Kvartmílan > Almennt Spjall
Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?
Racer:
Ef menn hjálpa öðrum aksturíþróttum að komast upp án þess að huga að því sem fyrst var og það sem langflestir vilja þá fá menn mun fjölbreytari og stærri hóp manna að kvarta.. menn kvarta yfir að kvartmílubrautinn sé ekki nógu löng og breið og aðrir kvarta að drift eða hringavitleysan sé ekki nógu góð og þá er allt komið til fjandans.
eins og margir segja og standa við: allt tekur sinn tíma og allt gott gerist seint en gerist samt.
kv. Davíð
Dr.aggi:
Sæll nóni: Enda var ekki tekin einhliða ákvörðun eftir þeirri skoðanakönnun varðandi flokkana,við blönduðum saman tveimur valkostum könnunarinnar.
Ég var bara að kvetja menn til að kvitta fyrir sig vegna fyrri reynslu.
Og svo var ég að kveikja á því að það eru 2754 notendanöfn á þessu spjalli svo einn og sami maðurinn getur haft mörg aðgangsorð og því kosið all oft.
Svo er líka fínt að sjá kverjir eru félasmenn í KK og kverjir ekki því ef allir þessir 2754 notendur myndu greiða félagsgjöld í KK þá stæðum við sterkir fyrir svona framkvæmd.
ÞEIR HAFA VÆNTANLEGA ENNÞÁ TÍMA TIL AÐ KVITTA FYRIR SIG ÞVÍ ÉG TEL ÞÁ VÆNTANLEGA VERA AÐ FYLGJAST MEÐ ÞESSU SPJALLI.
Agnar H Arnarson KK#8
Preza túrbó:
Ég kaus lengja og breikka brautina. vegna þess eins og Aggi sagði er hraði bílana orðinn gífulegur, og er að aukast í sumar ef að svo fer sem flestir vona að Þórður komi með "big fish-inn" til landsins að þá þarf að gera þessar framkvæmdir. Eins er Rúdólf að koma með sinn Pontiac og hver veit nema að þa séu að koma fleiri stórir bílar, svo er líka Einar Birgis, og fleiri
Kveðja:
Dóri G. :twisted: :twisted:
mikið fyrir lengingu og breikkun :D
Ingó:
Ég mæli með hringakstursbraut vegna þess að það kemur til með að margfalda tekjur fyrir KK og af því að það er tækifæri fyrir KK að vera fyrstir að gera slíka braut.
Ingó.
1965 Chevy II:
Ég kaus lengingu og breikkun brautarinnar.
Ég tel líka að það sé óskynsamlegt að tengja hringakstursbrautina við kvartmílubrautina til dæmis vegna veðurs,það eru ekkert of margir góðir dagar sem við höfum til að keppa og það er vont að láta það rekast á við aðrar keppnir eða æfingar á hringakstursbraut,erfiðara að fresta kvartmílukeppnum ofl.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version