Kvartmílan > Almennt Spjall
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Einar K. Möller:
Án vafa eigum við að huga að okkar braut fyrst og fremst. Þetta er spurning að hugsa um það sem kvartmíluklúbburinn þarf, eða er klúbburinn orðinn svona margþættur að hann þarf að gera brautir fyrir alla hina líka ?
Mbk.
EKM
gstuning:
--- Quote from: "ÁmK Racing" ---Þeir eru nú fleiri en þrír sem þurfa alvöru braut.Mér finnst þetta hring dót bara skipta minna máli.Hvort sem það trekki að fólk eða ekki,þetta er örugglega voða sport en mér finnst þetta ekki vera mál Kvartmilu Klúbbsins.Kv Árni Már Kjartansson
--- End quote ---
Málið er að á hringaksturbraut væri hægt að hafa um 800-900m beinan kafla sem væri notaður í kvartmílu líka,
Þetta er gert á öllum brautum sem eru með nógu langann beinan kafla
Ég vill að kappakstursbraut sé í forgangi, en þegar hún er hönnuð að kvartmílu hlutinn sé tekinn með, þannig eru allir ánægðir..
Íslandi ÞARF kappakstursbraut.
Drift svæði = kappakstursbraut/malbiks plan
kvartmílubraut = hluti af kappakstursbraut.
Árni K : Kvartmílu klúbburinn er að taka að sér þá ábyrgð að koma af stað kappakstri á íslandi,, og það er mjög lofvert og verður aldrei gleymt.
Svo myndu mikið meiri peningar koma í kvartmíluklúbbinn þegar hann ætti svona braut, nóg til að kaupa allt kvartmílu dótið ;)
eins og tímaskilti.
strumpur1001:
Ég vill fá hringaksturbraut...
Ég held að þannig braut þýði bara auknar tekjur fyrir klúbbinn og auknar tekjur þýða væntanlega meira fjármagn til aðgerða ? .. spái því að mun fleiri áhorfendur og keppendur verði ef bæði kvartmílubraut og "kappaksturbraut" verði til
staðar.. verður endilega aukning á keppendum og áhorfendum ef brautin verður stækkuð og lengd ?
Davíð S. Ólafsson:
Varðandi breytingar á kvartmílubrautinni þá hefur sú hugmynd komið upp að lagfæra startið og lengja öryggissvæði í enda brautarinnar.
Við keppendur sem erum farnir að keyra undir 10sec og lægra þurfum á því að halda að hafa brautina lengri svo að fyllsta öryggis sé gætt.
Lagfæra þarf startið og koma þeim málum í gott horf. Hugmyndin að breyta startinu er sem sagt , færa það aftar og vinna með því nokkra tugi metra sem þá kemur til með að nýtast í lengri bremsukafla.
Ef lagfæring verður gerð á startinu þá er eina vitið að steypa startið. Rífa upp malbikið og leggja steypu í staðin. Ekki væri verra að leggja hitalagnir í startið og þá eigum við möguleika á að hita það þegar kalt er í veðri og svo þornar startið fyrr ef við getum keyrt hita í það.
Svona framkvæmd gagnast ekki bara fáum keppendum heldur okkur öllum. Betra trakk,betri 60 fet og svo betri tímar.
Er það ekki þetta sem við erum að keppa að.
Hver er fljótastur að fara frá A-B er kvartmíla :)
Ekki hversu nálægt fyrir fram ákveðnum tíma við erum. :shock:
Kv Davíð
Nóni:
--- Quote from: "Dr.aggi" ---
Kvernig ætlast menn til að að hægt sé að taka stefnumarkandi mið af þessari skoðanakönnun ef menn kvitta ekki fyrir sig?
Agnar H Arnarson
--- End quote ---
Á stjórnarfundi í febrúar þegar flokkar voru til umræðu og ég var að reyna að fá menn til að gefa sekúnduflokkum meiri séns heldur en eitt sumar þá spurðir þú hvort við ættum þá að hunsa þessa skoðanakönnun sem var í gangi þá um vilja keppenda um keppnisflokka þar sem kannski 10 kvittuðu fyrir sig en 42 tóku þátt. Verður maður ekki að fara eftir sömu reglum alltaf en ekki bara þegar manni hentar eitthvað?
Ég er sjálfur ekki búinn að taka þátt í þessari könnun vegna þess að ég vildi sjá hvað fólk vildi, ég ætti kannski að taka þátt.
Þau tæki sem farið hafa útaf brautinni á síðustu árum hafa yfirleitt gert það vegna bilana í þeim sjálfum, menn með tuskubremsur hafa ekki lent í vandræðum.
Þú segir að þetta sé Kvartmíluklúbbur, þetta er auðvitað rétt hjá þér. Hitt er annað að ef við viljum stækka klúbbinn og ná allt upp í 300-400 meðlimum verðum við að stofna deild innan KK sem nær yfir þetta sport. FH var líka fimleikafélag í upphafi en er nú stórveldi, það væri ekki ónýtt ef KK yrði stórt félag, kannski ekki eins og FH en eitt félag sem héldi utan um fleiri sportgreinar.
Félagar, varið ykkur á að tala út um afturendann, fram á veginn er málið.
Söfnum liði og peningum og förum sem fyrst út í þessa framkvæmd, lagfæring kvartmílubrautarinnar er svo hægt að hafa inni í heilu framkvæmdinni. Það er ekki rétt sem hér hefur komið fram að það kosti milljarð króna að koma upp hringakstri, það er aðeins sett fram til að slá það út af borðinu og hræða menn. Látum ekki hagsmuni örfárra aðila koma fram fyrir hagsmuni fjöldans, slysið í dag er bara eitt dæmi um að menn vantar svæði til að keyra hratt og fá útrás. Það væri ekki amalegt að keyra svona braut á hjóli sem er yfir 200 hö í aftruhjólið eins og formaðurinn á.
Þeir sem ekki geta með nokkru móti bremsað í endan geta bara keyr 1/8
Kv. Nóni
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version