Kvartmílan > Almennt Spjall

Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?

<< < (2/16) > >>

Gunni gírlausi:
Ég vel hringakstursbraut, því að við eigum kvartmílubraut.

Mig minnir að þau tæki sem ég hef séð fara útaf, hefðu líka farið útaf þó að brautin hefði verið 4 metrum breiðari. Endilega leiðréttið mig ef ég er að bulla.

Hvað bremsukaflann varðar, þá verður lítið mál að lengja hann samhliða hringakstursframkvæmdum.

Ég vona að DrAggi tali ekki fyrir hönd stjórnarinar hér fyrir ofan, því að ég veit að okkar ágæti formaður hefur gaman af því að keyra í hringi.

Kveðja, Gunni

ÁmK Racing:
Mér finnst sniðugast að græja Kvartmílu brautina fyrst svo að hú geti tekið við þessum öflugu bílum sem menn eru að græja og kaupa í útlandinu góða.Án alvöru brautar geta þessir bílar ekki keyrt hér á fullu poweri.Fyrir mína parta er einhver hringur bara dauður og ómerkur sé ekki alveg hvað það kemur Kvartmílu Klúbbnum við að vera með einhver hring þó svo að það geti verið gaman að keppa í svoleiðis.Mér finnst að við ættum ekki að vera skipta okkur af hringakstursbraut heldur að laga bara það sem við höfum og stöndum fyrir semsagt Kvartmílu.Láta einhverja aðra um hitt sportið.Kv Árni Már Kjartansson

Dr.aggi:
Sælir það sem ég skrifa hér að ofan er mín persónulega skoðun.
Enda eins og ég hef áður sagt er þetta mál ekki einusinni komið á það stig að stjórn geti tekið einhverja afstöðu til áfangaskiftingu framkvæmda sem eru enn á verkfræðistofu að mér skilst, við vitum ekki einusinni kvort um áfangaskiftingu verksins sé að ræða eina sem við vitum að þetta er dýrt .
Ég var aðeins að spá í spilinn framm í tímann  ef menn hefðu skilið  það rétt sem ég skrifaði og meinti, þá væri ekki þessi umræða hér.
Og ekkert gaman.

Kvernig ætlast menn til að að hægt sé að taka stefnumarkandi mið af þessari skoðanakönnun ef menn kvitta ekki fyrir sig?


Agnar H Arnarson

HK RACING2:

--- Quote from: "ÁmK Racing" ---Mér finnst sniðugast að græja Kvartmílu brautina fyrst svo að hú geti tekið við þessum öflugu bílum sem menn eru að græja og kaupa í útlandinu góða.Án alvöru brautar geta þessir bílar ekki keyrt hér á fullu poweri.Fyrir mína parta er einhver hringur bara dauður og ómerkur sé ekki alveg hvað það kemur Kvartmílu Klúbbnum við að vera með einhver hring þó svo að það geti verið gaman að keppa í svoleiðis.Mér finnst að við ættum ekki að vera skipta okkur af hringakstursbraut heldur að laga bara það sem við höfum og stöndum fyrir semsagt Kvartmílu.Láta einhverja aðra um hitt sportið.Kv Árni Már Kjartansson
--- End quote ---
Er þetta ekki spurning um að hugsa um fjöldann í þessu máli,jú flott að eyða fullt af peningum í að græja brautina fyrir hvað 3 bíla sem þurfa breiðari braut og lengri bremsukafla,eða fara í það að gera hringakstursbraut sem myndi trekkja að hátt í hundrað manns eða fleiri,mér finnst þetta vera nokkuð augljóst í hvoru peningurinn gæti mögulega skilað sér í framtíðinni eða hvað finnst ykkur?

HK RACING(sem vill keyra beint áfram og í hringi)

ÁmK Racing:
Þeir eru nú fleiri en þrír sem þurfa alvöru braut.Mér finnst þetta hring dót bara skipta minna máli.Hvort sem það trekki að fólk eða ekki,þetta er örugglega voða sport en mér finnst þetta ekki vera mál Kvartmilu Klúbbsins.Kv Árni Már Kjartansson

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version