Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Breyingatillögur við SE flokk
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Rúdólf.
Ég var að taka sem dæmi :!:
Ég hefði alveg eins getað komið með Chrysler 440cid í 540cid, eða Ford 460cid í 545/557cid.
Það er ekki svo ég viti MC bíll með stærri mótor en 509cid, leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál en var það ekki stærðin hjá Ómari Norðdal :?:
Það er til annar með 514cid sem ég á von á að sjá í sumar.
Þar reyndar má lítið út af bregða ef hann langar að færa sig upp um flokk og eitthvað kæmi fyrir vélina og það þyrfti að bora í ,010.
þá er hann kominn í 517cid, og hvað gera bændur þá :?:
En það breytir því ekki að 100cid strók frá stærstu vél í viðkomandi tegund er leyft í MC/.
Þannig að dæmið sem ég setti hér upp að ofan er alveg gott og gyllt.
Enda var þetta bara dæmi til að sýna fram á misræmið þarna á milli sem gæti virkað sem flöskuháls.
Og athugum það að þetta var bara annað af tveimur dæmum, þannig að flöskuhálsarnir eru tveir :!:
Þakka gott innlegg :!:
ÁmK Racing:
VÁ við hvað eru þið svona hræddir? 8) Mér hefur nú alltaf fundist þessi 415-515 regla vera með því meira dummy sem hefur verið gert í reglubreyttingum.Með því að hafa þetta eins og þetta er að þá er verið að loka á bíla sem annars gæti keyrt þarna og jafnvel unnið.Já auðvitað það er málið þið eruð svona svaka hræddir við að tapa :D .Nei í alvöru hvað er svona slæmt við að rýmka þetta aðeins?Er ekki málið að sem flestir komist í flokkana alveg sama hvaða flokkur það er?Mér finnst þetta nú bara nokkuð fínar breyttinga og mun betra en þetta 415-515 bull. :roll: .þetta er nú bara svo.Kv Árni Kjartans sem er ekki með heimsins stærsta mótor :lol:
65tempest:
Sæll Árni og Hálfdán...
Eina tillagan sem er eitthvað vit í er tillagan frá Frikka (sjá annan póst).. Vonandi að það verði eina tillagan sem verði sammþykkt af öllum þessum tillögum!
Það er það besta sem gæti gerst, svo að hver sem er sé ekki að eyða tíma okkar hinna og peningum í þvaður og bull.. Árni eigum við að fara kaupa 28" dekk fyrir sumarið :lol:
Góðar stundir..
Rúdólf
429Cobra:
Sælir félagar.
Það er búið að keyra SE/flokkinn síðan 1986-7, sem sagt í um eða yfir 20 ár.
Megnið og reyndar meiri partinn af þeim tíma eða allavega 15 ár voru engin þyngdar eða "cid" takmörk í honum.
Og já hann plummaði sig fínt án þeirra.
Síðan er það þróunin sem kemur eðlilega inn í þetta og viss mörk eru sett.
Sumum finnst rétt að hafa mörkin þröng en aðrir vilja hafa sem mest frelsi í þessu og fá sem breiðastan hóp í ekki bara SE/flokk, heldur alla flokkana.
Ég virði það við menn að hafa skoðanir á málum, en að vera að nota orð eins og:
--- Quote ---þvaður og bull
--- End quote ---
er bara til að sína lítilsvirðingu.
Virðum skoðanir annara og setjum fram málefnaleg rök.
ÁmK Racing:
Já Rúdolf það væri auðvitað réttast :smt041 eða að leyfa að menn lagi til hjólskálar svo að allir geti notað 30" dekk.28" er það sem passar undir alla þessa bíla svo að mér finnst réttast að það væri stærðin :roll: .Annars kemur það ekki til það er ekki í þessum tillögum og verður því ekki kosið um það og því geti þið verið rólegir með það.Þú talar hér um í einum póstana að menn sem ekki séu að nota flokkana séu ekki að skipta sér að þeim ég man ekki betur að þú hafir verið í GF síðast þannig að maður spyr sig hver hefur rétt á hverju.Ekki það að ég lagði ekki fram neitt af þessu sem hér er er bara búin að skoða þetta með opnum hug og sé ekkert að þessu þetta lagar flokkin kannski að þeirri þróun sem er í þessu drasli 8) Ykkur fannst þetta voða asnalegt að setja fram 28" dekk það er nú gáfulegra en þetta 415-515 dæmi sem mér hefur fundis vera úti á túni frá því að það var sammþykkt hér um árið. :( Kv Árni Kjartans
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version