Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

MS flokkur, nýr flokkur

<< < (10/12) > >>

1965 Chevy II:
Svona hefði ég haft þetta :D :

MS/ (Modefied Standard)– Flokkur.
(Nýr-gamall flokkur!)


Flokkslýsing:
Flokkur fyrir Bíla með “naturally aspirated” V8 vélar með öllum löglegum götubúnaði virkum.
Ræst skal á jöfnu “full tree”. Öll keppnistæki skulu geta ekið amk 10km þolakstur fyrir hverja keppni(ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu detta úr keppni.
Þyngdarmörk í flokknum eru eftirfarandi:
Með vél að 330cid: 1250kg
Með vél að 399cid: 1350kg
Með vél að 499cid: 1450kg
Með vél að 560cid 1550kg
Allar þyngdir reiknast miðað við ökutæki á ráslínu til búið í ferð með ökumanni!
Öll ökutæki skulu hafa gilda skoðun samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi og standast íslensk umferðarlög/reglur.

Vél:
Slagrúmtak véla má ekki vera meira en 560cid.



Olíudæla:
Utanáliggjandi olíudælur leyfðar, verða að vera drifnar af sveifarás.
“Dry sump” olíudælur og kerfi bönnuð.



ELDSNEYTISKERFI


Mekanískar innspýtingar eru leyfðar.

Blöndungur:
Nota má hvaða blöndung(a) sem er.

Bensínleiðslur:
Bensín leiðslur skulu ekki vera sverari en 1/2” Og skulu vera framleiddar sem bensínleiðslur.
Sjá aðalreglur 1:5

Eldsneiti:
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.


KVEIKIKERFI:

Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart.
Ekki má breyta staðsettningu á kveikju frá original.


ÚTBLÁSTURSKERFI

Púströr:
Aukahlutur.


DRIFRÁS:

Drifskaft:
Æskilegt er að Baula sé utan um drifskaft á öllum bílum í þessum flokki, og skal hún staðsett samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda og reglum KK.
Baula utan um drifskaft er skylda í öllum bílum sem fara hraðar en 12,99sek eða 100mílur og/eða eru á “slikkum”.
Sjá aðalreglur: 2:4.
(“Slikki”-“slikker”, er nýyrði í íslensku máli og finnst ekki í orðabókum (ca 40 ára gamallt), og er bein þýðing úr enska orðinu “dragslick” og/eða “drag race only tire”)




BÚKKAR & FJÖÐRUN:

Nota má hvaða fjörðunarkerfi sem er.
Staðsettningarpunktar fjöðrunarkerfis verða að vera þeir sömu og var frá verksmiðju
Ekki má færa fjaðrafestingar eða breyta þeim á nokkurn hátt.
Breyta má stífleika fjaðra, gorma, vindustanga osf, bæta má blöðum í blaðfjaðrir eða fjarlægja eftir þörfum. einnig má míkja eða stífa gorma/vindustangir eftir þörfum.

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.
Sjá aðalreglur: 3:5.

YFIRBYGGING:
Allar léttingar og plast verða að vera með upprunalegt útlit, eina undantekning er húdd.
Nota má plast hluti séu þeir eins í útliti og original (á ekki við um húdd).
Nota má áfastar opnanir(scoop) á vélarhlíf.
Innribretti og hjólskálar verða að vera upprunalegar eða eins og upprunalegar og þá úr sömu efnum eins og upprunalega. Allar breytingar á hjólskálum og innribrettum bannaðar.
Undantekning frá þessu eru trefjaplast “roadster” yfirbyggingar (kit) sem eru skráð og á númerum og standast þyngdarmörk.

Innrétting:
Allir bílar verða að vera með fullri innréttingu
Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda.
Skifta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsettningu.
Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skifti.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga.


Grind:
Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.

Stýri:
Bannað er að skifta frá orginalstýrisvél(snigill og sektor) og setja í staðinn tannstöng eða öfugt.  Minnsta særð á stýrishjóli er 13” (34cm).
Á ekki við um “Kit” bíla sem eru skráðir og á númerum.


DEKK & FELGUR:

Dekk:
Slikkar leyfðir, stærð þeirra má ekki vera meiri en 28” X 9”.
Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð.
Öll dekk verða að vera fyrir innan innri brún bretta.
Ofangreint gildir líka um framdekk.



LETUR:

Letur þar með taldar auglýsingar má setja í rúður ökutækis þó ekki þannig að hindri útsýni og skyggi á keppnismerkingar.

Styrktaraðilar:
Styrktaraðilar eru leyfðir.

Að öðru leiti gilda allar öryggisreglur,sjá aðalreglur.

Dodge:
það er ekki nokkur leið að misskilja "forþjöppur og N2O (poweradder) bannað"

Þetta er eins ljóst og mögulegt er að hafa það á íslensku.

er þessi flokkur ætlaður svona á milli MC og SE?

1965 Chevy II:
Ekki eyðileggja gott þras.

Hann er að mörgu leiti opnari en SE.

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Þetta er miklu skemmtilegri flokkur en bæði MC/ og SE/  til samans. :smt038

Þarna geta gamlir skápar og nýjir, já og þeir sem þora komið og keppt við aðra sem þora líka, :!:

Já ekki má svo gleyma Hafnfirðingunum þeir lifa margir ennþá á metinu sem Jói Sæm setti 1980 11,58sek það, verður veisla hjá þeim. :bjor:

Já og Frikki góður punktur þarna í reglunum.

Dodge:
Alltaf gott að þrasa smá.. :)

En segið mér eitt spekingar, ef maður á minitöbbaðann gamlann djunka
er þá bara OF og GF í boði?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version