Já það er ekki gaman að þessu! Ég fór á torfæruna með fjölskylduna og þar borguðum við okkur inn 3000-kr og enginn afsláttur veittur fyrir KK,en sagt að við fengjum afslátt á sunnudeginum á sandspyrninni. Nú við fjölskyldan ætluðum að tjalda en það var bara einfaldlega ekki það gott veður að það væri hægt, svo að við fengum leigt hús hjá Árhúsum því mín átti að mæta í uppsetningu á mælitækjum og ljósunum okkar fyrir flugbjörgunarsveitina kl 9 á sunnudagsmorgunn, nú um klukkan 20.30 á laugardagskvöldinu lá það ljóst fyrir að ekki yrði nein keppni af því að hefillinn hefði ekki mætt, og það tæki alla nóttina að gera brautina. Ég fékk sem betur fer endurgreitt húsið sem við höfðum fengið, en heildarmálið er það að ég hefði ekkert farið á Hellu in the first place ef ég hefði vitað að það yrði ekki sandur!
Mín persónulega skoðun er sú að það hafi aldrei átt að halda þessa keppni af þeirra hálfu, allavega hefði ég getað reddað hefli ef það er málið!
Djö..... hvað ég er súr yfir þessu!
PS. Allt sem KK átti að gera og koma með var til taks svo að ekki er við klúbbinn að sakast, enda enginn að því
