Author Topic: Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...  (Read 9594 times)

Offline Kobbi kleina

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Ég setti þennan pistil minn sem svar, í annan þráð hér á spjallinu, en mig langar að koma þessu betur á framfæri svo að ég skutla þessu hingað líka:
    "Mér finnst vera margt sem betur mætti fara á keppnum undanfarið. Fyrr í sumar var keppni þar sem tafir voru mjög miklar og upplýsingastreymi til áhorfenda var ekkert. Enginn vissi eftir hverju var verið að bíða, nema ættingjar keppenda sem gátu farið og spurt þá sjálfa hvað væri um að vera. Aðrir, sem ekki voru í þeim sporum máttu bara bíða...án þess að vita hvers vegna. Og það er ekki skemmtilegt.
    Mér finnst þulur keppnanna ekki vera að standa sig í að koma upplýsingum til áhorfenda, eins og t.a.m. í dæminu sem ég nefndi hér á undan. Einnig þegar keppnistæki voru að koma upp á braut, þá fannst mér vanta upplýsingar um hvað var að gerast. Hverjir voru að koma, um hvað voru þeir að keppa, hvaða umferð var þetta os.frv. Loks, í þau fáu skipti þegar þulur kom einhverjum upplýsingum frá sér, þá var það þegar bílarnir voru komnir upp á braut og byrjaðir að hita upp fyrir rönnið, og ekki nokkur maður heyrði múkk. Það á ekki að vera þannig að aðstandendur keppna geri ráð fyrir að þeir sem eru mættir til að horfa viti allt um alla, séu persónulegir vinir keppenda...þekki allar reglur og viti nákvæmlega hvað sé að gerast. Viljum við ekki fá fleiri áhorfendur? Það verður engin nýliðun meðal áhorfenda sé þetta svona....enginn nennir að koma til að horfa bara og vita ekkert hvað er að gerast. Til að laða að folk verður þetta að breytast.
    Annað langar mig að nefna. Það myndi gera upplifunina af keppninni miklu skemmtilegri fyrir alla áhorfendur ef t.d. væri gefinn, með þúsund króna miðanum, lítill bæklingur með upplýsingum um keppendur og keppnistæki o.fl. Þetta þarf ekki að vera flókið. Samabrotið A4 blað með fyrrnefndum upplýsingum. Auk þess þarf þetta ekki að vera dýrt, tæknin til að framkvæma þetta er til staðar nánast á hverju heimili nú til dags."
Með kveðjum og vonum um bót og betrun...
Jakob Jónsson

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #1 on: July 24, 2006, 00:43:07 »
Þetta er alveg rétt sem þú ert að segja, þulur þarf að vera góður

Og ef þú heldur að þú getir gert betur þá efa ég ekki að það sé laus staða fyrir þig upp í turni.  :wink:

Þetta með bækling eða flyer er fín pæling og ekkert ný pæling heldur, það er bara spurning um að fá einhvern sem hefur tíma til að setja hann saman og prenta, þú tekur það kannski að þér  :wink:


Kv. Agnar
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Kobbi kleina

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #2 on: July 24, 2006, 00:56:27 »
Ég var nú ekki að meina það að ég, eða hver sem er gæti gert betur eða að núverandi þulur ætti að hætta. Heldur bara það að hún mætti gera ögn betur. Og þar sem ég er eiginlega einn af þeim sem ég nefndi í pistlinum, sem er bara hinn almenni áhorfandi og áhugamaður er ég ekki viss um að ég myndi standa mig sem hönnuður og framleiðandi slíkra bæklinga. En ég gæti svo sem skoðað málið, ha  :wink:

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #3 on: July 24, 2006, 01:30:58 »
Heyrðu Jakob, það má auvitað ekki vera þannig að enginn þori að segja neitt um neitt á þess að vera beðinn um að gera það hið sama þá og þegar. En segðu mér eitt, hvers vegna er það að svona margir eru til í að sjá það sem betur má fara og skammast jafnvel út í menn sem eru þó að reyna að gera eitthvað (þú varst reyndar ekkert að skammast, það var annar sem ég lenti í) ? Hvers vegna er það að þegar ég setti þennan póst http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=16382 fram að enginn gaf sig fram til að hjálpa okkur ? Mér sýnist að það séu 150 búnir að skoða póstinn núna. Og hvers vegna er það að þegar ég hringi í menn sem eru búnir að bjóða fram aðstoð sína í vetur sem leið, þá geta þeir aldrei komið þegar maður hringir ?  Hvers vegna hvílir þetta á svona fárra höndum ? Hvers vegna fæ ég ekki að þakka fleirum heldur en þessum örfáu sem voru þó svo almennilegir að hjálpa til við að halda keppnina ?

Í keppninni um daginn gleymdist að redda hljóðkerfi og það skrifast hreinlega á mig, núna hins vegar var búið að kaupa hljóðkerfi en enginn fékkst til að tala í það svo að keppnisstjórinn þurfti að gera það ásamt öllu öðru og finnst mér það ekkert merkilegt þó að hún hafi eitthvað stytt það sem hún þurfti að segja og gert það þegar hún gat.

Þakka þér fyrir ábendingarnar en ég held að þetta hafi verið ljóst og það vanti bara fleiri hendur til að gera þetta allt.
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #4 on: July 24, 2006, 01:33:20 »
Þessu er ég alveg hjartanlega sammála. Einnig mætti koma upplýsingum til bæði nýrra og líka þeirra sem hafa prófað þetta (þó þessir reyndu viti það flestir vel) um nákvæmlega hvernig rennslið á að vera þarna á svæðinu. Ég tók eftir því á æfingu á föstudagskvöldið þegar ég var í burninu (stilla keppendum upp til að hita og hreinsa dekkin) að margir voru hikandi hvort þeir ætluðu að spóla eða ekki, einnig þar sem ég hafði aldrei verið í þessu áður þá þekkti ég ekkert hverjir ætluðu að hita og hverjir ekki. Mjög margir áhorfendur vita ekkert hvernig þetta virkar, vita ekkert hvernig ljósin virka og fleira. Þegar ég fór að fara uppá braut þá þurfti ég að horfa mikið og lengi og spá og spekulera sjálfur hvernig þetta tré virkar. Það vantar væri mjög sniðugt, og nánast nauðsynlegt fyrir þá sem eru að koma og prófa í fyrsta skipti að vera með smá leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að bera sig að, gera upp við sig hvort þeir eigi að týma dekkjunum í spól, hvernig stage ljósin virka og hvað það er langt á milli gulu ljósana og hvenær er best að taka af stað. Ég gæti alveg eins tekið það að mér að henda upp einhverjum svona miða fyrir nýja keppendur, þó ég verði að fá einhvern annan til að yfirfara það því þó ég hafi mikið verið uppá braut undanfarið þá veit ég lítið um stöðvarnar útá braut, hver staðsetningin á þeim er og þessháttar.

Meira upplýsingaflæði! :)
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline Kobbi kleina

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #5 on: July 24, 2006, 01:56:07 »
Ég er bara að tala sem algerlega utanaðkomandi áhugamaður, sem þekkir innviði klúbbsins ekki neitt. Er ekki meðlimur í kvartmíluklúbbnum og hef bara gaman af að skreppa á keppni einstaka sinnum. Vissi ekki af því að þið glímduð við slíka manneklu og sökum hennar er gagnrýni mín kannski ósanngjörn að einhverju leyti.  En það breytir því ekki að þessir hlutir þyrftu að lagast.

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #6 on: July 24, 2006, 02:38:54 »
Læsa Val Vífillis upp í turni þá eru allir í góðum málum  :wink:
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline Kobbi kleina

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #7 on: July 24, 2006, 02:47:21 »
haha...góður! ;) Málið er leyst

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #8 on: July 24, 2006, 11:11:12 »
Sælir.

Ég er sammála þessu sem fer hér á undan. Svona manneklu þarf að kljást við í mjög mörgum félagasamtökum í dag, og er það í mörgum tilfellum brennandi áhuga fárra einstaklinga sem samtökin ganga. Getur kannski hjálpað að deila stórum verkefnum niður í smærri mola, og gera verkefnalýsingar. Það gæti síðan hjálpað nýjum aðilum að taka verkefni að sér þegar verkefnin eru svona pinsluð út. Það er ábyggilega þannig að þetta eru nánast sömu verkefni sem þarf að gera í hverri einustu keppni.

Mér fannst annað svolítið undarlegt á keppninni um helgina. Sumir sem voru að vinna á keppninni voru í vestum, s.s. ræsir og brautarstjóri. FÍNT mál! Svoleiðis á þetta að vera. En það voru líka einhverjir sem virtust bara vera að vappa þarna fyrir innan hlið, ómerktir. Allir í vestum sem eru að vinna á brautinni! Fannst líka dálítið einkennilegt þegar aðstoðarmenn keppenda voru farnir að stjórna uppröðun keppenda.... :shock: Ég veit ekki...þetta er kannski bara venjan .... eða bara ég :oops:

Takk fyrir show-ið allavega.
Kristján
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #9 on: July 24, 2006, 11:56:04 »
Quote from: "nonni vett"
Læsa Val Vífillis upp í turni þá eru allir í góðum málum  :wink:



vorum við ekki að tala um sniff
Subaru Impreza GF8 '98

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #10 on: July 24, 2006, 12:02:49 »
ef snifff væri læstur þarna uppi þá gætu þið alveg eins farið heim og loka kvarmílubrautinni enda væri ekki sniðugt að opna turninn á ný enda gæti snifff sloppið út :lol: , byggt aðra stjórnstöð væri sniðugt þá og endurtengja alla vírana.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #11 on: July 24, 2006, 12:48:43 »
Quote from: "Kristján Pétur"
Sælir.

Ég er sammála þessu sem fer hér á undan. Svona manneklu þarf að kljást við í mjög mörgum félagasamtökum í dag, og er það í mörgum tilfellum brennandi áhuga fárra einstaklinga sem samtökin ganga. Getur kannski hjálpað að deila stórum verkefnum niður í smærri mola, og gera verkefnalýsingar. Það gæti síðan hjálpað nýjum aðilum að taka verkefni að sér þegar verkefnin eru svona pinsluð út. Það er ábyggilega þannig að þetta eru nánast sömu verkefni sem þarf að gera í hverri einustu keppni.

Mér fannst annað svolítið undarlegt á keppninni um helgina. Sumir sem voru að vinna á keppninni voru í vestum, s.s. ræsir og brautarstjóri. FÍNT mál! Svoleiðis á þetta að vera. En það voru líka einhverjir sem virtust bara vera að vappa þarna fyrir innan hlið, ómerktir. Allir í vestum sem eru að vinna á brautinni! Fannst líka dálítið einkennilegt þegar aðstoðarmenn keppenda voru farnir að stjórna uppröðun keppenda.... :shock: Ég veit ekki...þetta er kannski bara venjan .... eða bara ég :oops:

Takk fyrir show-ið allavega.
Kristján


Hvenær gerðist það...ég tók ekki eftir því?
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline Sara

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
    • http://www.hi5.com/i?l=M6T0ONG
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #12 on: July 24, 2006, 17:24:49 »
Ég get nú ekki orða bundist, en hvað er málið! Ég var sjálf uppá braut og mér fannst þetta ganga mjög vel allt saman og engin meiriháttar vandamál. Það hafa hinsvegar komið keppnir sem hafa gengið hægt og jafnvel illa, en það var ekki um það að ræða þarna. Aðstoðarmenn keppenda hafa nákvæmlega ekkert með uppröðun að gera það er keppnisstjóri sem sinnir því og enginn annar. Við höfum verið of fáliðuð í sumar og ef einhver vill röfla yfir því er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að mæta sem starfsmaður uppá braut á næstu æfingu og gefa sig fram við einhvern úr stjórninni!
Ég tek ofan fyrir þeim sem alltaf koma og hjálpa til og vinna með okkur til að halda klúbbnum gangandi!
Húrra allir sem hjálpa.
Úúúúú á alla heimasófarassaröflaranasemgeraaldreineittnemafáborgaðfyrirþað!
Sara M. Björnsdóttir #999

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #13 on: July 24, 2006, 18:40:39 »
Úss....
Sara, ekki taka þetta persónulega. Ég er bara að koma með mín komment á keppnina, og er ekki að svína NEINN til. Ég var bara áhorfandi og langaði bara að segja það sem mér fannst um keppnina(sem er greinilega ekki vel tekið... :oops: )
Það var einhver félagi við "burnout" svæðið sem var ekki í vesti en var greinilega að vinna við keppnina.
Svo minnir mig að i OF flokknum hafi verið eitthvað óljóst hvað á hvaða braut hvor keppandi átti að vera, þegar aðstoðarmenn fóru að benda hægri-vinstri og reyna að leysa úr flækjunni. Hefði viljað sjá BRAUTARSTJÓRA leysa úr svona  :wink:
Inn með góða loftið....út með vonda loftið :lol:
Friður sé með yður,
Kristján
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #14 on: July 24, 2006, 18:45:30 »
Hva hefur þú aldrei sett í rangt gat fyrir slysni maður  :wink:

Auðvitað getur það komið fyrir að keppandi ruglast á braut, en það hefur ekkert með stjórnunina að gera !

Þessi ábending á það að einhver hafi verið inn á svæðinu án þess að vera í vesti er bara vel þegin og verður þess gætt í framtíðinni að enginn starfsmaður sé án vestis.

Ef þið viljið umbætur, þá komið þið auðvitað og leggjið okkur lið, einfallt mál
Agnar Áskelsson
6969468

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #15 on: July 24, 2006, 18:50:20 »
Ég get einungis verið á æfingum, því laugardagarnir hjá mér eru bundir í annað eins og stendur. Ég er að koma mér inní þetta hægt og rólega :)
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #16 on: July 24, 2006, 19:11:41 »
Sæll Agnar.
Því miður er það eina sem ég get gert eins og staðan er í dag, er að koma með ómerkilegar og leiðinlegar ábendingar. Vill gjarnan hjálpa til en það er erfitt þar sem ég bý erlendis.
Kv. Kristján
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline Kobbi kleina

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #17 on: July 24, 2006, 19:51:16 »
Ég var nú að vonast til að fá aðeins málefnalegri svör en virðuleg Sara gaf þarna áðan....einkar barnalegt svar fannst mér, en "hressandi" nýyrði þarna í restina. Ég er bara að tala sem hinn almenni áhugamaður um kvartmílu. Ég hef ekki áhuga á að vinna við keppnina, heldur hef ég áhuga á að borga mig inn og njóta þess að vera áhorfandi. Það verða jú einhverjir að vera í þeim sporum ekki satt? Eða hvað?
    Og sem hinn almenni, borgandi áhorfandi vil ég fá að vita meira um hvað er að gerast hverju sinni? Ég er ekkert með allar reglur og allt á 100% hreinu, því vil ég fá að vita hvað er að gerast hverju sinni. Eina sem maður fær eins og staðan er í dag, er að sjá tvo bíla koma á brautina...brúmm....svaka viðbragð og þeir eru farnir og vinstri braut vann. Og hvað þýðir það?  Hvað gerist svo næst? Hvernig er staðan?

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #18 on: July 24, 2006, 20:08:36 »
Við erum að gera eins vel og við getum miðað við mannafla, auðvitað myndum við vilja hafa betra upplýsingaflæði til áhorfenda. Það bara hefur hingað til ekki verið hægt, að undanskyldum tveimur síðustu föstudagsæfingum þar sem afbragðskynnir hefur farið höndum um míkafóninn. En eins og fram hefur komið þá er mikil mannekkla hjá okkur, hvort sem þið áhorfendur og aðrir takið það sem gilda afsökun eður ey. Ég skal alveg sverja fyrir það að við erum að gera eins vel og við mögulega getum miðað við starfskrafta.
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline Kobbi kleina

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Nokkuð sem mér finnst að betur mætti fara á keppnum...
« Reply #19 on: July 24, 2006, 20:15:09 »
Já ekkert mál elsku kallinn minn...ég skil þetta mætavel. Gerði mér ekki grein fyrir þessu í fyrstu, að það væri svona mikill skortur á fólki. Það útskýrir náttúrulega hvers vegna málum er háttað eins og ég hef tíundað hér undanfarið