Kvartmílan > Almennt Spjall
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Nóni:
Mér datt í hug að setja inn litla könnun til að athuga hug fólks til komandi verkefna hjá klúbbnum. Hverju á stjórn klúbbsins að beita sér fyrir fyrst?
Kv. Nóni
typer:
Mér persónulega finnst Nauðsin að vera með AutoX eða Driftplan.
En það er svo rosalega "auðvelt" að búa til svoleiðis plan. svo ég valdi það ekki í "Forganginum".
Það er jú nauðsinlegt að breikka og reyndar smá nauðsin að lengja kvartmílubrautina. en hún er nú þegar til staðar svo sá möguleiki er ekki í forgangi.
Þannig ég valdi akstursbraut sem forgang. Algjör nauðsin og einnig hægt að drifta svoldið þar. í beygju köflum, jafnvel slide-a eitthvað smá...
En fyrst og fremst að taka skarpar beygjur, komast á góðann hraða og svoleiðis.
Bebecar:
Hringakstursbraut er það sem mér finnst vera í algjörum forgang, hitt er hægt að stunda nú þegar auk þess sem hringakstursbraut myndi nýtast í meira meili til útleigu, þjálfunar, ökukennslu, kynningarmála hjá umboðunum og svo mætti lengi telja.
siggik:
ég kaus efsta, mér fynnst uppröðin á þessu eiginlega bara forgangsröðin
Dr.aggi:
Það er mín skoðun að það sé brýn nauðsin að það sé í forgangi að gera aðstæður öruggari í því motorsporti sem klúbburinn var stofnaður og stendur fyrir.
Það hafa keppendur farið út af enda brautarinna vegna stutrar vegalengdar bremsukafla og einnig út af til hliðar við braut og stórskemt sýn dýru keppnistæki og aðeins heppni að ekki hafi orðið enn slys á fólki.
Hraðinn í mílunni hefur aukist mjög síðastliðin fimm ár og við vitum það að það má lítið út af bregða vegna þess hve brautin er mjó og stutt.
Þetta er Kvartmíluklúbbur
þess vegna tel ég það eigi að vera í fyrsta forgang að gera það örugt sem við erum og stöndum fyrir að keppa í með breikun og lengingu kvartmílubrautar áður en við færum út kvíarnar í aðrar akstursíþróttir sem koma kvartmílu ekkert við.
Hringakstursbraut er gott mál en ekki forgangur í þessum klúbb.
Vettu hringakstur verður að mér finnst að bíða aðeins lengur.
Annars er þetta mikið undir Hafnarfjarðarbæ komið ef þeir eiga miljarð til að setja í þetta á einu bretti þá er það gott mál en ég veit það ekki enn hvar við eigum að fá okkar mótframlag 20%.
Agnar H Arnarson
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version