti þann bíl og sameinaði við annan svartan sem fannst vélar og skiptingarlaus,hins vegar var glimmer lemansinn græni með keðjustýri.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version