Author Topic: Breytingatillögur við GF flokk  (Read 7390 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur við GF flokk
« on: March 17, 2007, 23:44:30 »
Breytingatillögur frá Hálfdáni Sigurjónssyni, rauðmerkt dettur út, grænmerkt kemur inn.



ÚTBÚINN GÖTUBÍLAFLOKKUR



FLOKKALÝSING

Flokkur fyrir bíla sem geta talist hæfir til götuaksturs og ekið í almennri umferð, það er bílar með fulla yfirbyggingu og annað sem þarf til að aka megi þeim á götum. Breyta má nokkrum atriðum til að bíllinn henti betur til spyrnuaksturs, þó með þeim skilyrðum að hægt sé að breyta honum aftur með lítilli fyrirhöfn og færa hann til skoðunar á viðurkennda skoðunarstöð. Lágmarksþyngd í flokknum er 1300 kíló, með ökumanni á ráslínu. Bílar skulu auðkenndir með GF/ og númeri ökumanns. Bílar þurfa að vera á númerum, skoðaðir af löggiltri skoðunarstöð,tryggðir og skulu standast skoðun ef krafist er (fyrir utan dekk og púst).


FLOKKALÝSING:
Flokkur fyrir bíla sem geta talist hæfir til götuaksturs og ekið í almennri umferð.
Það er bílar með fulla yfirbyggingu og annað sem þarf til að aka megi þeim á götum.   Breyta má bílnum til að hann henti betur til spyrnuaksturs, þó með þeim skilyrðum að hægt sé að breyta honum aftur með lítilli fyrirhöfn og færa hann til skoðunar á viðurkennda skoðunarstöð.   Bílar í þessum flokki þurfa að vera á númerum.
Lágmarksþyngdir í flokknum eru:
Vélar  að 153cid/2,5L       950  kíló/2095 lbs með ökumanni á ráslínu.
Vélar 2,6L/159cid – 238cid/3,9L   1050kíló/2315 lbs með ökumanni á ráslínu.
Vélar 244cid/4L og yfir,       1200 kíló/2640 lbs með ökumanni á ráslínu.
Bílar skulu auðkenndir með GF/ og númeri ökumanns[/b].

MÁL OG STAÐLAR

VÉL:  1


VÉL:
Skal vera bílvél.   Ótakmörkuð tjúning leyfð, þar með talið nítró.

ÚTBLÁSTURSKERFI:
Opnar flækjur leyfðar.   Útblæstri skal beina frá vagni, dekkjum.

ELDSNEYTI:
Allt leyft þar með talið:  bensín, alkóhól, nítró og nítrómetan.

ELDSNEYTISKERFI:
Sérframleiddir og staðlaðir eldsneytistankar (sellur) skylda í öllum bílum þar sem upprunalegir eldsneytistankar eru ekki  notaðir.   Staðlaðar bensín “sellur” eru skylda í öllum bílum sem fara niður í 9,99sek 140mílur 225km eða neðar í tíma og/eða endahraða.   Sverleiki og fjöldi eldsneytisleiðsla er frjáls en þær verða allar að vera úr viðurkenndum málmrörum eða vírofnum eldsneytisslöngum.   Sjá aðalreglur 1:5.

VÖKVAYFIRFALL:
Skylda er að hafa vökvayfirfall og söfnunarkút tengdann því við kælikerfi á öllum bílum.   Minnsta stærð á söfnunarkút er ½ lítri.

FORÞJÖPPUR:
Kefla og/eða afgas forþjöppur eru leyfðar á öllumtegundum véla og eldsneytis í öllum bílum í þessum flokki.
Sjá aðalreglur:  1:12 og 1:13.



INNGJÖF:
Inngjöf skal stjórnast eingöngu af ökumann og eru öll hjálpartæki við hana hvort sem það eru tölvur, rafmagn, vökvi, loft, osf.   Stranglega bönnuð.
Sjá aðalreglur:  1:14.



DRIFRÁS:  2


TENGSLI, KASTHJÓL, KASTHJÓLSHLÍF.
Tengsli og kasthjól samkvæmt staðli SFI Spec 1.1.  skylda nema að um upprunalega hluti  eða sambærileg frá upprunalegum framleiðanda vélar sé að ræða.   Sprengihellt kúplingshús samkvæmt staðli SFI Spec 6.1  eða 6.2 skylda í öllum bílum sem nota kúplingu.   Sjá aðalreglur 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

DRIFSKAFT:
Baula utan um drifskaft skylda.   Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS:
Nota má hvaða afturás sem er.   Sérsmíðaðir öxlar æskilegir og skylda ef notaðar eru spólulæsingar.   Soðin/steypt mismunadrif bönnuð.   Öxulfestingar út við hjól æskilegar.

SJÁLFSKIFTING:
Frjálst val á sjálfskiftingum og vökvatengslum.

HLÍFÐARSKJÖLDUR FYRIR SJÁLFSKIFTINGAR:
Sprengihlíf á sjálfskiftingu skylda einnig má nota sprengimottu.   Sprengihlíf á “flexplötu” æskileg og skylda ef bíll er kominn niður í 9,99sek og/eða í 140mil 225km endahraða og/eða er með breyttan hvalbak.



BREMSUR OG FJÖÐRUN:



BREMSUR:
Vökvabremsur á öllum hjólum skylda.   Sjá aðalreglur 3:1.

STÝRI:
Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð.   Minnasta þvermál Stýrishjóls er 13”(33,02cm).   Öll stýrishjólverða að standast skoðun hjá skoðunarstöð.

FJÖÐRUN:
Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeyfir á hvert fjaðrandi hjól. Breyta má framfjöðrun frá orginal yfir í aftermarket SFI Proofed fyrir bifreiðina. Styrkingar á grind eru leyfðar
.

FJÖÐRUN:
Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda.   Minnst einn virkur höggdeyfir á hvert fjaðrandi hjól.   Allar breytinga á framfjöðrun leyfðar.
Skipta má út gömlum grindarbitum fyrir nýa
.


SPYRNUBÚKKAR:
Allar tegundir af spyrnubúkkum leyfðar.   Sjá aðalreglur 3:5.


PRJÓNGRINDUR:
Prjóngrindur eru leyfðar en mega þó ekki vera með málmhjólum.    Sjá aðalreglur 3:6.




GRIND:   4



GRIND:
Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki. Breytingar eru aðeins leyfðar á aftur hluta grindar, nema styrkingar sem má setja hvar á grind sem er. Fyrir framan hvalbak má ekki breyta grind frá upprunalegu nema með styrkingum. Breyta má grind að aftan til að koma stærri dekkjum fyrir osf
…..


GRIND:
Verður að vera eins og bílgrind, og eiga við viðkomandi ökutæki.
Allar breytingar á grind leyfðar.
“Anti body swaybar” leyft
,



STUÐARAR:
Skifta má yfir í plast stuðara ef þeir hafa sama útlit og upprunalegir.


HÆÐ YFIR JÖRÐU:
Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3”(7,62cm) frá framenda bíls að punkti 12”(30,48cm) aftan við miðlínu framhjóla.   Síðan 2”(5,08cm) það sem eftir er.   Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.

VELTIGRIND OG BÚR:
Veltigrind er skylda í öllum bílum semfara  11,99sek og/eða 120mílum (195km) eða betur.   Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 10,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir.   Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

BIL MILLI HJÓLA:
Bili milli fram og afturhjóla skal halda upprunalegu fyrir viðkomandi bíl, frávik er leyft 2” (5,08cm).










HJÓLBARÐAR OG FELGUR:   5



HJÓLBARÐAR:
Slikkar leyfðir.   Framdekk þurfa ekki að hafa DOT stimpil.   Sé svo verða framdekk að vera sérstaklega gerð fyrir spyrnuakstur.

FELGUR:
Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur.   Minnsta felgustærð er 13” nema að bíllinn hafi komið upprunalega á minni felgum og sé með upprunalega vél.






INNRÉTTING:   6



SÆTI:
Öll sæti skulu vera vel fest.   Bílar sem fara 11,99sek og/eða 120míl (160km) eða betur verða að hafa sæti með háu baki.   Bílar sem fara 9,99 og/eða 150mil (240km) eða betur verða að vera með keppnisstól.   Æskilegt  er að allir bílar séu með keppnisstóla.   Bæði framsæti verða að vera í bílnum.
Keppnisstóll er skylda þegar bíll er kominn niður í 11,99sek og/eða 120mph, og skal hann vera viðurkenndur og festur samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

BODDÝSTÁL:
Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál (járn).    Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg.   Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum.   Magnesíum bannað.

KLÆÐNING:
Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað.   Bæta má við mælum að vild.   Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skylur eftir sig.   Skylda er að hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið fjarlægt.    Æskilegt er að gólfteppi séu ekki fjarlægð.   Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.

GLUGGANET:
Glugganet er æskilegt í alla bíla en skylda ef bíll er kominn niður í 10,99sek og/eða 140mil (225km) hraða eða betur.   Sjá aðalreglur 6:3.




YFIRBYGGING:   7



YFIRBYGGING:
Upprunalegt útlit verður að haldast.   Þó má setja á brettakanta lækka topp osf.   Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar.   Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður.   Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.
Hliðarrúður sem eru opnanlegar verða að virka eins og upprunalega.

BRETTI:
Öll bretti skulu vera til staðar.   Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og upprunalegir hlutir.   Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn.   Hjólskálum að aftan má breyta að vild.



HVALBAKUR:
Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út  og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt.   Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað.   Breyta má hvalbak vegna vélaskifta og verður það þá að vera gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega.   Vél má þó ekki staðsetja aftar en svo að fremsta kerti sé í miðlínu spindla.   Breyttur hvalbakur skal eftir sem áður uppfylla ofangreind skilyrði um efnisval.

GÓLF:
Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda.   Bannað er að hækka gólf.   Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki.   Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf…   Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var.
Öll nýsmíði verður að vera úr áli eða stáli
GÖTUBÚNAÐUR:
Öll ljós skulu vera virk.   Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur.   Sleppa má þurkum miðstöð og loftkælingu.

VÆNGIR OG VINDKLJÚFAR.
Leyfðir svo framarlega að þeir brjóti ekki regluna um lágmarks hæð frá jörðu.  

FRAMRÚÐA OG GLUGGAR:
Allar rúður verða að vera til staðar og úr upprunalegum efnum.  






RAFKERFI:   8


RAFGEYMAR:
Mest tveir rafgeymar leyfðir.   Mega vera sýru og/eða þurrgeymar.   Rafgeymar mega ekki vera staðsettir í ökumannsrými.
Rafgeymar mega vera staðsettir í ökumannsrými ef þeir eru í þar til gerðum boxum/kössum sem eru með SFI eða sambærilegum staðli.
Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

TÖLVUR OG GAGNASÖFNUN:
Tölvur og önnur tæki sem afla gagna um viðkomandi ökutæki leyfð.   Þau mega hinns vegar ekki hafa nein áhrif á ræsingu, inngjöf, tengsli, “tranbrake” eða annað í bílnum sem hjálpar við stillingar eða ræsingu eða neitt það sem kann að hjápa eða hindra ökumann eða vélbúnað ökutækis í ferð.   Sjá aðalreglur 8:2.


BIÐBOX OG HJÁLPARTÆKI:
Leyfð.

KVEIKIKERFI
Öll kveikikerfi leyfileg nema tímastill kveikibox (stutter box), magnetu kveikjur bannaðar.

HÖFUÐROFI:
Höfuðrofi er skylda í öllum bílum.

AFTURLJÓS:
Allir bílar verða að hafa afturljós sem virka.

STUÐNINGSFLOKKUR:  9



DRÁTTARTÆKI:
Öll dráttartæki eru bönnuð.



ÖKUMAÐUR:  10


ARMÓLAR:
Leyfðar, sjá aðalreglur 10:3.

RÉTTINDI:
Gilt allmennt ökuskírteini skylda.

STAÐSETNING ÖKUMANNS:
Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda viðkomndi ökutækis eða samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda þeirra keppnisstóla sem notaðir eru.

ÖRYGGISBELTI:
Þryggja punkta belti skylda í bílum að 11,99sek og/eða 120mil (190km). Bílar 11,99sek og/eða 120mil (190km)og undir, verða að hafa viðurkennd og stöðluð fimm punkta öryggisbelti þriggja tommu breið.

HJÁLMUR:
Skylda sjá aðalreglur 10:7.

HLÍFÐARFATNAÐUR :
Í öllum keppnisbílum er tregbrennandi fatnaður skylda,(ekkert nælon eða flís).
Í bílum sem fara undir 11,99sek og/eða 120mílur (190km), jakki og buxur, eða samfestingur samkvæmt staðli:  SFI Spec 3-2/A1 skylda.
Bílar 9,99sek og/eða 150mil (240km) og undir.   Jakki og buxur, eða samfestingur samkvæmt staðli SFI Spec 3-2A/5, skylda.

UPPHITUN:
Sjá aðalreglur 9:10.
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
Breytingatillögur við GF flokk
« Reply #1 on: March 19, 2007, 16:13:28 »
Pæling, með númeraskylduna er það ekki eitthvað sem mætti taka út??
Kristján Hafliðason

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur við GF flokk
« Reply #2 on: March 20, 2007, 19:57:25 »
Quote from: "Krissi Haflida"
Pæling, með númeraskylduna er það ekki eitthvað sem mætti taka út??



Ekki fyrr en þá á næsta ári.  Þetta eru tillögurnar og þeim verður ekki breytt.  Þær hefðu kannski þurft að koma fram fyrr en það er hins vegar ekkert við því að gera nema að gera betur næst.

Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Breytingar á GF flokki
« Reply #3 on: March 20, 2007, 23:10:22 »
Hvernig er það er verið að breyta GF í einhvern smábílaflokk ?  Er það rétt skilið að lágmarksþyngdin sé nú komin niður í 2640 lbs. fyrir V 8 bíla ? Ég man ekki eftir því að svoleiðis bílar hafi nokkurtímann verið smíðaðir í fyrir vestan haf ? Þeir eru til í Japan og Evrópu. Þetta er sama þyngd og flestir OF hurðabílar vikta.

Getur einhver góðfúslega útskýrt helstu ástæður fyrir þeim breytingum sem er verið að stinga upp á   :?:

Fyrir örfáum dögum þurftu bílar að vikta 220 lbs. meira en í þessum nýju tillögum, eða 1300 kg..  Er einhver tilbúinn til að benda áhugasömum á hvar þessi 220 lbs. eða 100 kg. er að finna í svona venjulegum verksmiðju framleiddum bíl. Því ekki má breyta neinum málmum, búið að stroka allt ál í burtu og allar rúður eiga að vera til staðar og að renna upp og niður, s.s. hurðir úr málmi, því það er ill mögulegt að troða venjulegu gleri í plasthurðir. Hvað er þá eftir ? fíber framsamstæða? það dugar ekki til, enn er því langt í land með að þessi 100 kg. náist ?
Hvernig er það er ekki full stutt í sumarið til þess að menn eigi að fara að standa í meiri háttar breytingum á bílum ?  örfáar vikur til stefnu.
Væri gaman að heyra af öllum þessum léttu smábílum sem verða þarna í sumar í baráttunni, getið þið félagarnir Nóni og Hálfdán sagt okkur forvitnum félögum í KK einhver leyndarmál ?  :)  Nóni ég veit að þú ert áhugamaður um smábíla verður þú með eitthvað 4 cyl . vopn tilbúið í sumar :?: Ekki feiminn láttu allt flakka  :D

P.S. Er sammála tillögu Krissa hér að ofan


kv.
Ari
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Breytingatillögur við GF flokk
« Reply #4 on: March 20, 2007, 23:33:08 »
meina ef við á "smábílum" meigum ekki vera með þá deyr þessu klúbbur  þar sem flesstir af ykkur eru elda gamlir og farið bráðum á elliheimili með þrútinn hringvöðva :lol:  nei bara grinast  :P hélt nu samt ekki að þið væru eitthvað á móti okkur á 4cyl bílonum þar sem við erum með svo fáa cylendra  :lol:


kv. Alli leiðinlegi  :lol:
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Breytingatillögur við GF flokk
« Reply #5 on: March 20, 2007, 23:33:20 »
Ari.. það er hvergi talað um að þessi v8 vél þurfi að vera í amerískum bíl þó hún hafi verið það upphaflega  :twisted:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Breytingatillögur við GF flokk
« Reply #6 on: March 21, 2007, 00:04:27 »
GÓLF:
Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf… Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var.
Öll nýsmíði verður að vera úr áli eða stáli.

Af hverju er verið að taka eitthvað úr reglunum sem er ekki í þeim?
Þetta: Öll nýsmíði verður að vera úr áli eða stáli. hlýtur að hafa átt að vera grænt eða hvað?
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Breytingar.
« Reply #7 on: March 21, 2007, 00:19:14 »
Sælir félagar. :)

Sæll Ari.

Jú það er rétt að það var Nóni sem var hugmyndafræðingurinn að breytingunum nema þessu með grindina sem ég var nú búinn að útskýra.

GF/flokkurinn hefur alltaf verið hugsuð sem hálfgerð "endastöð" ef svo má að orði komast, fyrir þá sem voru komnir upp úr SE/ annars vegar og svo GT/ hinns vegar.
Og að sjálfsögðu fyrir þá sem vilja koma bara til að keppa í skemmtilegum flokki sem býður upp á mikið. :!:

Nóni benti þá réttilega á að ekki væri gert ráð fyrir minni vélum og þá léttari bílum í þessum flokki og að hann myndi þá ekki þjóna tilgangi sínum sem slíkur.

Ég get alveg tekið undir með honum, þannig að við ákváðum að gera eitthvað í þessu og reyna að setja ákvæði fyrir þessa bíla þarna inn í.

Þar sem ég er harla fáfróður um minni bílana þá lét ég Nóna um þann hluta, og hélt mig við að skrifa það niður sem að hann sagði.
Þegar það allt var komið þá fannst mér að það væri of mikið bil á milli upp í stærri vélarnar hvað þyngd varðaði þannig að ég lagði til að við Nóna að hún yrði færð niður sem honum leyst vel á.

Ef að það vakna spurningar um þyngdarmörk, vélar og hvernig það myndi breyta flokknum, þá held ég að Nóni sé besti maðurinn að svara því. :!:

Flestar þessar breytingar á stærri 4-6cyl vélunum er miðað við Evrópu og Ameríku vélar, og minnstu 8cyl eru líka miðaðar við nýjustu vélar frá Evrópu og Ameríku sem eru í framleiðslu.

Þessar breytingar hefðu þurft að mér finnst örlítið meiri kynningu, en kannski er best að hella sér beint í djúpu laugina :?:

Persónulega held ég að flokkur sem væri blandaður bæði minni og stærri, eldri og yngri bílum yrði mjög skemmtilegur og litríkur.
Kannski er þarna líka komin áskorun á þá sem eru á minni og yngri 4cyl, 6cyl, turbo o.s.f............. að smíða alvöru tæki, mæta til alvöru keppni, og ná alvöru tímum.
En eins og ég segi þá er þetta mín persónulega skoðun. :?

Svo er þetta nú bara tilllaga :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Big Fish

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 155
    • View Profile
Breytingatillögur við GF flokk
« Reply #8 on: March 21, 2007, 08:42:44 »
Sælir mér er nú ekki illa við þessar hrisggrjónapödur það lítur ekki vel út þegar ég stilli mér upp við eina slíka í GF það væri eins og ég væri meindíraeiðir á slíka bíla einig hálf kjánalegt að spyrna við 13 til 15 sek í þessum flokki. En varðandi númera plödurnar þá er jú gödubíll vanalega keistlufær á gödu en mín vegna má umferðarstofan geima plödurnar

kveðja þórður
Big Fish race team.
Þórður Tómasson

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur við GF flokk
« Reply #9 on: March 21, 2007, 09:16:32 »
Sælir,

sæll Ari, það kom fram hugmynd um að fá flokk fyrir 4 og 6 cyl. bíla sem væri búið að tjúna svaka mikið og mér sýndist GF flokkurinn hafa upp á allt að bjóða nema þyngdartakmarkanir, fannst ekki vit í að búa til einn flokk í viðbót fyrir kannski 1 eða 2 bíla.  Ég veit ekki af hverju þú ert svona hræddur við að opna flokkinn, Þórður virðist ekkert vera hræddur :lol:  Þó að svona bílar hafi aldrei verið smíðaðir fyrir vestan haf þá þýðir það ekki að þeir séu ekki til og í reglunum segir hvergi hvar bíllinn á að hafa verið framleiddur.

Frikki, ég er búinn að laga þetta. Það átti auðvitað að vera grænt. Biðst ég forláts á þessu.

Þórður, ég vona að þeir sem keyra yfir 11.50 verði ennþá í GT og RS en þegar einhver kemur með bíl sem er kominn niður í 10 sek. þá er allt í lagi að hleypa honum inn einhversstaðar í flokk.

Skoðið þetta nú með opnum hug og takið afstöðu hver fyrir sig, þetta er farið að hljóma eins og kosningabarátta. "Ekki breyta þessum flokk, hann passaði svo vel fyrir bílinn minn sem ég er búinn að vera í mörg ár að smíða"


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
GF breytingar
« Reply #10 on: March 21, 2007, 09:16:35 »
Sælir félagar !

Nei mér er ekkert illa við 4 cyl. bíla, þetta var meira sagt í gríni, þekki reyndar mann fyrir vestan haf sem á lítinn Lexus sem fer á sléttum 7 sek. á 200 MPH. ( væri frábær í OF flookinn hjá okkur, smell passar í Indexinn, gæti dólað á hálfum snúning í 9 sek. )

Nei það sem ég er einfaldlega að benda á er að venjulegur Amerískur bíll viktar venjulega 3000 + lbs.  Ef að þið eruð búnir að lækka þessa þyngd niður í 2640 lbs. og á sama tíma að félla út ákveðna hluti sem gera mönnum mögulegt að létta tækin ( eins og Frikki bendir á hér að ofan, ætti að vera græn litað í texta ) þá eru við með smá vandamál á ferðinni .
Til að koma Amerískum bíl niður í 2640 lbs. þá þarf hann allur að vera meira og minna úr áli og plasti. Get ómögulega séð svoleiðis bíl í götuakstri. Þeir eru alla vega ekki til hér á landi. Þeir bílar sem við höfum haft fyrir augunum í þessum flokki undanfarin ár eru t.d. Einar Birgis, Benni, Þórður, Rúdólf, ....... ofl. allt venjulegir amerískir bílar vel yfir 3000 lbs. Sé einfaldlega ekki hvernig ætti að vera hægt að létta svoleiðs bíla niður í 2640lbs. m/ökumanni á örfáum vikum, og sérstaklega ef ekki má notast við ál til léttinga. Ökumaðurinn stígur frá borði og þá erum við að horfa á 2400lbs. bíl ? hafið sé einhverja slíka hér á landi nýlega í götuakstri ? allann úr upprunalegum gólfefnum  :P

kv.

Ari
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline Big Fish

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 155
    • View Profile
Breytingatillögur við GF flokk
« Reply #11 on: March 21, 2007, 10:07:47 »
Sælir jú samála þér nonni bílar sem eru komnir í 10 þeir eiga heima þarna en mér finnst líka við ætum að leifa mönum sem eru búnir að kaupa bíla að utan sem eru með ál gólf og skálar þeir eru orðnir nokkuð margir það er hálf heimskulegt að þeir gedda keyrt á göduni en ekki nema í OF á kvartmílunni hleipum þeim í GF látum stóru kallana um OF .Þessar breitíngar taka þær gildi á næsta ári ef þær verða samþigtar á aðalfundi  :?:

kveðja þórður
Big Fish race team.
Þórður Tómasson

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Breytingar í GF
« Reply #12 on: March 21, 2007, 10:37:47 »
Nóni skrifar :

"Skoðið þetta nú með opnum hug og takið afstöðu hver fyrir sig, þetta er farið að hljóma eins og kosningabarátta. "Ekki breyta þessum flokk, hann passaði svo vel fyrir bílinn minn sem ég er búinn að vera í mörg ár að smíða"

Ég skil, samkvæmt þínum röksemdafærslum þá er mjög sniðugt að smíða fullbúinn keppnisbíl upp 8 vikum fyrir upphaf keppnistímabils. Ég skrifaði hvergi að ég væri andsnúinn einhverjum breytingum, þær verða þó að byggjast á einhverri skynsemi og rökstuðningi.

Ég tók dæmi um nokkur keppnistæki sem hafa verið brúkuð í keppnum undanfarin ár, vilt þú ekki segja eigendum þeirra hvernig þeir eiga að breyta þeim í snarheitum nokkrum vikum fyrir sumarið.

Nú síðan bendir þú á ákv. mistök varðandi rauða og græna litinn, einhver fleiri mistök sem þú vilt segja okkur frá á þessu stigi.

Ari
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Breytingatillögur við GF flokk
« Reply #13 on: March 21, 2007, 11:38:38 »
ég er sammála þessu með efnisvalið, það á ekki að ráða úrslitum úr hvaða efni nýsmíðin er.

Tildæmis cudan hans Jóns Geirs er alveg pjúra GF bíll og væri asnalegt að
mínu mati að neiða hann í OF.

Og eins númerareglan verður burt að hverfa.
Það samræmist ekki lögum að skilda bíla á númer sem eru enganveginn lögleg.
Eins og þetta er núna gæti löggan mætt á keppni og límt boðun í skoðun
á GF bílana fyrir púst og fleira sem er ólöglegt í almenna umferð.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
GF
« Reply #14 on: March 21, 2007, 12:22:33 »
Sælir félagar. :)

Þetta er inni með  ál gólf :!:

Quote
GÓLF:
Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf… Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var. Öll nýsmíði verður að vera úr áli eða stáli


Ég verð að viðurkenna að ég var búinn að hugsa um þetta með númerplöturnar, og fattaði það þegar ég las reglurnar á netinu að ég hafði gleymt að setja það inn. :oops:

Það er hinns vegar hérna hjá mér í mynnispunktunum :o
Gengur betur næst :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Re: Breytingar í GF
« Reply #15 on: March 21, 2007, 13:15:26 »
Quote from: "69Camaro"
Nóni skrifar :

"Skoðið þetta nú með opnum hug og takið afstöðu hver fyrir sig, þetta er farið að hljóma eins og kosningabarátta. "Ekki breyta þessum flokk, hann passaði svo vel fyrir bílinn minn sem ég er búinn að vera í mörg ár að smíða"

Ég skil, samkvæmt þínum röksemdafærslum þá er mjög sniðugt að smíða fullbúinn keppnisbíl upp 8 vikum fyrir upphaf keppnistímabils. Ég skrifaði hvergi að ég væri andsnúinn einhverjum breytingum, þær verða þó að byggjast á einhverri skynsemi og rökstuðningi.

Ég tók dæmi um nokkur keppnistæki sem hafa verið brúkuð í keppnum undanfarin ár, vilt þú ekki segja eigendum þeirra hvernig þeir eiga að breyta þeim í snarheitum nokkrum vikum fyrir sumarið.

Nú síðan bendir þú á ákv. mistök varðandi rauða og græna litinn, einhver fleiri mistök sem þú vilt segja okkur frá á þessu stigi.

Ari



Það verður gaman að hitta þig í kvöld Ari og fara yfir þetta.


Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Breytingar í GF
« Reply #16 on: March 21, 2007, 13:19:18 »
Sæll Hálfdán

Hljómar strax betur, álið inni. Skil ég þig rétt að númeraplöturnar séu dottnar út líka ? samkvæmt ykkar tillögum ?


Ari
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
.....
« Reply #17 on: March 21, 2007, 13:51:15 »
Sælir félagar. :)

Sæll aftur Ari.

Nei því miður númerplöturnar eru inni í þessum tilllögum :(
Þannig að því verður ekki breytt héðan af.

Það sem ég var að meina var það að ég var búinn að skrifa það hjá mér að leggja til breytingar á þessari grein, og það í fyrra :!:

En einhverra hluta vegna þá sást mér yfir að setja það inn í hugmyndirnar sem eru hér á netinu.
Við verðum bara að bíða þangað til næsta ár og vona að þessu verði breytt þá.

Spurningin bara er, hverjir koma til með að sjá um reglur þá :?:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Breytingatillögur við GF flokk
« Reply #18 on: March 22, 2007, 11:04:12 »
Þeir sem hafa áhuga á að leggja fram tillögur til breytinga skulu bara koma sér saman núna þegar umræðan er í gangi og hamra stálið á meðan það er heitt.

Vinna vinnuna núna svo að það verði hægt að leggja fram vel unnar tillögur að ári, þá er jafnvel hægt að slípa þær til í sumar.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Valiant 69

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
GF flokkur.
« Reply #19 on: March 29, 2007, 22:11:11 »
Er ekki bara verið að henda út gömlu GF bílunum?
Mér sýnist þetta vera b-flokkur í OF.
Þessi flokkur hefur verið fyrir götubíla á feitum hjólum, skoðaða á númerum. Sem ekki þarf að koma með á kerru.
Er verið að breyta, breytinganna vegna?

                            Einn undrandi!!!    kveðja  FG.