Kvartmílan > Almennt Spjall
LÍA
Gulag:
Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta viðtal við hann Ólaf í gær alveg í meira lagi undarlegt, ég hef nú haft þokkalegt álit á manninum en það minnkaði ansi mikið þarna því miður.
Þegar umræðan fer á þetta stig eins og þarna í þættinum, "I know who you are" dæmi, þá er varla hægt að búast við uppbyggilegum úrræðum, og að koma svo með þær fullyrðingar að engir úr röðum LíA væru að þessu er alveg fáranleg fullyrðing, ég tel mig geta fullyrt að 99% af virkum félagsmönnum LÍA og annara akstursklúbba hérlendis hafi einhverntíman á lífsleiðinni fengið hraðasekt, og er Ólafur þar ekki undanskilinn,, eins fannst mér ósmekklegt að draga banaslysið á Sæbrautinni inn í þessa umræðu,
Nóni:
--- Quote from: "Gizmo" ---Miðað við fyrri afrek Sturlaðs þá megum við þakka fyrir að æfingarbrautin verði ekki í Héðinsfirði.
--- End quote ---
Satt.......bara satt.
Kv. Nóni
Kristján F:
--- Quote from: "firebird400" ---Glæsilegt Stjáni 8)
Og hvernig verður það, fáum við að sjá ykkur félaga í kastljósi í kvöld eða......
:D
--- End quote ---
Ekki í kvöld en við áttum fund í dag með Eyrúnu úr Kastljósinu og það verður tekið upp efni á morgun í sambandi við þetta mál allt saman.
dart75:
hvaða djöfulsins vitleysa er í þessu f4555á4334v5656i5656t56a!!!!!um að það eigi að vera takmörk um hvað ungir ökumenn meigi ekki fá afl mikla bíla hvaða djöfulsins rugl þessi maður er gerynilega ekki talsmaður kk
vona bara að það verði ekkert gert í þessu kv:gaui
dodge dart 75 360
440sixpack:
Þarna er ég sammála Óla, um að það ætti að þrepaskipta bílprófinu fyrir byrjendur. Auðvitað er einn og einn sem getur höndlað þessa kraftmeiri bíla, en reynslan kennir okkur að þetta er skref í rétta átt.
Síðan væri hugsanlegt að hafa einhvers konar hæfnispróf sem menn gætu farið í ef þeir vilja öðlast réttindi fyrir kraftmeiri bíla. Æfingin skapar meistarann.
PS. Örugglega meira en 50% af þessum Imprezum Turbo hafa lent í tjóni.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version