Ég er með 3 bíla 383 transinn sem ég er búinn að eiga í tæp fimm ár, ég brúka hann stundum, en hann er ekkert sérlega vingjarnlegur að nota á hverjum degi, svo er það Vegan en hún er að bíða eftir að ég safna kjark í að fitta corvettufjöðrunina undir hana, 13 tommu frambremsur og chromemoly front clip og búr, 17 9,5 að framan og 17 11 að aftan 2100 pund er planið. Er búinn að vera að kaupa parta síðustu mánuðina.
Svo er það þessi 27 ford t roadster, all steel boddí, smíðaður hérna í washington í byrjun 1960, búið er að grafa upp félagann sem græjaði þetta til á sínum tíma og mikil saga er á bakvið bílinn, mótorinn er 51 331 cid cadillac og 3 gírar í gólfi, þetta er nú hálfgert skrípatól en gaman af þessu rugli.
Kv Jonni