Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Breyingatillögur við SE flokk

<< < (15/16) > >>

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Grétar.

Ég verð nú að segja að mér fannst alltaf einkennileg þessi nýja skipting á SE/flokknum (Nýja? 2001-3)
Flokkurinn var búinn að vera góður í meira en tíu ár og flestir þeir sem kepptu í honum voru ánægðir með hann.
Svo var það líka að það var búið að tvinna hann saman við bæði MC og GF/flokka, þannig að auðvelt var að breyta á milli sama hvaða vélarstærð menn voru með.

Í þeim breytingum sem ég legg til á SE/flokki er ég að bæta inn í einu þyngdarmarki, þannig að litlar "small block" vélar eigi möguleika og þurfi ekki að vera að fara í 1450kg.

Þá legg ég líka til að hámarksstærð á mótorum verði  sambærileg við það særsta sem gæti gerst í MC/flokki sem er 460 + 100cid = 560cid.

Ég legg líka til að mönnum verði leyft að létta sín tæki, þar sem þessi flokkur er orðinn með hærri þyngdarmörk en flestir aðrir flokkar.
Þar tek ég til fyrirmyndar "True Street" flokk OSCA http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7110

Þar er þyngd á aflaukalausum (NA) bílum 1315kg. :!:
En mesta þyngd þar er 1520kg á "Big block" með forþjöppu.

Þessar tillögur gera langt í frá þá bíla sem voru að keppa í SE ósamkeppnishæfa, þær auka frekar breyddina sem er í flokknum og minkar það ósamræmi sem er á milli stórra og lítilla mótora.

Síðan er jafnvel ógjörningur fyrir menn með létta bíla að stækka við sig í mótorum þó að það sé ekki nema 416cid, því að þá þurfa þeir að þyngja bílana.
Bíll sem er til dæmis 1350kg og er með 416cid þarf að fara í 1550kg en má bara samkvæmt aðalreglum þyngja (með "lausri" ballest) um 114kg (2x57kg), og þá eru 86kg eftir.
Það er töluvert stór biti ekki satt.

Þetta ætti að gera það að verkum að auðveldara og jafnvel ódýrara væri fyrir menn að keppa í SE/flokki.

Það getur ekki verið gaman að keppa einn í heilt tímabil og segja jafnvel aðspurður að maður sé Íslandsmeistari eftir eina keppni þar sem maður keppti einn.
Það getur ekki verið gaman, þó að ég muni eftir nokkrum atvikum gegnum árin :!:

Já og hvað hafa verið margir keppendur í SE síðustu fjögur ár :?:
Það væri gaman að athuga það :!:

Annars getur þú Grétar lesið flest það sem ég er að skrifa í þessum pósti ef þú lest bara þráðinn :!:

Já ekki má gleyma tilllögunni hans Frikka.
Ég styð hana ekki óbreytta :!:
Ég vil sjá hana öðruvísi útfærða og þannig að hún taki líka yfir öryggisreglurnar og sjái um uppfærslur á þeim :!:
Einnig að aðalfundur kjósi allavega einn fulltrúa í hana.

Hinns vegar verðum við að horfa á þá staðreynd að þegar nýtt akstursíþróttasamband verður stofnað innan ÍSÍ, þá fara þessar reglur þangað og við höfum ekki lengur einir yfirráðarétt yfir reglum á Íslandsmótinu.
Þar inni verða líka fulltrúar frá öðrum félögum sem stunda sama sport  :idea:  8)

baldur:
En af hverju þarf að leyfa 560cid vélar í MC?

Björgvin Ólafsson:

--- Quote from: "baldur" ---En af hverju þarf að leyfa 560cid vélar í MC?
--- End quote ---


Þær eru leyfðar í dag, hinsvegar er ósamræmið það að ef þú ætlar svo "upp í" SE þá er þakið komið niður í 515 cid.

kv
Björgvin

Gretar Franksson.:
Sæll Hálfdán,
Það má etv. taka undir þetta með small-block og þyngd.  Það er þá spurning hvort eigi nokkuð að þrepa þetta svona gróft. Væri þá ekki nær að slípa þetta aðeins til hjá þér og hafa þetta:

399 cid - 1250kg ( þannig er 1250 kg lágmarksþyngd í raun)

Við hvert cid sem er umfram 399 skal þyngja ökutæki um 2.58kg

Þannig er þakið það sama: 515 cid og 1550kg

Dæmi: 427 cid = 1322 kg

Svo er spurning hvort lágmarksþyngdin ætti að hækka í 1300+kg til að vera nær raunveruleikanum.

kv.Gretar Franksson

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Grétar.

Ég verð að benda aftur á "True Street" flokkinn og þess vegna alla þá "götubílaflokka" ("head up racing") sem etu keyrðir.
Þar eru allstaðar notuð föst þyngdarmörk.
Annað er hreinlega of flókið :!:  og of tafsamt þegar komið er skoðun :!:
Já og 1250kg er lágmarksþyngd í mínum tilllögum :!:

Ég tel að 515cid sé of lágt þar sem svokallaðir "crate mótorar" eru margir ef ekki flestir þarna fyrir ofan (tala um BB að sjálfsögðu), og aðrir það þröngt á mörkunum að ekki er hægt að slitútbora í ,010 án þess að fara yfir 515cid mörkin. :!:

Við skulum taka gróft dæmi:

Maður sem er með 440cid Chrysler og strokar hana í 540cid og er að keppa í MC.
Hann langar til að skipta um flokk og fara upp í næsta flokk fyrir ofan sem er SE.
Þá getur hann ekki lengur notað 540cid mótorinn og verður að fara að leggja í mikinn kostnað við að annað hvort kaupa eð smíða mótor að 515cid.

Sama er hægt að segja um Ford 460cid sem hægt er að fara með í 557cid.

Síðan eru vélar sem menn geta keypt tilbúnar ("crate motors"), svo sem: GM 572cid, Ford 514cid (í ,010 er hún 517cid :!: ), Chrysler 528cid.

Ég mæli með að flokkurinn verði gerður breyðari og þessar tilllögur verði samþykktar. :!:
Já og svo verðum við líka að hugsa um öryggið.
Það tekur minni vegalengd að stoppa léttann bíl á 140 mílna hraða en þungann bíl. :!:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version