Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Einar K. Möller on April 10, 2006, 23:50:41

Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 10, 2006, 23:50:41
'70 Oldsmobile Cutlass

(http://www.gothika.is/Olds.jpg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on April 11, 2006, 00:01:03
8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on April 11, 2006, 00:06:24
Einar, varst þú að fá þér þennan eða ?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 11, 2006, 00:08:14
Sv er víst  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on April 11, 2006, 00:50:35
Fk magnað tæki  :D  verður gaman að sjá hann með nöktum augum  :lol:
Til lukku með gripinn kall :wink:

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
Title:
Post by: hillbilly on April 11, 2006, 01:30:33
magnað tæki hjá þér gett ekki beðið eftir að mæta honum i sumar  :D  
til hafminnju með þetta
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JHP on April 11, 2006, 01:38:47
Þú getur þá kannski mætt loksins fyrst að þú ert kominn í rétta tegund  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ingo big on April 11, 2006, 01:40:15
Þessi bíll er bara æði það hlakkar í manni að fá að keyra þetta tæki þó það verði bara 1/8 :twisted:

Glæsilegasti bíll í alla staði


"I love it"
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 11, 2006, 11:06:26
Það verður hörku gaman að fá bílinn hingað heim :D

Kominn tími til að fá að leika líka  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on April 11, 2006, 11:44:05
Einar áttu fleiri myndir af dýrinu ?  8)

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: einarak on April 11, 2006, 12:00:33
specs takk? leindarmál eru leiðinleg  :twisted:

til hamingju, flottur!
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 11, 2006, 12:11:08
Specs... já ok

Vél: 496cid BBC 14:1 Compr., Raised Runner Rectangular Port BowTie Sportsman álhedd, Tunnel Ram (portmatched)  /m 2x 1150 Dominator, NOS Pro Shot Fogger, Full Roller Valvetrain (700+ lift ás), Complete MSD kveikjukerfi. 2.5" Bassett Racing Custom Flækjur. Blokkin er med complete ARP Stud Kit.

Skipting: G-Race Technologies 1.82 Powerglide með Pro Tree Brake, Bruno 8" 5500 Stall Converter, Dedenbear Air Shifter

Grindin: Chassis Engineering Comp. Eliminator Kit (Cert. 7.50), 9" Hásing með Richmond 4.44 hlutfalli (REMED worked), Summers Brothers 40 Rillu öxlum og Spool, 32x16 slikkar, Ladder Bars, Chassis Engineering Coil Overs allann hringinn, Wilwood Diskabremsur allann hringinn (plús tuskubremsa). Smíðaður af Gale "Guru" Harlow og James Simmons.

Bíllinn vigtaði 1136kg án ökumanns (spurning hvað hann vigtar með Glide-inum o.sv.frv.). Fór best 9.15 á mótor, 8.5's á smá NOS en var þá með Clutch TH-400 og eitthvað aðeins öðruvísi uppsett vélin, en þessi uppsetning hefur aðeins farið 8x 1/8 (5.65 @ 124mph) ferðir síðan hún var tekin upp.

EKM
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 11, 2006, 12:17:34
3 stk. myndir í viðbót.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on April 11, 2006, 12:19:47
Keyptirðu trailerinn með?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 11, 2006, 12:22:29
Það stóð til að taka trailerinn líka (á djók verði) en flutningurinn varð svo HIMINHÁR að ég lét það eiga sig að sinni.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ingo big on April 11, 2006, 18:22:45
Býður einhver í að búa til vagn fyrir okkur ?

Ef að við flytjum þennan ekki með
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on April 11, 2006, 23:27:42
Kosta þeir ekki 680 þ. hjá víkurvögnum, gerðu það allavegana seinast þegar ég gáði, galvaneseraðir og alles.

Annars erum við með einn svona amerískann til sölu hérna í kef.
Þarf að breyta rafmagnsbremsum á honum fyrir skoðun
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on April 12, 2006, 00:18:26
Quote from: "ingo big"
Býður einhver í að búa til vagn fyrir okkur ?

Ef að við flytjum þennan ekki með

Átt þú bílinn með Einari?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 12, 2006, 11:02:23
Ég á bílinn, en Ingó ætlar að burra á 1/8 (Fylleríssáttmáli... don't ask) og verður með mér í þessu full time eins og hann getur.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on April 12, 2006, 23:27:04
Quote from: "Einar K. Möller"
Ég á bílinn, en Ingó ætlar að burra á 1/8 (Fylleríssáttmáli... don't ask) og verður með mér í þessu full time eins og hann getur.


Einar, ég býð í glas  :wink:

Skál :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ingo big on April 12, 2006, 23:41:13
heh það verður erfitt að fylla þennan mann, hann drekkur vín eins og vatn  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Davíð S. Ólafsson on April 13, 2006, 02:57:54
Hæ Ingó B

Er þá ekki málið að klára bílprófið fyrst ? :lol:


Kveðja ökukennarinn þinn  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on April 13, 2006, 09:56:53
hann ingó ætlaði að bíða með að klára þar til þú myndir fá þér imprezu turbó sem ökukennslubíl , skyggn er ingó ;)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Davíð S. Ólafsson on April 13, 2006, 10:02:41
Þetta er rétta hugarfarið  :lol:  Þá  þarf ég að taka framsætið bílstjóramegin úr bílnum og láta drenginn sitja í aftursætinu svo að hann komist fyrir.
Hélt að hann væri hættur við að klára þetta  :shock:

Davíð
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: maggifinn on April 13, 2006, 10:52:01
er ekki topplúga á impressuni?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ingo big on April 13, 2006, 16:40:06
:lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:

Úff davíð eldri ég verð í samabandi eftir helgina og davíð yngri strax í dag   8)

Hvað Topp lúgur og aftur sæti varðar þá get ég öruglega keyrt það þótt þröngt sé


Kv

Ingó sem kemur galvaskur inn í sumar  :P  :twisted:  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Dodge on April 14, 2006, 15:16:26
hvernig stendur á því að það er svona dýrt að flytja kerruna,,
ég hefði haldið að hún sómaði sér bara vel undir bílnum á leiðinni..
einfaldar málið fyrir alla aðila :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on April 15, 2006, 00:49:30
ætli hún passi nokkuð inn í hefðbundinn gám ? án þess að ég viti það,

en það er allavegana ein svona til sölu hérna suðurfrá ef menn vilja
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 15, 2006, 19:02:27
Vagninn er 2004 Carson California, 22 feta langur, 8 fet 6 tommur breiddin og hæð með bílnum á er 6 fet. Hann vigtar 1200 kg.

Aggi, endilega sendu mér PM með verðinu á vagninum þarna suðurfrá.

EKM

P.S

Hörku pöntun með FULLT af fallegu glundri í bílinn fór af stað fyrir helgina  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ingo big on April 15, 2006, 22:36:49
Quote from: "Einar K. Möller"

P.S

Hörku pöntun með FULLT af fallegu glundri í bílinn fór af stað fyrir helgina  :wink:


húhaaa :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 01, 2006, 12:34:53
2 stk. myndir í viðbót

(http://www.gothika.is/Olds3.jpg)

(http://www.gothika.is/Olds2.jpg)

Bíllinn fer í skip í vikunni !
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 01, 2006, 12:43:42
Svo kom dót....

(http://www.gothika.is/Image007.jpeg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Aequitas on May 01, 2006, 15:29:20
flottur bíll, kannski að maður fái að sitja í með þér  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 04, 2006, 18:35:21
og svo kom meira dót....

(http://www.gothika.is/Image009.jpeg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ingo big on May 09, 2006, 09:36:53
er eithvað meira komið  :?:  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 09, 2006, 10:19:39
í morgun kom:

(http://www.gothika.is/Image008.jpeg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on May 09, 2006, 10:33:26
Nei. Bara sjóð heitt úr kassanum  :D

Gaman að sjá þetta  :wink:

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 11, 2006, 18:47:57
Spes fyrir þig Dóri minn...

Þetta kom með sætu FedEx stelpunni sem kemur alltaf niðrí vinnu til mín  8)

(http://www.gothika.is/Image005.jpeg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Ingvar Gissurar on May 11, 2006, 19:08:19
Maður er farinn að halda að þú hafir látið rífa græjuna í tætlur og sért að láta senda þér hana í bögglapósti :roll:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 11, 2006, 19:14:13
Hahaha... já... en það er nú ástæða fyrir þessu öllu...

Húddið og skottlokið t.d fest á með 4 pinnum.. ég kaus að setja Dzus festingar

Skiptirinn í bílnum var 3-spd... ég vildi góðann 2-spd, keypti loftskipti og bracket við hann og MSD RPM Activation Switch

Hann var með Turbo Clutch 400 þannig að mig vantaði flexplötuna

Ventlalokin eru nú bara bölvað show-off....

svo er þarna uppgerðarsett í blöndungana og nýr safety switch og remote battery terminal

hlutfallið í hásingunni var fyrir 1/8

svo var verslað simpson safety net og frambretta cover til að rispa ekki lakkið

 :D

P.S

Þessu er samt ekki lokið... hehe
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Lindemann on May 12, 2006, 02:19:01
hefðiru ekki bara getað keypt strípaða grind? þá þyrftiru ekki að rífa neitt í sundur, bara raða utaná  :lol:

örugglega miklu auðveldara............

En svona án gríns, þá er gaman að sjá þegar menn eru að gera e-ð alvöru.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on May 12, 2006, 12:03:19
einar getur keypt fullt af hlutum þó erfiðara fyrir hann að finna tíma til að raða því á :)

svo eflaust er betra að selja gömlu varahluti til íslendinga frekar en að leyfa þeim að finna þetta úti.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 12, 2006, 12:27:26
Það er nægur tími til að raða þessu á.. láttu nú ekki svona  :wink:

Nú verður það líka gert, ekki eins og með Mustanginn forðum daga.. raða á, rífa af, selja, kaupa nýtt, setja á, taka af, selja, gefast upp, fara í fýlu, kaupa nýtt, verða glaður, setja á, passar ekki, fara í fýlu....

Allt til staðar sem þarf að vera til staðar núna (já, líka tími til að setja þetta á).
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Ingvar Gissurar on May 12, 2006, 14:13:22
Quote from: "Einar K. Möller"
(já, líka tími til að setja þetta á).


Fylgdi hann með í pakkanum?? :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 12, 2006, 14:15:19
Keypti smá af tímamismuninum milli USA og Íslands í leiðinni.. virkar fínt  :roll:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on May 12, 2006, 18:45:40
hehe ég meinti nú að karlinn er merkilegur maður þó meira meint í að gera fólkið flottara með veraldlegum hlutum , svo þarf að finna vitleysinga  til að rúnta með karlinn í skúrinn og svona :P

p.s. einar.. hringdu í mig þegar skiptirinn er lentur og kominn í þínar hendur.. það er vont að vera með lausan pinna til að skipta á milli gíra þó fínt vopn ef maður pælir í því (tjaldhæll eða eitthvað sem notaður er til að færa milli gíra)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 28, 2006, 17:33:06
FINALLY !

Einar K Moller  

Joe Douglas - Menifee, CA

1970 Oldsmobile Cutlass

S606PS 804

05/26/06 Picked up and on the way to Eimskip dock

Ekki leiðinlegt að fá svona email  :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on May 28, 2006, 23:08:21
Maggnað  :D  Bara allt að gerast  :D  :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 04, 2006, 15:59:12
Spes fyrir þig Dóri minn

Pro Shot Fogger

(http://www.kvartmila.is/Image005.jpg)

Powerglide

(http://www.kvartmila.is/Image009.jpg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on June 04, 2006, 17:36:51
Mér vöknar um augun   :oops: :wink:  :D
Þakka þér vinur  :D

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on July 17, 2006, 20:02:02
Jæja, loksins komin hreyfing á þetta....

Öll skjöl komin og bíllinn í tollafgreiðslu úr landi (USA það er að segja)

 :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on July 17, 2006, 21:16:00
Glæsilegt... Til hamingju vinur  8)

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Marteinn on July 18, 2006, 01:07:18
bara gott mál, hlakka til að sjá hann uppá braut  :)
Title: smá show-off
Post by: Einar K. Möller on July 24, 2006, 20:43:31
(http://www.gothika.is/Image004.jpg)

 :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on July 25, 2006, 00:50:05
Mont Einar mont. Hehehehe, nei þetta er veruleg cool lok  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 01, 2006, 20:36:31
Loksins eftir alla biðina fékk ég þetta:

Hi,
 
your vehicle was customs cleared, and has been loaded on the vessel, Skogafoss 608, ETD 8-4 ETA 8-16.
 
Thanks and Regards
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on August 01, 2006, 20:54:06
Geggjað  :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Valli Djöfull on August 01, 2006, 21:10:19
16. Ágúst já... Það er keppni 23. ágúst  :wink:  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on August 01, 2006, 22:55:01
svo er spurning hvort hann lendir ekki í sama vanda hér heima og gerist úti.. ætla nú ekkert að fara neitt djúpt útí hvert málið var en það tengist því hvort bílinn er með skráningu sem bíl eða keppnisgræja.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Marteinn on August 02, 2006, 20:34:23
Gott mál

vonum það besta 8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 02, 2006, 22:03:21
Ég hef fulla trú á þessu að þetta verði ekkert vesen ogætla að halda í það.
Title: hvernig fór?
Post by: Ravenwing on August 11, 2006, 00:19:32
jæja Einar hvernig fór með gripinn?
gekk allt smooth í gegnum tollinn?

hvenar fær maður svo að sjá græjuna?

kveðja
 Dóri "CrazyGuy"
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 11, 2006, 12:10:35
Gekk allt smooth og hann er væntanlegur eftir ca. viku.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Dodge on August 11, 2006, 12:41:43
nærðu keppni í ár..

kemuru kannski norður á sand 2. sept.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 11, 2006, 17:32:12
Ég á ekki von á því að ná keppni, kannski nokkur test rönn... það stendur ekki til að nota þennan bíl í sandinn, allaveganna ekki enn sem komið er.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 14, 2006, 08:48:24
Skógarfoss lennti seinnipartinn í gær og Oldsinn með  :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Björgvin Ólafsson on August 14, 2006, 11:01:18
Quote from: "Einar K. Möller"
Skógarfoss lennti seinnipartinn í gær og Oldsinn með  :D


Til hamingju með það!

kv
Björgvin
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Anton Ólafsson on August 14, 2006, 11:30:33
Til hamingju
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ÁmK Racing on August 14, 2006, 12:18:51
Til lukku með tækið :D Gangi þér vel.Kv Árni Kjartans
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: villijonss on August 14, 2006, 16:10:09
til hamingju með vagninn . góða ferð
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on August 14, 2006, 18:57:46
Til hamingju Einar. Löng bið loks á enda  :D

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Marteinn on August 15, 2006, 00:58:55
bara snilld!!!11 8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 16, 2006, 19:26:36
Jæja, smá tíðindi.

Búinn að fara og skoða gripinn, töluvert betra enég átti von á þótt boddíið sé ansi dapurt (en það gildir svo einu)

Planið er svo jafnvel að reyna að ná síðustu keppni eða allaveganna einhverjum degi sem opið verður uppá braut svona rétt til að testa gripinn áður en hann fer í yfirhalningu fyrir næsta sumar.

EKM
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on August 16, 2006, 23:40:12
Magnað, þú lætur vita þannig að maður geti komið uppá braut og litið gripinn augum  :D

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Dodge on August 30, 2006, 12:33:20
er djásnið komið í hús..

á ekki að sýna okkur fleiri myndir.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 30, 2006, 12:35:00
Ekki kominn í hús nei, það er verið að útvega húsið :)

Það koma myndir um leið.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: RagnarH. on September 01, 2006, 17:37:01
á ekki að mæta á sandinn á morgunn ? :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 01, 2006, 17:46:17
Þessi bíll fer ekki sandinn. EVER.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Dodge on September 02, 2006, 08:41:34
hvaða vesældómur er það :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on September 11, 2006, 19:55:54
eru til myndir af honum á Islandi :?:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 11, 2006, 20:08:13
Ekki hef ég tekið neinar enda var ég ekki vopnaður myndavél.. en ég get svo sem skotist niðrí port og smellt af eða beðið Tedda um að gera það ef getur séð sér fært.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Moli on September 11, 2006, 21:37:07
sæll Einar, ég á myndir af honum teknar úr portinu. Viltu að ég setji þær inn?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 11, 2006, 21:41:11
Endilega settu þær inn og sendu mér þær í leiðinni á einar@kvartmila.is
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Moli on September 11, 2006, 23:21:40
Myndir
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 11, 2006, 23:41:02
Trúiru þessu núna Stjáni.. hehe  :wink:

Skelfing að sjá þetta standa þarna.. þarf að fara að skvera húsnæði og fara að VINNA í þessu.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Björgvin Ólafsson on September 12, 2006, 09:16:14
Quote from: "Moli"
sæll Einar, ég á myndir af honum teknar úr portinu. Viltu að ég setji þær inn?


Hvaða gullmoli er þetta við hliðina á honum?

kv
Björgvin
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on September 12, 2006, 10:19:57
þegar ég sé þig undir styri uppá braut :wink:  ps hann er frábær það er banað að mála hann :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: stigurh on September 12, 2006, 12:27:22
Hvaða helv... rugl er það að fara ekki í sand. Eru það einhverjar æskuminningar sem eru að plaga þig fullorðin mannin ?


Þú bara mætir á næsta sand og saltar þetta.
Þetta er svona vetrartal, salt og sandur. :-)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 12, 2006, 12:33:23
Stjáni... þú sérð mig undir stýri.. næsta sumar.. lofa.. færð kannski að prófa líka ef þú hagar þér ;)

Stígur... æji... leyfum því að ráðast bara..svona fyrst þú lætur svona :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Nóni on September 12, 2006, 12:49:01
Quote from: "Einar K. Möller"
Þessi bíll fer ekki sandinn. EVER.



Af myndunum að dæma þá sýnist mér þetta einmitt vera tækið í sandinn  :D

Helvíti vígalegur engu að síður.

Kv. Nóni
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 12, 2006, 12:51:11
Syndsamlega tussulegur en ég vissi það þegar ég keypti hann... þetta verður allt tekið í gegn í vetur...
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Ingvar Gissurar on September 12, 2006, 14:21:49
Hugsaðu þér vinnusparnaðinn ef þú dembir honum í sandinn :roll:
Bara bursta af honum rykið á eftir og mála :wink:

En flottur pakki og mundu að þú ferð ekkert lengra á "lúkkinu" 8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 12, 2006, 19:49:03
Enginn sandur strax... inn í hús með bílinn, mótorinn úr, græja allt sem á að fara á bílinn, bora göt o.sv.frv... uppá sprautverkstæði með hann og fá hann aftur clean og fínann.

Það er planið og búið að ráðstafa öllu með það  :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: RagnarH. on September 12, 2006, 21:17:57
Quote from: "Einar K. Möller"
Enginn sandur strax... inn í hús með bílinn, mótorinn úr, græja allt sem á að fara á bílinn, bora göt o.sv.frv... uppá sprautverkstæði með hann og fá hann aftur clean og fínann.

Það er planið og búið að ráðstafa öllu með það  :D


Djöfull er þetta tussu nice  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 12, 2006, 21:21:22
Þakka þér... vantar að vísu framstuðarann.. en það er búið að panta hann frá VFN Fiberglass. Svo hefur helv***s blámaðurinn MÁLAÐ grillið.. mér til mikillar ógleði enn jæja...

Svo tók ég eftir að nördapungarnir niðrí Eimskip eru búnir að tjóna frambrettið bílstjóramegin...

En þetta verður vonandi augnayndi þegar allt er yfir staðið.... bíllinn fer í hendurnar á fagmönnum þannig að það hlýtur að vera bara. Ekki vinn ég í boddíinu  :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Bannaður on September 12, 2006, 21:29:05
Myndar græja,  fynnst þetta miklu flottara lúkk heldur en eitthvað sjæní
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Valli Djöfull on September 12, 2006, 22:26:10
Quote from: "Bannaður"
Myndar græja,  fynnst þetta miklu flottara lúkk heldur en eitthvað sjæní

Hann er miklu grimmari svona  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Björgvin Ólafsson on September 12, 2006, 23:24:42
Quote from: "Bannaður"
Myndar græja,  fynnst þetta miklu flottara lúkk heldur en eitthvað sjæní


Alveg sammála því, þetta er það ljótt boddy - en kemur dúndur flott og grimmt út svona svart matt!

kv
Björgvin
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on September 12, 2006, 23:58:54
Þú ert ekki heill Björgvin :?  ljótt boddý :shock:  pff segir Ford maðurinn :lol:

Um að gera að lappa upp á þetta og hafa þetta fínt og flott
alltof druslulegt svona

svo á hann auðvitað að vera akkurat  eins og ÞÚ VILT hafa hann :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on September 13, 2006, 00:11:44
þú verður að gera könunn á hvort á að sprauta eða ekki. mér finst hann eiga vera svona. ps er ekki að grínast kveðja Stjáni Skjól :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on September 13, 2006, 00:13:04
Quote from: "firebird400"
Þú ert ekki heill Björgvin :?  ljótt boddý :shock:  pff segir Ford maðurinn :lol:

Um að gera að lappa upp á þetta og hafa þetta fínt og flott
alltof druslulegt svona

svo á hann auðvitað að vera akkurat  eins og ÞÚ VILT hafa hann :wink:

Bingó+ eitt L samt :P
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on September 13, 2006, 00:20:50
Ha eitt L  :?

í VILT þá eða
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on September 13, 2006, 00:25:58
já marr,ef þú villt :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Valli Djöfull on September 13, 2006, 00:30:56
auðvitað á hann að vera eins og þú vilt hafa hann! :)  hann er náttúrulega örlítið sjoppulegur eins og er, en ég býst við því að sjá hann djöfulli flottann næsta sumar  8)

En smá off-topic..  Þessi litur eða áferð.. hvernig nær maður þessu fram?  hvað er þetta?  þetta er eitthvað svo... grimmt...?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on September 13, 2006, 03:40:23
Quote from: "ValliFudd"
auðvitað á hann að vera eins og þú vilt hafa hann! :)  hann er náttúrulega örlítið sjoppulegur eins og er, en ég býst við því að sjá hann djöfulli flottann næsta sumar  8)

En smá off-topic..  Þessi litur eða áferð.. hvernig nær maður þessu fram?  hvað er þetta?  þetta er eitthvað svo... grimmt...?


Hehehe, í USA þá er þetta matt svart dæmi vanalega kallað DP90 sem er stálgrunnur frá PPG, þegar buddan er ekki of sver þá græja menn þetta svona til að byrja með, mjög vinsælt hjá rat rod köllunum, en engu að síður líst mér vel á þetta ''MÓA'' dæmi hjá þér Einar, svo fara menn ekkert hraðar á einhverju diskó paintdjobbi. það eru réttu öflin í gangi undir húddinu.

Kv frá granolaville , Jonni
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: íbbiM on September 13, 2006, 11:36:56
mér finnst hann nefnilega svalur sona.. og þetta boddy er alveg.. með þeim fallegri
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on September 13, 2006, 12:44:39
Quote from: "Trans Am"
já marr,ef þú villt :wink:


Hehe

"ef þú vilt" = að vilja

"ef þú ert villt" = WILD  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: baldur on September 13, 2006, 12:44:52
Quote from: "Trans Am"
já marr,ef þú villt :wink:


Ég er alveg handviss um að það er bara eitt L í því.
Ég vil, þú vilt, þau vilja.
Ekki sama orð og villtur/villt sem er lýsingarorð.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on September 13, 2006, 12:53:51
Quote from: "JONNI"
svo fara menn ekkert hraðar á einhverju diskó paintdjobbi. það eru réttu öflin í gangi undir húddinu.

Kv frá granolaville , Jonni


einhverja afsökun verður hann að fá þaggi?.. þýðir ekkert að vera í allt öðru sæti en í því fyrsta með basic paint job þá er betra að hafa shiny dót og það er frábært að hafa bæði afl og lúkk í lagi.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on September 13, 2006, 12:54:02
Er menn farnir að tala um stafsetnÍngu  :lol:  Var ekki þráðurinn um bíllinn  :lol:  hanns Einars ?

Smá af villum sem menn geta leikið sér með hehehe :lol:

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 13, 2006, 12:56:51
Allt gott með það að leiðrétta menn með stafsetninguna.

En engu að síður verður bíllinn málaður eitthvað "diskó" þó svo að ég sé alveg sammála að matt svart er rosa ruddalegt og töff, bara ekki "my cup of tea"

Leyfum þessu bara öllu að koma í ljós næsta sumar hvað verður  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on September 13, 2006, 14:42:04
Quote from: "baldur"
Quote from: "Trans Am"
já marr,ef þú villt :wink:


Ég er alveg handviss um að það er bara eitt L í því.
Ég vil, þú vilt, þau vilja.
Ekki sama orð og villtur/villt sem er lýsingarorð.

Back to school strákar :lol:  það eru tvö LL, dæmi:
http://www.google.com/u/haskoliislands?hl=is&ie=ISO-8859-1&q=ef+%FE%FA+villt

Þetta átti nú ekki að verða að einhverju þrætu epli :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Firehawk on September 13, 2006, 14:42:42
Quote from: "JONNI"

93 383 6spd trans am
72 vega gt ls6 t56 project
27 t roadster ford 331 cadillac 3spd ''old school''


Sæll Jonni.

Er ekki spurning um að búa til nýjan þráð og sýna okkur það sem þú ert með núna?

Hef áhuga á að sjá og heyra um þetta allt  :wink:

-j
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: baldur on September 13, 2006, 15:18:06
Quote from: "Trans Am"
Quote from: "baldur"
Quote from: "Trans Am"
já marr,ef þú villt :wink:


Ég er alveg handviss um að það er bara eitt L í því.
Ég vil, þú vilt, þau vilja.
Ekki sama orð og villtur/villt sem er lýsingarorð.

Back to school strákar :lol:  það eru tvö LL, dæmi:
http://www.google.com/u/haskoliislands?hl=is&ie=ISO-8859-1&q=ef+%FE%FA+villt

Þetta átti nú ekki að verða að einhverju þrætu epli :)


http://www.googlefight.com/index.php?lang=en_GB&word1=%22ef+%FE%FA+vilt%22&word2=%22ef+%FE%FA+villt%22
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on September 13, 2006, 15:35:55
:D jæja einn vinnufélaginn hringdi í frænku sína,íslensku kennara í MR,Baldur og Aggi hafa rétt fyrir sér ekki ég,eitt L í þessu :cry:  :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on September 13, 2006, 18:23:45
Baldur við rokkum  8)

Já Það er ekki spurning JONNI, þú verður að sýna okkur hvað þú ert með þarna í listanum þínum.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on September 13, 2006, 19:23:45
Þetta er nýjasta ruglið
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on September 13, 2006, 19:25:01
önnur
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on September 13, 2006, 19:26:29
meira
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Preza túrbó on September 13, 2006, 19:35:30
Svala tæki :) ertu með þetta hérna á klakanum ? :)

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Firehawk on September 13, 2006, 19:36:07
Flott græja. En annars væri ég til í að sjá Veguna og fá að vita meira um breytingarnar...  8)

-j
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on September 13, 2006, 19:38:25
Ég er með 3 bíla 383 transinn sem ég er búinn að eiga í tæp fimm ár, ég brúka hann stundum, en hann er ekkert sérlega vingjarnlegur að nota á hverjum degi, svo er það Vegan en hún er að bíða eftir að ég safna kjark í að fitta corvettufjöðrunina undir hana, 13 tommu frambremsur og chromemoly front clip og búr, 17 9,5 að framan og 17 11 að aftan 2100 pund er planið. Er búinn að vera að kaupa parta síðustu mánuðina.

Svo er það þessi 27 ford t roadster, all steel boddí, smíðaður hérna í washington í byrjun 1960, búið er að grafa upp félagann sem græjaði þetta til á sínum tíma og mikil saga er á bakvið bílinn, mótorinn er 51 331 cid cadillac og 3 gírar í gólfi, þetta er nú hálfgert skrípatól en gaman af þessu rugli.

Kv Jonni
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on September 13, 2006, 19:40:01
Ég skal finna myndir af Vegunni
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on September 13, 2006, 19:53:29
Quote from: "Preza túrbó"
Svala tæki :) ertu með þetta hérna á klakanum ? :)

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:


Nei við erum í Seattle WA USA
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 15, 2006, 14:13:27
Jæja, skrapp niðrí Eimskip og kíkti á bílinn, sem betur fer engin dæld, þetta var bara eitthvað nudd og smá málningarleifar á bílnum... ekkert hættulegt :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on September 15, 2006, 14:40:59
Quote from: "Einar K. Möller"
Jæja, skrapp niðrí Eimskip og kíkti á bílinn, sem betur fer engin dæld, þetta var bara eitthvað nudd og smá málningarleifar á bílnum... ekkert hættulegt :)

pheww þar skall hurð nærri hælum :lol:
grín,þetta verður töff
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on November 24, 2006, 08:41:12
jæja Einar ertu byrjaður að gera eitthvað í bilnum  :?: myndir :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: shadowman on November 24, 2006, 09:18:37
Yeah right hehehehehehehehehehehee :lol:  :lol:  :lol:  :lol:


Shadowman
Just right
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on November 27, 2006, 23:03:50
Ekkert gert. Bíllinn ekki kominn í hús vegna ýmissa ástæðna. Skítur skeður og skítur skeði vissulega, ætti þó að fara inní hús fljótlega eftir mánaðarmót ef allt fer eins og vonast er eftir.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on November 28, 2006, 10:11:13
á að halda sig við 496 stærð eða stækka hana enn meira?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on November 28, 2006, 10:27:46
Kemur í ljós.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Mr.GTi on November 30, 2006, 16:43:17
til lukku með kvikindið Einzi minn.. þetta er eitthvað skárra en þessi frod umstang sem þú áttir herna um árið hehe :lol:



kveðja Fannar D @ hnakkville
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 13, 2006, 18:41:29
Jæja, þótt seint sé þá er Oldsinn að koma heim í innkeyrsluna á morgun. Nóg vinna framundan og mikið gaman  :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 15, 2006, 21:04:10
Einmanna í innkeyrslunni.. frosinn og fínn...og bíður eftir húsnæðinu  :D



(http://www.gothika.is/athome.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on December 15, 2006, 21:30:49
Einar minn ég er með fínt húsnæði fyrir hann  8)

En er þér þó ekki alveg sama þó þú fáir ekki lykla að því  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 15, 2006, 21:33:53
Hehehe

Veit það ekki alveg...

...en húsnæðismálin leysast á næstu dögum, honum er alveg búið að verða nógu kalt núna.. þarf að komast í smá hlýju greyið.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Óli Ingi on December 15, 2006, 21:47:21
Nokkuð annað en að henda keðjum undir hann og taka hring í bæinn, en hvað á að gera svo? á að mæta á brautina næsta sumar?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 15, 2006, 23:28:50
Það verður mætt, ekkert elsku mamma neitt. En þetta með keðjurnar er hugmynd, jafnvel setja tönn framan á og skafa götuna.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Big Fish on December 16, 2006, 12:52:01
Sæll Einar mikið var að þú leystir græjuna út nú verðurðu að taka á honum stóra þínum og klára græjuna hlakka til að sjá þig uppá braut nú til hamíngju með trillitækið

kveðja þórður
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 16, 2006, 12:56:31
Þakka þér Þórður, það var löngu kominn tími á þetta það er alveg satt, nú verður tekið á þeim stóra og bíllinn verður ferskur með ykkur í sumar.

EKM
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on December 17, 2006, 12:59:17
jæja Einar nú þegar græjan er komin inn í skúr er hún ekki algóð að sjá  :D  er vél í honum og er hún í lagi og veistu hvað tíma hann er búinn að fara á :?:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 17, 2006, 13:12:28
Sæll vertu Stjáni...

Lítur ekkert sérstaklega vel út á mynd en betur þegar maður er up-close and personal. Það er 496cid vél í honum, búin að fara 8 stk. 1/8 ferðir, var að puðrast 5.60's nítrólaus, þær ferðir voru farnar með Turbo Clutch 400 og meiri þyngd en hann kemur til með að vera í.

Sú litla er allaveganna kát með þetta:

(http://www.gothika.is/adm.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on December 18, 2006, 20:21:28
hvað bara snjór :o
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 18, 2006, 20:24:05
Ekki í dag, það rigndi smá og hlýnaði, búið að affrysta Móann :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 19, 2006, 03:22:01
Aðeins verið að skoða

(http://www.gothika.is/uth.jpg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 19, 2006, 12:49:14
Stjáni... græjan er nú ekkert svo slæm...þurfti bara að þiðna

(http://www.gothika.is/mo1.jpg)

(http://www.gothika.is/mo2.jpg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Krissi Haflida on December 19, 2006, 12:58:49
ekki sprauta hann hafðu hann sona á litinn 8) hann er geðveikur sona groddalegur
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on December 19, 2006, 17:36:38
þú ert nú eitthvað búinn að bóna ha :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 19, 2006, 18:38:24
Ekkert búinn að bóna, hann er bara blautur þarna. Það er búið að ákveða litinn og panta tíma í sprautun... kemur allt í ljós.   8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on December 19, 2006, 21:26:51
þú verður bara að hafa hann alltaf blautann :lol:  :lol:  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Dodge on December 19, 2006, 21:59:41
Ætti ekki að vera erfitt í borginni :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ElliOfur on December 19, 2006, 22:27:25
Ef ég væri stelpa þá mundi ég örugglega blotna við þessa sjón :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: motors on December 20, 2006, 12:24:33
Allavega missa þvag,nei bara að grínast. :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: motors on December 20, 2006, 12:57:08
Einar,í guðanna bænum ekki fara að eyða formúgu í lakk,hafðu hann svona helst mattsvartann töff,þetta er jú keppnis,halelúja og gleðileg jól.allir. :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Valli Djöfull on December 20, 2006, 22:11:11
Quote from: "motors"
Einar,í guðanna bænum ekki fara að eyða formúgu í lakk,hafðu hann svona helst mattsvartann töff,þetta er jú keppnis,halelúja og gleðileg jól.allir. :)

Hann gerir jú það sem hann vill og honum sjálfum finnst töff  :wink:  
Hann gerði mönnum það ljóst síðast þegar rifrildi um lit náðu yfir nokkrar blaðsíður :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 26, 2006, 18:59:12
Smá vélamynd, tekin í dagsbirtunni

(http://www.gothika.is/496.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Óli Ingi on December 26, 2006, 19:01:11
Hann er nu hálf kuldalegur að sjá greyið hehe
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: baldur on December 26, 2006, 19:54:14
Hvaða tupperware box er þetta þarna fyrir framan mótorinn?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on December 26, 2006, 19:57:28
er þetta ekki fuel cooler?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Bc3 on December 26, 2006, 20:18:46
Quote from: "baldur"
Hvaða tupperware box er þetta þarna fyrir framan mótorinn?
:lol:  :lol:  :lol:  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 26, 2006, 20:23:06
Baldur,

Þetta er Moroso Super Cool Can, gerð til að kæla bensínið áður en það fer sína leið í gegnum regulatorana og í blöndungana.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on December 26, 2006, 20:48:01
ertu búinn að ræsa :?:  er ekki hægt að prufa kvikindið :?:  :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: baldur on December 26, 2006, 22:06:09
Já ok hvað setur maður svo í þetta box? bara vatn og klaka?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 26, 2006, 22:09:12
Jamm, vatn og klaka.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Valli Djöfull on December 26, 2006, 22:52:09
(http://www.sdpc2000.com/UserFiles/Image/mor65125.jpg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on December 26, 2006, 22:57:03
Góður Valli...

Stjáni, það er ekki búið að ræsa nei, það er smá tími í það, kannski 3-4 vikur max, er að updeita örfáa hluti og taka upp torana.

Það verður hægt að prufa vonandi sem fyrst, þú mátt líka prufa kúturinn minn :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on December 26, 2006, 23:01:20
til er ég
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 05, 2007, 21:13:30
Jæja, kominn í hús og aðeins byrjað að fikta, máta ventlalok, máta foggerinn, flækjurnar komnar af, fallhlífin komin af og hengd til þerris.

Mótorinn fer uppúr eftir helgi og allt græjað fyrir nýjan búnað sem fer í bílinn, bíllinn síðan í sprautun og allt saman aftur.

(http://www.gothika.is/mo3.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Bc3 on January 05, 2007, 22:56:16
mjög flott hja þér en hvað er svona bíll að vikta?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on January 05, 2007, 23:04:14
nú hvaða vél :?:  :?:  :?:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 05, 2007, 23:35:34
Alli,

Veit ekki hvað hann á eftir að vigta þegar uppi er staðið, en vigtaði við komuna 1134kg þá með 2 slikkum innanborðs.

Stjáni,

Þetta er 496cid, Mark IV blokk, öll stödduð, GM Sportsman Signature Series álhedd, stál ás, stál h-beam stangir, je stimplar 14:1 þjappa, tunnel, 2x 1150 Dominatorar, Crank trigger, Pro Fogger, full roller valvetrain, 2.5" Basset flækjur og fleira kuml. Fékk dyno sheet með honum uppá 880 flywheel horsepower. Á bakvið er svo G-Race Tech Glide, 1.82, 8" Bruno Converter stallar í 5500. 9" rör, 4.44 Pro Gear, Summer Brothers spool, Summer Brothers 40 rillu öxlar... o.sv.frv. :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Bc3 on January 05, 2007, 23:51:57
1100kg og 800hp  :shock:   :lol:  vá það er geggjað hvaða tíma atti þessi bíll úti?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 06, 2007, 00:15:28
Hann fór með eitthvað kraftminni vél 8.80's nítrólaus, síðast þegar hann var keyrður með þessum mótor nítrólaus og töluvert þyngri fór hann 5.60's á 1/8.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Bc3 on January 06, 2007, 01:37:44
nice  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on January 06, 2007, 12:22:25
VERY NICE  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Bc3 on January 06, 2007, 12:52:15
ohh alltaf að herma eftir mér aggi  :cry:  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on January 06, 2007, 18:45:31
Það er bara vegna þess hvað þú ert svo mikið æði Vambi Rós  :wink:


 :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Bc3 on January 06, 2007, 19:11:16
*roðn*  :oops:    :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ingo big on February 02, 2007, 12:16:23
Quote from: "Einar K. Möller"
Jæja, kominn í hús og aðeins byrjað að fikta, máta ventlalok, máta foggerinn, flækjurnar komnar af, fallhlífin komin af og hengd til þerris.

Mótorinn fer uppúr eftir helgi og allt græjað fyrir nýjan búnað sem fer í bílinn, bíllinn síðan í sprautun og allt saman aftur.

(http://www.gothika.is/mo3.JPG)



ekki gleyma að það þarf að þrífa skottið  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on February 18, 2007, 23:25:59
Smá update...

Aðeins verið að svera upp bensíndæluna, sú til vintri fékk að víkja fyrir 500 GPH dælunni til hægri.

(http://www.gothika.is/pumps.JPG)

Smá búið að sjæna álið...

(http://www.gothika.is/pol1.JPG)

...og svo teknar burt níðþungar og illa smíðaðar blikk plötur úr gólfinu og nýtt ál sett í...

(http://www.gothika.is/alu1.JPG)

Meira seinna....
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on February 19, 2007, 00:01:03
Flott flott þetta verður bara gaman :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Valli Djöfull on February 19, 2007, 00:04:59
Maður getur varla beðið eftir sumrinu...  Hlakka endalaust til að sjá bíla ykkar beggja!  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on February 19, 2007, 00:24:44
Já, þetta verður mjög gaman... nýjir bílar að koma og aðrir að koma úr yfirhalningu og sumir þeirra með nýja eigendur...

Verður gaman að sjá og vonandi að við fáum alvöru keppni þarf sem þarf að hafa soldið fyrir sigrinum!
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on February 22, 2007, 11:22:41
Aðeins meira af myndum

Álið bílstjórameginn orðið fínt:

(http://www.gothika.is/alu2.JPG)

Verið að skipta út álinu í skottinu og koma fyrir nýju dælunni, síunni og lögnunum:

(http://www.gothika.is/trunk.JPG)

Lauslega búið að máta prjóngrindina (með aðstoð kveikjukeflis)

(http://www.gothika.is/wb.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kiddicamaro on February 22, 2007, 21:02:08
Það verður gaman að sjá þetta hjá  þér í sumar félagi 8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on February 28, 2007, 12:15:05
og meira...

Mótorinn í standinum og verið að klára að setja utan á hann...

(http://www.gothika.is/496BBC.JPG)

Álið komið í skottið....

(http://www.gothika.is/alu3.JPG)

Verið að meika skapalón af spoilernum...

(http://www.gothika.is/wing.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on February 28, 2007, 14:56:06
Flott Einar =D> taka á því svo....stutt í sumarið 8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on March 02, 2007, 01:46:49
Mælaborðið fittað í, verður klárað á næstu dögum

(http://www.gothika.is/dash1.JPG)

önnur

(http://www.gothika.is/dash2.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on March 20, 2007, 19:07:46
Pínu update

Nýja hlutfallið:

(http://www.gothika.is/444-1.JPG)
(http://www.gothika.is/444-2.JPG)

Smá MSD grams sem er að fara í tengingu:

(http://www.gothika.is/msd.JPG)

Verið að klára að fitta bensíndæluna:

(http://www.gothika.is/fuel.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on March 20, 2007, 20:19:55
hvaða hlutfall fórstu í :?:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on March 20, 2007, 23:44:44
fór úr 5.35 í 4.44 Remed Worked.

Komið og rörið fer saman á morgun.

(http://www.gothika.is/444-3.JPG)

(http://www.gothika.is/444-4.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on March 20, 2007, 23:56:07
Flottur öskubakki  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Heddportun on March 21, 2007, 00:17:54
Þegar þú talar um Remed work ertu þá að meina REM polish?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on March 21, 2007, 00:26:55
Já, passar. REM Polish.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Heddportun on March 21, 2007, 01:37:57
Afhverju valdiru það framyfir Cryo-Rem?  :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on March 21, 2007, 10:41:10
Ég bara fékk þetta svona, vinnan við polish-ið og að match-a tennurnar á hlutfallinu kostaði $250.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: einarak on March 21, 2007, 10:46:05
So you had your teeth done!
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on March 21, 2007, 12:40:09
góður 8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on March 22, 2007, 00:47:44
Smá eftir kvöldið:

Köggullinn kominn í:

(http://www.gothika.is/9inch.JPG)

Prjóngrindin föst á sínum stað:

(http://www.gothika.is/wheelieb.JPG)

Búið að snyrta til víraflækjuna bakvið mælaborðið:

(http://www.gothika.is/dashelec.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 06, 2007, 02:00:54
Það var örlítið tekið á því í kvöld....

Bensínkerfið tilbúið:

(http://www.gothika.is/magnaf.JPG)

Skiptirinn kominn í:

(http://www.gothika.is/probandit.JPG)

Skiptingin set í og mælt fyrir drifskaftinu:

(http://www.gothika.is/glide.JPG)

Bensínlögnin frammí (með hitahlíf)

(http://www.gothika.is/logn.JPG)

Mælaborðið borað, allt ready fyrir mælana:

(http://www.gothika.is/dashdr.JPG)

Kúturinn fyrir loftskiptinn kominn á sinn stað:

(http://www.gothika.is/co2.JPG)

Fallhlífa bracket-ið komið á:

(http://www.gothika.is/chutebr.JPG)

og svo verður haldið áfram á morgun  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 07, 2007, 00:58:46
Daddara.... glugganetið komið í

(http://www.gothika.is/wn.JPG)

og......








búið að slaka mótor og skiptingu oní

(http://www.gothika.is/slak.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 08, 2007, 21:40:52
Smá auka MSD búnaður í tengingu:

(http://www.gothika.is/msdextra.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 09, 2007, 20:26:19
Flækjurnar komnar í:

(http://www.gothika.is/headers1.JPG)
(http://www.gothika.is/headers2.JPG)

Nú fer að styttast í drunurnar  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on April 09, 2007, 23:41:57
þá verður þú að koma með video  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 10, 2007, 01:56:30
Hafðu engar áhyggjur, það verður video. Það verður trúlega ansi mikið af fólki þarna líka, margir á listanum sem á að hringja í þegar það verður ræst.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Ingvar Gissurar on April 10, 2007, 13:26:53
Dugnaður í stráknum :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Jói ÖK on April 10, 2007, 22:39:45
Þetta er svoooo keppnis að það er bara engu lýkt og sjón er sögu ríkari :shock:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on April 16, 2007, 12:12:29
var ekkert gert um helgina :lol:  er ekkert brum brum hljóð :lol:  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 16, 2007, 12:16:04
Nei ekkert búið að gerast, Hr. Möller er búinn að liggja fárveikur síðan á fimmtudaginn, vonandi að þetta fari að fara úr manni svo það sé hægt að gera eitthvað.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ingo big on April 21, 2007, 14:51:41
Quote from: "Einar K. Möller"
Nei ekkert búið að gerast, Hr. Möller er búinn að liggja fárveikur síðan á fimmtudaginn, vonandi að þetta fari að fara úr manni svo það sé hægt að gera eitthvað.



og svo er afmælis barnið búið að skemta sér og sínum
til hamingju með  daginn í gær  :P
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 21, 2007, 22:03:46
IT'S ALIVE !

http://www.gothika.is/04212007018.wmv

(Hægra smella og save target as... 4.5mb innanlands.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ingo big on April 22, 2007, 06:10:14
Quote from: "Einar K. Möller"
IT'S ALIVE !

http://www.gothika.is/04212007018.wmv

(Hægra smella og save target as... 4.5mb innanlands.



GARGGG þetta er geðveikt það er bara snild að þetta litla verk sé komið svo langt á veg  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Ingvar Gissurar on April 22, 2007, 11:38:27
Flott hjá þér Einar og til lukku með áfangann 8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on April 22, 2007, 16:07:38
Takk fyrir það, hann malaði eins og köttur á 2000 RPM, hélt 70psi í olíuþrýsting heitur, skutum honum uppí 7500 RPM (heyrist síðast í videoinu) og var hreinn alla leiðina.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 05, 2007, 13:03:32
Tilbúinn í skoðun:

(http://www.gothika.is/05042007283.jpg)

 :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Jón Þór Bjarnason on May 05, 2007, 13:49:03
Quote from: "Einar K. Möller"
Tilbúinn í skoðun:

Ekki alveg. Sýnist vanta hurðir, fram rúðu og scopið.
Smá grín. Flottur bíll vonandi kemurðu svo á honum uppá braut í sumar
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on May 05, 2007, 15:22:29
spurning hvort menn hræðast gripinn minna eða meira í dimmu húsasundi núna og svo birtast þessi augu sem glóa
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Ingvar Gissurar on May 05, 2007, 18:37:03
Hvað ertu að gera með ljós á þessu??
Ertu ekki viss um að verða kominn út brautina fyrir myrkur :twisted:

Sorry Einar minn!!!   Ég bara varð  :twisted:

það er eginlega að verða kominn tími á að fara að kíkja á þig og skoða græjuna. :wink:
Title: B)
Post by: Halli B on May 05, 2007, 18:56:17
SHIIII....
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on May 05, 2007, 20:42:06
Quote from: "Einar K. Möller"
Tilbúinn í skoðun:

(http://www.gothika.is/05042007283.jpg)

 :lol:

Töff mynd.....ég myndi ekki mála græjuna,nema þá matt svarta hann er helsvalur svona "ógeðslegur". 8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Björgvin Ólafsson on May 05, 2007, 22:24:31
Ekki spurning, kaupa svo líkbílinn af Coverdale til að sjá um dráttinn :lol:

kv
Björgvin
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on May 05, 2007, 23:15:26
Coverdale  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 06, 2007, 00:00:16
Ingvar,

Þetta er fyrir miðnæturmíluna maður  8)

Frikki Beibí....

Það er alveg inní myndinni að hafa hann matt svartan....  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: nettur on May 06, 2007, 01:25:20
Flottur Einar og takk fyrir síðast
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 06, 2007, 09:13:25
P.S

Myrkrið verður ennþá bara hugmynd þegar ég verð þarna  :wink:  (7,9,13)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 11, 2007, 20:29:36
Jæja, kominn í hjólinn og alveg að klárast:

(http://www.gothika.is/05102007291.JPG)

Crew Chief-inn að losa húddið:

(http://www.gothika.is/05112007292.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ljotikall on May 11, 2007, 20:50:10
töff kúpan ofan a mælaborðinu
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Big Fish on May 11, 2007, 22:08:43
Jæja einar kvenar á so að taka á því á spirnuhrauni ég bíð spenntur sé að þú ert komin með eina litla í tímið :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 11, 2007, 22:16:09
Stefnum á næstu viku, kem og set "spor" í götuna ;)

Sú litla stendur sig vel í þessu, fékk meira að segja svona barna Peltor í dag til að hlífa eyrunum í sumar á brautinni
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 12, 2007, 00:39:45
Betri mynd af hauskúpunni:

(http://www.gothika.is/skull.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 13, 2007, 13:31:53
Nýji Fuel log-inn kominn á sinn stað:

(http://www.gothika.is/log.JPG)

Hurðarnar komnar á og nýja húddskópið mátað:

(http://www.gothika.is/hs.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on May 13, 2007, 15:25:15
USSSSSSSSSSS þá er bara að standa kvikindið :spol:  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on May 13, 2007, 18:46:40
Ég myndi losa mig við pípulagninga teipið úr bensín lögnunum :shock:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Belair on May 13, 2007, 19:08:53
ja Jónni þú ert vakandi maður sa ekki þessi mistök ef um veljulegt pípulagninga teipið bensin étur að upp mundi eg halda.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: baldur on May 13, 2007, 20:31:24
Teflon teipið þolir allan fjandann. Þar á meðal bensín.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on May 13, 2007, 22:24:57
Það virðist misjafnt,píparateipið leysist upp,ég á hinsvegar fokdýrt teflon tape í skúrnum sem þolir bensín ofl.
Ég prufaði hvort tveggja á tappa í sumpinu í tanknum pípara teipið lak eftir nokkrar mínutur en hitt heldur.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 13, 2007, 22:32:43
Þetta píparateip sem ég setti með hefur ekki farið enn, þannig að ég læt það eiga sig um sinn.

En allur er varinn góður, ég mun fylgjast með þessu.

P.S

Frikki, Stjáni o.fl. Þið getið tekið gleði ykkar á ný, bíllinn verður matt svartur í sumar  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on May 13, 2007, 22:44:02
:smt035 Það sem ég las um þetta var að þetta teip getur farið í blöndungin og  búið til vandræði sem er verra en smá leki.(tala nú ekki um ef þú ætlar að gasa mótorinn)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 13, 2007, 22:47:42
Já, það er laukrétt, en hvað hafa menn verið að nota til að þétta, það er nú því miður staðreyndin hjá mér að á nokkrum stöðum er nauðsynlegt að þétta.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: cv 327 on May 13, 2007, 22:55:50
Gengjulím eða legulím kanski??
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on May 13, 2007, 23:01:55
Back when carbs were the norm on cars, people would use teflon tape on the fuel filter threads. (GM) It was not uncommon to take the carb apart because the excess tape used would clog the jets. It didn't dissolve, just little bits would get torn off, and migrate through the carb.

eventually the gasoline will dry out the teflon tape. It won't dissolve it. It does last quite a while, though. And like you said, Jim, at 99 cents a rolls, who cares.

There are heavier grades of Teflon tape for natural gas applications. Has a yellowish tint to it. I have used it on gasoline type applications and it does last longer. Costs probably around $1.25.

Veit ekki hvað það heitir en ég á svona í skúrnum,kostaði einhvern 3000 kall.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on May 13, 2007, 23:13:08
Svo má vel vera að þetta sé allt í lagi,ég las þetta bara.Kannski eru menn búnir að gera þetta hérna í mörg ár án vandræða.

Allavega lak þetta í sumpinu hjá mér,eini staðurinn þar sem ég þarf að nota tape.
Just my 2 millions
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Marteinn on May 14, 2007, 00:03:37
þetta skóp er ekki að gera sig.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kiddi on May 14, 2007, 00:11:09
Quote from: "cv 327"
legulím kanski


Abbababb!! Ekki legulím... það er gott að geta skrúfað þetta í sundur einhvertíman aftur, það festir hlutina saman áður en þú skrúfar þá fasta!!! alls ekki ætlað á gengjur :lol:

Annars eiga snitti að vera þétt!! og olía sett með svo þau festi sig ekki.. kónar á nipplum eru líka klassískir til að þétta en ekki píparateipið, það stingur líka svo í augun :?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kiddi on May 14, 2007, 00:14:18
Quote from: "Marteinn"
þetta skóp er ekki að gera sig.


Þetta er RACE ekki RICE :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Marteinn on May 14, 2007, 00:38:33
Quote from: "Kiddi"
Quote from: "Marteinn"
þetta skóp er ekki að gera sig.


Þetta er RACE ekki RICE :)


rólegur á að vera bitur og taka þessi svona inná þig  :lol:
þetta er samt ekki að gera sig
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on May 14, 2007, 14:49:30
Já alveg laukrétt Frikki, annars er til efni frá loctite, sem er lím, en ekki venjulegt, lím, það eru til margar gerðir af gengjulími.

Annars eiga AN fittings ekki að þurfa teip eða lím!

Tékkaðu á loctite man ekki hvað þetta heitir en þetta er til bæði í staukum, sem er svona eins og feitur vaxlitur og í túpu brúsum.

Svo er bara að fara varlega í að herða AN fittings, það má ekki taka á þeim með Gorillu Torki:):)

En þetta er fínt hjá þér Einar og gangi þér vel með Kaggann, mest er ég samt hrifinn af að þú gafst upp á að brúka við þetta FORD sull.............hahahahahaha

Kv, Jonni
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 14, 2007, 16:52:17
Takk fyrir þetta Jonni, ég skoða þetta Loctite mál. Við ofhertum engin fittings eða neitt, pössuðum okkur á því, þetta reddast allt á einn eða annan hátt.

Þú mátt trúa því að það er engin eftirsjá í Fordinum....

Það er smá séns að drunur heyrist í Spyrnuhrauni á föstudaginn en annars strax eftir helgina, bara drifskaftið eftir  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: JONNI on May 14, 2007, 19:17:47
Góður Einar.

Taka vel á þessu:)

Kv, Jonni
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on May 14, 2007, 20:30:02
kominn með race bensín?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Damage on May 14, 2007, 20:47:15
hann þarf ekkert svoleiðis runnar þetta á 100 oktana blýbensíni
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 14, 2007, 23:10:08
100okt.. enga vitleysu... það verður Sunoco MaxNOS 119okt !
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 14, 2007, 23:15:50
Ljósarammarnir komnir á sinn stað:

(http://www.gothika.is/lframes.JPG)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 16, 2007, 00:02:30
Jæja, fékk þetta líka brilliant efni til að nota á öll fittings til að sporna við lekamálum komi þau upp, PermaBond Tube Sealer, snilldar efni.

Fylltum á loftskiptikútinn og prófuðum, virkar eins og það á að gera...

Settum svo nýtt bensín á brakið, Sunoco MaxNOS og það lookar hundfínt alveg.

 8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on May 19, 2007, 22:26:55
jæja fer ekki að vera komin timi á að prufa græjuna :smt039
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 19, 2007, 23:54:34
Drifskaftið kemur eftir helgi í hann, svo lentum við í smá máli með loftskiptirinn en það leysist eftir helgi líka, þá fer ég niðrí Spyrnuhraun og puðra eitthvað :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on June 03, 2007, 19:33:07
Jæja :spol:
Title: olds
Post by: Brynjar Sigurðsson on June 04, 2007, 10:27:02
Kristján.... þú hefur heyrt um "Murphys Law" ... þ.e.a.s ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá gerir það eimmit það ...... Skaptið passaði ekki...síðan var því reddað...þá passaði krossinn ekki..því var reddað ..... og svo kom í ljós að skiptinginn var "löskuð" ... því var reddað og núna á bara eftir að pota saman........og vona að ekkert klikki :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Ingvar Gissurar on June 04, 2007, 15:58:14
Baráttukveðjur  :bjor:  :spol:  :bjor:

Það er ekki seinna vænna að fara að pota þessu saman áður en sumarið er búið.......aftur :smt064
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 05, 2007, 00:29:41
Þetta fer að gerast... fékk fínu fínu CSR Composite sprengihlífina í dag þannig að skiptingin fer í á morgun og þá prófum við pínu.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 10, 2007, 22:55:43
þetta var eins og að krúsa á Limmó :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Krissi Haflida on June 10, 2007, 22:59:10
Þetta virkar ekkert
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 10, 2007, 23:00:13
88hp í sveifarás  :?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 10, 2007, 23:03:16
Þarf að lagfæra linkinn af videoinu... gefið mér örfáar mín.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 10, 2007, 23:16:04
Baldur reddaði þessu, here you go:

http://foo.is/~baldur/olds_profadur.mp4
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1965 Chevy II on June 10, 2007, 23:20:50
Frábært Einar,til hamingju með áfangan.

Flott sound í græjunni.Nú verða sumir INGÓ
 að éta hattinn sinn hahahahaha...
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Óli Ingi on June 11, 2007, 00:24:09
flott, til lukku með þetta
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on June 11, 2007, 18:15:01
Frábært loksins fáum við að sá aftur olds uppá braut :smt110
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ingvarp on June 12, 2007, 11:57:04
svaðalegt sound  :shock:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Axel_V8? on June 21, 2007, 04:26:22
Þetta ætti að hreyfast eitthvað.  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 25, 2007, 00:02:33
Jææææææja....

Búið að rífa mótorinn og útkoman var:

Ónýtur sveifarás, ónýt stimpilstöng og smá laskaðir 2 stk. stimplar....

Ekki alveg það sem var planað....  :?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Heddportun on June 25, 2007, 00:38:19
Leitt að heyra,hvað á þá að gera,2 vikur í næstu keppni?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 25, 2007, 00:39:54
Það sem sportið gengur út á... panta nýtt og vona að pósturinn skili sér á réttum tíma... og mæta svo galvaskur og taka á því.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on June 25, 2007, 07:10:56
gaman gaman eða ekki :(  það voru nú svolitið miklar skemndir í þessari keppni hvað 2 vélar og 1 skifting í kássu :?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 25, 2007, 19:35:47
Jæja, málið var leyst á einfaldan hátt núna rétt í þessu. Nýr sveifarás, nýjar stangir, nýjar legur, pakkningarsett + 1027 FelPro heddpakkningar voru pantaðar... ekkert elsku mamma og mehe... bara unnið í þessu !
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ElliOfur on June 25, 2007, 19:52:10
Góður. Er vitað hver orsökin er?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: bjoggi87 on June 26, 2007, 00:44:43
hvað æa bara að selja mótorinn?? á að fá sér stærra????
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 26, 2007, 01:12:43
Mótor og skipting eru til söu ef einhver vill, ef það selst þá stækka kúbikin ekki mikið en aflið eykst töluvert. Segjum 1250+ hp NOS laust  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Belair on June 26, 2007, 01:19:11
og þú vilt fá svona 500 til 1000 kr á hvert 1hp  :smt040
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 26, 2007, 02:02:56
1000kr er minimum  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: íbbiM on June 26, 2007, 02:05:55
leiðinlegt að þetta hafi farið sona, maður var spenntur að sjá hvað bíllin gæti,  það er vonandi að það komi eitthvað gott úr þessu
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 26, 2007, 02:13:23
Skítur skeður og skítur skeði. Þetta verður fínt næst, er með gott fólk sem aðstoðar mig og ég hef fulla trú á að þetta verði bara MJÖG gott næst.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: firebird400 on June 28, 2007, 20:46:08
En afhverju keyrðir þú ekki sjálfur  :roll:

Ragur  :?:


 :lol:  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on June 29, 2007, 02:03:07
Fannst keppni ekki vera staðurinn til að prófa bílinn eins og ég vildi.

Gat ekki séð að ég hafi verið ragur á æfingunni....  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on June 29, 2007, 10:31:44
svo er spurning hvort Einar vildi ekki vera góður við vin sinn þar sem Einar er ávalt góður við Vini sína.

Krissi átti nú skilið að fá að vera með þó dekkinn klikkuðu kvöldið áður.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on July 02, 2007, 21:30:00
Jæja...staðan er svona

Heddin eru eilítið löskuð líka.... og þar sem buddan er komin í þrot verður bílnum lagt í bili.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on July 02, 2007, 23:41:39
:(
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: íbbiM on July 03, 2007, 00:46:18
er vitað hvað varð til þess að mótorinn fór?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on July 08, 2007, 22:49:11
Smá fréttir...

Buddan hrökk í gírinn og búið er að panta:

Sveifarás, Stangir, Hringi, Höfuð- og Stangarlegur, Knastáslegur, Pakkningar, Tímagír, Olíudælu, Bensínþrýstingsmæla, Rafskiptir o.fl góðgæti....  8)

IT'S ON !
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ElliOfur on July 09, 2007, 00:25:59
Það eru frábærar fréttir! Ég er búinn að bíða eftir því að sjá þennan krumpa brautina síðan ég frétti að hann væri á leiðinni :) GO EINAR! :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Gilson on July 09, 2007, 00:53:51
Glæsilegt :D hlakka til að sjá þig taka rönn. en hvenar er áætlað að hann verði tilbúinn ?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on July 09, 2007, 19:32:25
vonandi sem fyrst.. mér vantar það sem Einar pantaði í leiðinni fyrir mig :) verst spurning með það þar sem Einar er nú þekktur fyrir að panta frá mörgum stöðum en ekki einum stórum þessar sendingar.

Annars hef ég trú á að bílinn verður kominn í gang áður en maður veit af.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on July 13, 2007, 23:31:44
Jæja... það RIGNIR inn pörtum þessa dagana og það bættist við ein svona (bara fyrir Stíg):

(http://www.jegs.com/images/photos/800/861/861-1041.jpg)

Það er von á rest fyrir helgi þannig að vonandi tekst að glundra þessu saman sem fyrst.

EKM
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: stigurh on July 14, 2007, 10:03:26
Þetta lítur út fyrir að vera eðalpanna, svona 8sek panna. Hvað á að gera við hana ?
stigurh
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on July 14, 2007, 12:22:26
Þetta er eðalgripur, panna uppá 7.70 á góðum degi á NÖS-inni.... ætli við setjum hana ekki á mótorinn bara  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on July 17, 2007, 12:51:52
Pínu fréttir í viðbót....

Hver einasti partur sem pantaður var er annaðhvort kominn eða rétt ókominn... allar legur, pakkningar, tímagírscover og bensínþrýstingsmælir eru lent annað er væntanlegt í þessari og næstu viku... þá er bara að byrja að skrúfa  8)

Mæti líklegast ekki í næstu keppni en verð galvaskur með í þarnæstu.

EKM
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Gilson on July 17, 2007, 23:23:15
kommon einar mættu á næstu keppni  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Bc3 on July 17, 2007, 23:50:32
segi það nu þú mætir bara ! ef þér vantar hjálp við að klóra þér í bakinu eða ná i e-d að drekka þá byð ég mér framm í það  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on July 18, 2007, 00:00:39
Tek þig á orðinu Alli, þú mætir bara ;)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Bc3 on July 18, 2007, 00:04:13
nei var bara djók fer ekki að láta sjá mig með ykkur gömlu köllonum ég gæti  byrjað að missa hárið  :oops:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on July 18, 2007, 12:51:08
Quote from: "Bc3"
nei var bara djók fer ekki að láta sjá mig með ykkur gömlu köllonum ég gæti  byrjað að missa hárið  :oops:


Enn það vex bara á öðrum meiri karlmannlegri stað í staðinn
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: íbbiM on July 18, 2007, 16:41:46
nefinu og eyrunum?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: TommiCamaro on July 18, 2007, 23:53:02
Quote from: "Bc3"
nei var bara djók fer ekki að láta sjá mig með ykkur gömlu köllonum ég gæti  byrjað að missa hárið  :oops:

væri það einhver synd
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on July 19, 2007, 11:39:17
Massa fínar fréttir !!!!

Sveifarásinn og stangirnar lentu núna rétt í þessu.... allt að gerast  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on July 31, 2007, 11:33:20
Jæja.. eins og einhverjir vita þá þarf að bora blokkina og verður farið með comboið í 505cid, nýjir stimplar frá Diamond Racing Products ættu að leggja af stað í vikunni.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: ElliOfur on August 05, 2007, 17:59:40
Er ekki keppni (æfing) um næstu helgi?
Nærðu að vera með?

Konan kallar oldsinn 'draugabílinn' :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 05, 2007, 18:19:55
Ég næ líklegast  ekki að vera með næst, en við sjáum hvað setur...

Draugabíllinn, góða nafnið :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 06, 2007, 00:23:37
Yfir 46 þúsund flettingar og 21 síða um þennan bíl sem hefur aldrei getað neitt upp á braut?

Einar þú verður að fara að gera eitthvað í þessu. Þetta fer að verða frægasti bíllinn á íslenskum spjallsíðum en ætti að vera frægasti bíllinn á brautinni.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: vbg on August 06, 2007, 00:27:23
ekta draugabill það hafa allir heyrt sögur sumir segjast hafa seð hann eða heyrt í honum en það er erfitt að sanna að hann sé til :shock:  :shock:  :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 06, 2007, 00:31:00
Nonni,

Þú færð 11 í einkun fyrir þennan, ég kem þótt síðar verði...  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 06, 2007, 00:37:12
Quote from: "Einar K. Möller"
Nonni,

Þú færð 11 í einkun fyrir þennan, ég kem þótt síðar verði...  :wink:

Einar ég treysti á þig. Orðsporið er í húfi.  :D  :D  :D
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Racer on August 07, 2007, 13:29:12
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Yfir 46 þúsund flettingar og 21 síða um þennan bíl sem hefur aldrei getað neitt upp á braut?

Einar þú verður að fara að gera eitthvað í þessu. Þetta fer að verða frægasti bíllinn á íslenskum spjallsíðum en ætti að vera frægasti bíllinn á brautinni.


hann hefur þó komið :)

Annars er þetta ekki alltaf svona með nýja ofurflokksbíla.. þeir eiga í vanda að koma sér í rétt form.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 12, 2007, 16:06:35
Jæja... smá fréttir í viðbót

Stimplarnir voru að sjálfsögðu á 5 vikna bið.. (gat skeð) svo að ég bakkaði með þá og pantaði annarsstaðar og aðra tegund og hringi með. Bætti líka við rafskipti þar sem loftskiptirinn vildi aldrei virka.

Ættum að vera komnir í gírinn eftir 2 vikur, vonandi að það verði ennþá hægt að keyra smá uppá braut þá.

EKM
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Dodge on August 12, 2007, 22:26:02
Þú kemur bara norður í sand.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on August 23, 2007, 22:20:38
Alveg var það týpískt að JEGS myndi klúðra pöntuninni... hún lagði aldrei af stað...... svo að í sárabætur fyrir að bíða lengur þá keypti ég mér nýja olíudælu...

(http://www.jegs.com/images/photos/700/710/710-22163.jpg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 09, 2007, 22:29:17
En heldur maður áfram að dröslast....

Loksins gekk allt upp með stimpla, fínustu JE stimplar, gefa 14.3:1 í þjöppu. Pantaði líka Main Stud Girdle til að styrkja kjallarann og nýtt Servo í skiptinguna.... allt að mjakast.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on September 20, 2007, 17:32:28
Afpantaði stimplana... þarf ekki að bora.. jibbí jeij... áfram með 496cid  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: chewyllys on September 21, 2007, 17:26:49
Gott að heyra það Einar,sparar þér góðan skilding.Lygilega dýrt að láta bora þessar blokkir.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on November 08, 2007, 20:31:21
Er ekki kominn tími á smá update....

Dr. Olds verður ekki meira til sölu... og búið að versla eitt og annað fyrir komandi sumar.

Kom heim frá Flórída með Dedenbear rafskipti, MSD RPM Module Selector, BME 396 Álstangir og á leiðinni er Cam Dynamics Custom nitrous grind 4/7 Swap knastás og Hogan's Sheetmetal intake, hugsanlega eru að detta inn shaft rockers líka. Væntanlegt með vetrinum verða svo nýjar felgur og nýjir front runner-ar, framstuðari frá VFN og skottlok verður úr fiberglass og skellt á það spoiler og auðvitað verður gripurinn málaður líka. Svo verður búrið uppfært aðeins og verður pantað í hann full funny car cage.

Ekkert nema gaman  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Jói ÖK on November 09, 2007, 00:21:47
góður Einar! 8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on November 09, 2007, 00:27:05
Eitthvað verður maður að reyna til að geta átt séns í þessa ofurkalla  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 09, 2007, 16:57:25
Quote from: "Einar K. Möller"
Eitthvað verður maður að reyna til að geta átt séns í þessa ofurkalla  8)

Er ekki besta leiðin til þess að keyra bílinn.

Smá skot. Mátti til. Ekki ílla meint Einar minn.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on November 09, 2007, 17:51:51
Nonni... ég keyrði bílinn.. svo keyrði Krissi bílinn.. svo bræddi hann úr sér.. fer ekki hratt mótorlaus... gefum þessu séns næsta sumar.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: íbbiM on November 09, 2007, 17:59:50
góðir hlutir gerast hægt, þetta er verulega alvöru project og við ættum nú að þekkja það flestir hversu dýrt það er að smíða sona dót, sérstaklega þegar sona óhepni kemur aftan að manni sona í bónus..

þú afrekaðir það að mæta með bílin og brautina og prufa, sem er meira en ég.. sem var að drusla í gang í sept,

ég fylgist spentur með þessu..  good luck
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 10, 2007, 12:06:12
Quote from: "Einar K. Möller"
Nonni... ég keyrði bílinn.. svo keyrði Krissi bílinn.. svo bræddi hann úr sér.. fer ekki hratt mótorlaus... gefum þessu séns næsta sumar.

Ég veit Einar minn en það fór einhver púki um mig þegar ég sá þetta. Allavega þá hlakkar mig mikið til að fylgjast með þér á næsta keppnistímabili. Þetta er fallegur gripur. Ertu eitthvað að spá í að sprauta hann í öðrum lit?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on November 10, 2007, 13:30:21
Eðlilega fór púki um þig...  :twisted:

Hann verður málaður svartur bara, glans svartur, hugsanlega læt ég setja orginal Olds rendurnar á hann, en er ekki alveg búinn að gera það upp við mig.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: edsel on November 11, 2007, 00:56:51
finnst hann flotttur svona mattsvartur, bara minn smekkur
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Gilson on November 11, 2007, 01:07:28
já veistu það ég er alveg sammála þér edsel, geðveikur svona matt svartur  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on November 11, 2007, 11:16:22
Hvað komst þú með stóra ferðatösku til Islands bara allt til sölu :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: MrManiac on November 12, 2007, 00:14:19
Flottur  :o  :o  :o
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Dóri G. on November 13, 2007, 00:55:40
En ég get lofað því að bíllinn verður hel flottur næsta sumar  :twisted:
Er ekki að segja að hann sé það ekki núna sko  :D

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on November 13, 2007, 00:57:40
Hann verður flottur á komandi ári og með meira solid mótor (varla annað hægt) og eitthvað aukalega af hestöflum. Nú verður lagt í það sem ekki gafst tími í á þessu ári.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on November 22, 2007, 13:51:57
Auðvitað var ekki hægt að hætta að versla og bættust við 2 hlutir, Nitrous Burst Panels frá Wilson Proflow og BG Shear Plates...  8)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 18, 2008, 00:17:44
Þetta er að mjakast áfram....
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Shafiroff on January 18, 2008, 00:52:29
sælir félagar.hva bara tveggja bolta ha.nei nei þetta er flott gamli lýst vel á þetta hjá þér.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 18, 2008, 01:05:38
Já bara 2-Bolt... þess vegna setti maður Main Girdle  :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Belair on January 18, 2008, 01:09:07
Einar 2-Bolt með Main Girdle Vs 4 bolt  , kostir og gallar ?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 18, 2008, 01:17:08
Quote from: "Belair"
Einar 2-Bolt með Main Girdle Vs 4 bolt  , kostir og gallar ?


Fyrir mig að kaupa 4-Bolt bakka og láta græja blokkina var það TÖLUVERT dýrara. Sumir hafa gengið svo langt að segja að eftir að þú setur Main Girdle á 2-Bolt blokk sé kjallarinn jafnvel sterkari en á 4-Bolt. Þetta Main Girdle er að vísu mjög þungt, ekki viss um að 4-Bolt bakkarnir nái þeirri þyngd.

Það var annars mest hugsað útí að komast frá þessu ódýrt og með minna veseni en þó ná alvöru styrk í kjallarann.

Ég bar þetta undir nokkra race strumpa í USA og þetta hlaut engin mótmæli, menn höfðu ekkert nema gott um þetta að segja.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: cv 327 on January 18, 2008, 02:20:42
Finnst einhvern veginn að styrkingin sem þú ert með geri takmarkað gagn.

(http://pic40.picturetrail.com/VOL281/10000108/18380638/299068086.jpg)

Þessi er mun öflugri að mínu mati.


Kanski bara ég, en mér finnst vanta alla bindingu úr miðjunni á styrkinguni sem þú ert með og upp í botninn á blokkinni. (stéttina fyrir pönnuna).

Samt, baráttu kveðja. Gunnar B.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 18, 2008, 03:22:08
Skil ekkert í mér að hafa eytt fullt af pening í eitthvað sem gerir ekki gagn.. meiri vitleysan í manni....

En að allri kaldhæðni sleppt þá gæti ég trúað að þessi sem þú sýnir myndina af sé gerð fyrir blokkir úr frauðplasti... eða eitthvað sem á að skila af sér fleiri þúsund hestöflum  :D

Hawks Racing, Canton, HPS, BCR o.fl hinsvegar láta sömu hönnun og ég er með duga... gæti verið af því að hún virkar...

En gaman að sjá að færustu menn heimsins í bílabransanum séu enn á Íslandi og reyti af sér viskuna, held að kaninn hefði gott af því að koma hingað og læra eitthvað einu sinni.

 :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: cv 327 on January 18, 2008, 03:40:22
Fyrirgefðu Einar, ætlaði ekki að móðga þig, né halda því að þessi styrking væri gagnlaus.

Kv Gunnar B.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 18, 2008, 03:47:15
Ekkert að fyrirgefa Gunni minn, því ekki móðgaðiru mig. Líttu bara á 95% ef ekki meira af þeim vélum sem nota Main Girdle... og segðu mér svo hvaða hönnun er verið að brúka.

Það verður samt ekki farið af þeirri staðreynd að þetta stykki sem þú sýnir myndina af er hrikalega flott smíði og ekki efast ég um gagnið, væri gaman að vita hver framleiðir þetta.

EKM
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar Birgisson on January 18, 2008, 07:28:34
þetta er sko ekki 2-bolta blokk heldur 10-bolta blokk núna.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Shafiroff on January 18, 2008, 14:49:47
sælir félagar.strákar þetta er allt dæmið þetta stikki.það er að segja,grind plúslegubakkar,allt í einu stikki.fyrir það þarf að fara alla leið línubora fræsa fyrir nýjum boltagötum og alles.sá maður sem byrjaði að setja svona grind neðan á bakkana heitir joe mondello.hann er oldsmobile sérfræðingur.þetta gerði hann út af því að það er svo lítið kjöt í móanum.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kiddi on January 18, 2008, 14:59:00
Skítt með grindurnar... komið þessu bara saman :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Shafiroff on January 18, 2008, 15:33:14
sælir félagar.hvað segirðu kiddi bara saman með þetta.ég trúi því nú ekki að það séu þesskonar vinnubrögð höfð að leiðarljósi í rúdolfsstrasse 1
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Heddportun on January 18, 2008, 17:00:16
Ég lét breyta minni block í 4bolta,kostar slatta

4bolta er betra fyrir vélar sem snúast því það er meira hald í 4 vs 2 boltum svo það eru minni líkur á að legubakkar byrji að dansa,hef ekki talaði við neinn sem er með girdle en hef ekki heyrt neitt slæmt af því(meina hvað getur það skemmt)

Vera bara með studda og þá á þetta að vera fínt og herða eftir teygumæli en ekki tq mæli
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 18, 2008, 17:13:53
Eftir 2x símtöl og nokkur email þá fékk ég þær upplýsingar að þetta girdle sem Gunni sýndi er óþarft á allt nema Olds og Buick blokkir og einhverjir töluðu um Pontiac blokkir líka (Kiddi kannski getur frætt okkur eitthvað með það).

Hvað varðar 4-Bolt dæmið, þá fékk ég það frá vélasjoppu að maður er betur settur með 2-bolt + main girdle en 4-bolt og einn sagði orðrétt: "if you have these two blocks, throw that 4-bolt in the corner and stay with your 2-bolt". Ástæðan sem ég fékk var að það er búið að taka meira kjöt úr 4-bolta blokkinni og þar af leiðandi veikist hún, það má t.d lesa heilmikið um þetta á netinu. Las pistil um 496 BBC með 2-bolt og girdle sem var snúið í tæplega 9000rpm án vandræða.

Annar sagði: "4-bolt is overrated, period"

Ekki taka því þannig að ég sé að setja útá 4-bolt, fjarri lagi, bara miðla því sem sagt var við mig.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Shafiroff on January 18, 2008, 19:39:00
sælir félagar.ég persónulega er búin að lesa grein um svona grind og þetta er bara gott mál.greinin reyndar sem ég las var um olds vélar,og þar stóð að þatta væri nauðsin.en einar the mistery engine hún var tveggja bolta vissurðu það.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Heddportun on January 18, 2008, 19:39:49
Já 4bolt er overrated á það að 2bolt þoli ekki neitt en það er ending og áræðanleiki sem er í fyrirrúmi

Ef þú myndir setja upp 2 eins nema 2 vs 4bolt myndiru sjá munin þegar þær eur teknar í sundur á höfuðlegunum og bökkunum

En ég á erfitt með að trúa því að 4bolt sé veikara en 2bolt+girdle,hinsevegar er 2bolt "splayed" í 4sterkar en orginal 4bolt vegna þess að það er meira efni í 2bolta blokkunum þetta er það sem vélasmiðirnir ganga út frá

2bolt spayed í 4bolt með girdle væri flott :)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: baldur on January 18, 2008, 19:56:36
Vissuð þið að það eru bara nánast allar bílvélar framleiddar í skáeygða landinu með svona girdle frá verksmiðju, þannig að þetta hlýtur að vera góð hugmynd.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 18, 2008, 19:58:30
Badboy,

Þessi síðasta hugmynd er góð... þurfum að meika þetta...
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Shafiroff on January 18, 2008, 20:03:55
ælir félagar.já er það,þetta vissi ég ekki.en er það ekki bara út af því að þær eru frekar veikbyggðar,bara spyr.en þessi grein sem ég las í sambandi við olds vélarnar er 20 ára gömul.þannig að það er komin smá reynsla á þetta.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kiddi on January 18, 2008, 21:20:03
Er ekki búið að hanna svona stykki og smíða á allar þessar vélar.. Ford, chevy, bop, mopar.... Held það.

Sumar blokkir er veikar fyrir og ekki æskilegt að bora fyrir 4 bolt klossa þ.s. það einungis veikir þær. Þar getur svona girdle komið að gagni.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Heddportun on January 18, 2008, 21:55:07
Quote from: "baldur"
Vissuð þið að það eru bara nánast allar bílvélar framleiddar í skáeygða landinu með svona girdle frá verksmiðju, þannig að þetta hlýtur að vera góð hugmynd.


Þetta er ágætis verkfræði en ekkert til að hamast á miðavið 4bolta,það er meiri festa í því en girdle heldur blokinni í skorðum

Ef þú hefur séð Ls vélarnar að þá er það solid system 6bolta,bætum svo girle á það :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: cv 327 on January 18, 2008, 22:06:25
Það er rétt að myndin sem ég setti inn, er af styrkingu fyrir Oldsvél, þær eru svo magrar greyin. :( .

Þar sem Lettinn er sterkbyggðari, er þessi styrking sem þú ert að setja Einar, sjálfsagt nógu öflug.  :wink: Hvað ertu að reikna með að hún skili í hö og togi?

Bíð spenntur eftir að sjá græjuna út á braut í sumar :)

Baráttukveðja. Gunnar B.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 18, 2008, 22:13:07
Ég þori ekki að segja einhverjar tölur útí loftið með hp og tog, veit að á dyno var hún 880hp @ 7500 eins og hún var, fróðir menn sögðu að ég myndi pikka upp allaveganna 75+ hp á þeim breytingum sem ég er að gera núna, svo verður bara allt að koma í ljós  :shock:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Bannaður on January 18, 2008, 22:30:01
Quote from: "baldur"
Vissuð þið að það eru bara nánast allar bílvélar framleiddar í skáeygða landinu með svona girdle frá verksmiðju, þannig að þetta hlýtur að vera góð hugmynd.


td Nissan

(http://members.tripod.com/~grannys/VG30bottomend.jpg)
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Biggzon on January 18, 2008, 22:55:31
hmm kannast ég eikka við þessa nissan blokk hérna fyrir ofan. vg30de(tt) :wink:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: 1966 Charger on January 18, 2008, 23:02:06
Sælir strákar

Það líka sitthvað girdle og gridle.  Mér lýst betur á þessi korselet sem boltast ofan á höfuðlegubakkana og líka við blokkina annarsstaðar, t.d. á stödda í olíupönnufestingargötin samanborið við þau sem tengja bara bakkana þótt ég geti ekki vitnað í nein test sem sýna styrktarmun á þeim.  Ég er búinn að sjá greinileg merki um flakk á höfuðlegubökkunum í Mopar strokernum í þau tvö skipti sem ég hef opnað hana; líka eftir að ég skipti úr boltum í stödda. Ég er að vona að þetta flakk verði úr sögunni í næstu útfærslu með 30 punkta silkisvörtu korselettinu hennar Moparmömmu.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kiddi on January 19, 2008, 00:50:25
Það eru líka sumar vélar sem koma með sverari "höfuðlegubakkaboltum" en aðrar og eru með pinnaða bakka eða bakkarnir síkkaðir niður í blokkina því jú allt þetta er til að fyrirbyggja að bakkarnir fari að ganga til...

Ari, ekki eyðileggja þráðinn með crossbolt dæminu :lol:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Heddportun on January 19, 2008, 02:17:07
Ok,ég skal vera þægur :oops:
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 19, 2008, 14:10:15
Hérna er Joe Mondello Support Girdle-ið

(http://www.mondellotwister.com/MG-455.gif)

Kostar aðeins $2650 með olíupönnu....
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Shafiroff on January 19, 2008, 14:14:30
já hann er sanngjarn kallinn.nú er um að gera að skella sér á móan og byrja að smíða.
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: cv 327 on January 19, 2008, 21:47:08
Joe Mondello er sestur í helgan stein og á ekki lengur fyritækið. Þeir sem tóku við eru víst bara vitleisingar sem svíkja viðskiftavini og okra á þeim, enda allir að gefast upp á að skifta við þá. :evil:

Það er hægt að full gridle hjá öðru fyrirtæki, með öllu á 1000$

Þetta gridle sem ég póstaði inn, er heimasmíði og sýnir að menn geta gert ýmislegt sjálfir (jafnvel í sveitinni :wink: ).

Hvað borgaðir þú fyrir þitt Einar?
Title: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on January 19, 2008, 21:55:00
ég bara man ekki hvað ég greiddi fyrir mitt... en það voru sko engir $1000.... og ekki einu sinni $500.... minnir að þetta hafi verið um $200-$250 með flutningi og ölu draslinu.
Title: Re: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Einar K. Möller on May 22, 2008, 04:10:04
Er er ekki best að rífa upp eitt brjálaðasta topic á spjallinu.

EKM eyddi helvítis helling af westur-dölum í Big Mo og stefna er að reyna að komast meira en eina spólandi æfingarferð og aðra ferð sem klikkaði þetta sumarið.

Fullt af nýjum pörtum, sponsorum og tómri geðveiki.

Þetta sumar verður yndislegt !
Title: Re: Big Dogs Cutlass-inn
Post by: Kristján Skjóldal on May 22, 2008, 09:40:05
geturu ekki reddað mér spons hef trú að ég komist kanski 2 ferðir he he he :D