Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
MS flokkur, nýr flokkur
íbbiM:
--- Quote from: "429Cobra" ---Sælir félagar. :)
Sæll Frikki.
Takk fyrir að benda mér á þetta, þarna hefur mér orðið fótaskortur á lyklaborðinu. :oops:
Að sjálfsögðu átti þetta að vera: "Það er til samheiti á þessu hvoru tveggja, það er bæði blásara og afgasforþjappa og það er: turbo".
Svona er það rétt.
Ég á einhverstaðar í fórum mínum þýðingu sem ég gerði á reglum í "NHRA Stock Eliminator", og hafði þær á "meiraprófsmáli".
Ég held að Valur Vífils sé ennþá hlæjandi eftir að hafa lesið þetta og hent þeim síðan aftur í hausinn á mér, með þeim orðum að enginn myndi skilja þetta. :lol:
--- End quote ---
ég hef nú alltaf staðið í þeirri meiningu að blásarar væri reimdrifnir og kallaðir superchargers/prochargerss meðan afgasþjöppur væru Turbo.. þannig að mér finnst turbo ekki alveg rétt samheiti yfir blásara og afgasþjöppur
1965 Chevy II:
Var ekkert að spá í kúbikunum sérstaklega,það má til dæmis vera með 18° $5000 hedd,$2000 stroker en crank trigger bannaður til að halda niðri kostnaði.
Laddar leyfilegir miðað við þessa lesningu:
Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.
Sjá aðalreglur: 3:5.
Í aðalreglum 3:5 er talað um "ladder" gerð búkka,ég veit ekki um neina "slapper bars" sem þarf að klippa úr yfirbyggingu fyrir!
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Íbbi.
Og takk fyrir enn eina leiðréttinguna. :oops:
--- Quote ---Það er til samheiti á þessu hvoru tveggja, það er bæði blásara og turbo og það er: forþjappa.
--- End quote ---
Jæja nú er þetta rétt, loksins. :?
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Frikki.
Já svona gerist þegar margar skoðanir koma saman og síðan þarf að koma þessu öllu heim og saman.
Það hefur til dömis enginn verið að spá í kostnað í MC/flokki síðustu ár :!: sem mér finnst miður.
Samt skaltu líta á til dæmis heddakaflann í upphaflegu reglunum:
--- Quote ---Hedd:
Bannað er að breyta útliti hedda með færslu porta, portplötum eða á annan hátt.
Portun á heddum er leyfð.Fræsa má úr heddun til að koma fyrir "rockerarma" festingum (studs) þegar farið er í stillanlega "rockerarma" úr óstillanlegum(rail type) og til að geta notað stýriplötur (guid plates). Ef álhedd eru notuð er bannað að porta, plana eða pólera. Öll álhedd skulu vera óportuð eins og þau komu frá framleiðanda. Ekki má víxla heddum á milli tegunda. Ef notuð eru pott hedd má porta þau, pólera fræsa og slípa eins og hver vill, þó má ekki breyta útliti þeirra (sjá að ofan). Ekki má nota hedd þar sem afstaða rockerarma eða kerta er önnur en original. Notkunn á CNC portuðum álheddum er bönnuð, hvort sem þau eru seld svo þannig eða ekki.
--- End quote ---
og síðan þeim sem komu frá stjórninni og voru samþykkt á framhaldsaðalfundi 18-12 2003.
--- Quote ---Hedd:
Bannað er að breyta útliti hedda með færslu porta, portplötum eða á annan hátt.
Portun á heddum er leyfð svo framarlega að hún breyti ekki útliti hedda þegar þau eru komin á vél. Fræsa má úr heddun til að koma fyrir “rockerarma” festingum (studs) þegar farið er í stillanlega “rockerarma” úr óstillanlegum(rail type) og til að geta notað stýriplötur (guid plates). Ekki má víxla heddum á milli tegunda. Ekki má nota hedd þar sem afstaða rockerarma eða kerta er önnur en original. Öll hedd má porta og pólera að vild.
--- End quote ---
En erum við annars að tala um sömu flokkana :?: :?: :?: :?:
Það er allt önnur hugsun í MS/
Þar er skemmtuninn og "nostalgían" sem eiga að hafa yfirhöndina. :D
1965 Chevy II:
Tja ég er hér að pósta í þráð um MS flokkinn og er að ræða um hann! :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version