Kvartmílan > Almennt Spjall

Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?

<< < (5/16) > >>

Kiddi:
Lenging og breikkun (ásamt steyptu starti og "burn out boxi"), það er miklu minni áfangi en að gera akstursbraut sem má koma eftir á þegar er búið að gera Kvartmílubrautina góða :)

KR

firebird400:
Lenging og breikkun frá mér.

Það þarf að vera skírara hvernig þessi hringakstursbraut á að vera.

Er verið að tala um eiginlegann hring ? svona Speedway braut ?

Eða er verið að tala um braut, svona mini Formulu eitt, touring car braut ?

Nóni:

--- Quote from: "Dr.aggi" ---Ég var bara að kvetja menn til að kvitta fyrir sig vegna fyrri reynslu.
Og svo var ég að kveikja á því að það eru 2754 notendanöfn á þessu spjalli svo einn og sami maðurinn getur haft mörg aðgangsorð og því kosið all oft.
Svo er líka fínt að sjá kverjir eru félasmenn í KK og kverjir ekki því ef allir þessir 2754 notendur myndu greiða félagsgjöld í KK þá stæðum við sterkir fyrir svona framkvæmd.

ÞEIR HAFA VÆNTANLEGA ENNÞÁ TÍMA TIL AÐ KVITTA FYRIR SIG ÞVÍ ÉG TEL ÞÁ VÆNTANLEGA VERA AÐ FYLGJAST MEÐ ÞESSU SPJALLI.

Agnar H Arnarson     KK#8
--- End quote ---


Þú mátt ekki gleyma öllum þeim fjölda sem myndi ganga í KK ef við myndum ráðast í framkvæmd eins og kappakstursbraut, við erum ekki á móti því þó að þeir séu ekki gamlir jaxlar og hafi ekki stofnað klúbbinn á sínum tíma og hafi aðeins annan vinkil á kappakstur.

Við skulum ekki gera ráð fyrir að haft sé rangt við hér í þessari könnun, heldur skulum við þakka mönnum fyrir að taka þátt.


Kv. Nóni

Nóni:

--- Quote from: "firebird400" ---Lenging og breikkun frá mér.

Það þarf að vera skírara hvernig þessi hringakstursbraut á að vera.

Er verið að tala um eiginlegann hring ? svona Speedway braut ?

Eða er verið að tala um braut, svona mini Formulu eitt, touring car braut ?
--- End quote ---



Að sjálfsögðu verður þetta ekki speedway, við þurfum að koma upp svæði sem við getum keyrt í allskyns beygjur og bremsað, þetta finnst mér að sé frekar ljóst sérstaklega ef menn hafa kannski séð uppdráttinn sem var þó reyndar ekki endanlegur. Ég get ekki séð að við þurfum F1 braut hér með öllum þeim kröfum sem af því hljótast, við hljótum að geta sætt okkur við braut sem er nógu góð fyrir fólksbíla og þannig græjur.
Eða eins og Geir Haarde sagði í gær í Valhöll: :D

"við fáum ekki alltaf allt sem við viljum, það geta ekki allir farið heim með sætustu stelpunni, stundum verðum við að sætta okkur við einhverja sem gerir sama gagn"


Við verðum að hamra á þessu núna á meðan járnið er heitt.



Kv. Nóni

Jón Þór Bjarnason:
Breikka og lengja fyrir mig takk.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version