Kvartmílan > Almennt Spjall

LÍA

<< < (4/7) > >>

Harry þór:
Hæ aftur, það þarf að koma því á framfæri við alla sem málið varðar að KK og Hafnarfjarðarbær eru að skipuleggja svæði fyrir akstursíþróttir og ég sé það alveg fyrir mér að þessi æfingabraut sem Sturla lofaði í dag væri betur sett þar enn uppá Akranesi.

það sér það hver maður að það er ekkert vit í því að dreifa þessu út um allt land.

Harry

Gizmo:
Miðað við fyrri afrek Sturlaðs þá megum við þakka fyrir að æfingarbrautin verði ekki í Héðinsfirði.

firebird400:
Glæsilegt Stjáni  8)

Og hvernig verður það, fáum við að sjá ykkur félaga í kastljósi í kvöld eða......

 :D

Dodge:
er ekki bara best að byrja á byrjuninni, sameina kk, ba og kka í því að mótmæla stofnun LÍA sem sérsambands um akstursíþróttir inna ÍSÍ og fara að svæfa þetta batterí í eitt skifti fyrir öll.

Birkir F:
Sælir !

Þó ég skrifi nú ekki oft hér á netið og annarsstaðar fylgist ég vel með hvað er að gerast á þessum bílasíðum.  Ég hef aldrei séð þráð þar sem menn eru að taka sig saman um að hittast til þess að spyrna einhverstaðar inní bæ.  Svona maður sem kemur í sjónvarpið getur ekki leyft sér að halda því fram að þetta tíðkist á einhverjum spjallsvæðum, nema að hann hafi sönnun fyrir því, þetta eru sleggjudómar.

Nú er tækifæri fyrir stjórnina að segja frá því hvaða störf hún hefur verið að vinna og hvað er á stefnuskránni.  
Það er svo mín skoðun að Akranes er ekki heppilegur kostur fyrir svona svæði.  Það er mikið nær að hafa þetta sem næst fjöldanum þ.e á stórreykjavíkursvæðinu.  En þetta er klárlega einhver hreppapólitík þannig að það þýðir örugglega ekki að koma með nein rök sem myndu færa þessa braut nær.

Kv Birkir

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version