Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Breyingatillögur við SE flokk

<< < (16/16)

Gretar Franksson.:
Sæll Hálfdán,
Það virðist vera einhverskonar kækur að vera sífellt með einhver hugsanleg dæmi um að einhver geri etv. svona og hinsegin og þess vegna verði að breyta keppnisflokk til að rúma þessar hugrenningar sem hugsanlega geti orðið að veruleika. Bla, bla.......

Reynum að vera raunsæir í þessu og hugsa um þá keppendur sem eru að keppa nú þegar og miða í megin atriðum við þá.

Mér sýnist að það hafi verið gerð mistök í MC-flokk. Að samþykja 560 cid vélar í flokk sem má aðeins vera á radialdekkjum, með 2,5 tommu púst. Þetta er auðvitað ekki í nokkru samræmi.

Sá sem hefur 560cid hlítur að velja einhvern annan flokk sem hentar hans keppnistæki. Þessi stærð á vél ætti heima í GF-flokk eða 2 flokkum ofar en MC að mínu mati.

kv,Gretar Franksson

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Grétar.

Það er nú einu sinni þannig að við verðum að horfa til framtíðar, og það er það sem við erum allavega nokkrir að gera.
Þá verðum við líka að fylgast með hvað er að gerast í kringum okkur þar sem við jú kaupum okkar vélar og bíla frá útlandinu, er það ekki :?:

Það er ekki rétt hjá þér að það séu ekki til bílar eins og þú vilt meina að ég sé að tala um.
Það er til mikið af bílum, menn hafa ekki mætt vegna þess að þeir telja sig ekki eiga möguleika eins og SE flokkur er í dag.

Hvað varðar MC flokk þá er leyfilegt að nota 100cid yfir upprunalega stærð á vél sem fékkst í viðkomandi ökutæki. :!:
Og já í einu tilviki er það 560cid.

Ég ráðlegg þér að kynna þér betur MC reglur, vegna þess að samkvæmt reglum sem samþykktar voru á aðalfundi KK 2004 og eru síðustu reglur í MC/flokki sem birtar voru opinberlega sem samþykktar er dekkja kaflinn eftirfarandi:  
--- Quote ---Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera “DOT” merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28”. Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Ofangreint gildir líka um framdekk.

--- End quote ---
.
Síðan þessar reglur voru samþykktar hafa engar löglegar breytingar á þeim verið gerðar, samkvæmt lögum klúbbsins:

--- Quote ---  7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.
--- End quote ---


100cid reglan er búin að vera í MC/flokki frá stofnun hans og ekki veit ég um marga sem hafa mótmælt henni.

Ég hef reynt að vera raunsær þegar ég hef verið að setja saman reglur og hef fengið mínar hugmyndir frá fjölda manna, eins og til dæmis 100cid reglan kom frá tveimur Hafnfirðingum og annar þeirra heitir Agnar Arnarsson. :!:
Og eins og ég sagði áðan þá er þetta snilldar regla. :!:
Og ég segi það en og aftur MC/ reglurnar eru góðar eins og þær eru :!:

Mér finns þetta vera orðið hálf persónulegt hjá þér Grétar, svo ég vitni nú til þess sem þú skrifaðir:
 
--- Quote ---  Sæll Hálfdán,
Það virðist vera einhverskonar kækur að vera sífellt með einhver hugsanleg dæmi um að einhver geri etv. svona og hinsegin og þess vegna verði að breyta keppnisflokk til að rúma þessar hugrenningar sem hugsanlega geti orðið að veruleika. Bla, bla.......
--- End quote ---


Ég hef rætt við menn á málefnlegum grunni og skoðanaskipti eru góð.
Það hinns vegar að fara í eitthvað persónulegt segir meira um þann sem ritar heldur en þann sem ritað er um. :!:  :!:

Valli Djöfull:
Felld...

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version