Kvartmílan > Almennt Spjall

Könnun, breikkun og lenging brautar eða hringakstursbraut?

<< < (6/16) > >>

Sara:
Ég vil fá breikkun og styrkingu á startinu og hringakstursbraut og meiri fjölbreyttni í akstursíþrótta flóruna, fyrir mína parta tel ég það vera í farvatninu að koma upp hvoru tveggja, sem er gott, í dag nefnilega gerast hlutir hratt og örugglega, peningarnir koma með fleiri félögum og stærri framkvæmdum sem laða að sér fjölbreytt akstursíþróttastarf! Ég er sammála Nóna hér með að ofan með FH, það er orðið stórveldi í dag, en ekki bara fimleikafélag, samt er alltaf talað um Fimleikafélag Hafnarfjarðar þó að verið sé að spila handbolta, sama verður gert hjá okkur nema að við verðum ekki með handbolta, heldur akstursíþróttir sem krefjast malbiks til iðkunar. Málið er það að það kostar að stækka svæðið okkar, en í dag má semja við lánastofnanir til langs tíma og það er það sem við ættum að stefna að, ekki að vera með rörsýn á gamla daga.
Þetta er mín prívat skoðun og hefur ekkert með stjórn KK að gera 8)

Dr.aggi:
Sæl.
Að sjálfsögðu er þessi könnun bara rannsóknarverkefni.
En að sjálfsögðu er það ekki sanngjarnt gagnvart félagsmönnum KK sem hafa greitt og greiða félagsgjöld vegna kvartmílunnar að það sé settar stórar fjárhæðir í verkefni í fyrsta forgang fyrir hóp sem er ekki í klúbbnum en hefur haft tækifæri til þess því jú stór hluti þessa hóps hefur tekið þátt í föstudagsæfingum og valla tímt að koma sér upp hjálmi kvað þá að borga félagsgjöld til kk
hvað þá þegar þau þurfa að bæta við mun meiri öryggisbúnaði: VELTIBÚRI, NOMEX KEPNISGALLA,FIMM PÚNTA ÖRYGGISBELTI o.fl.
Þannig að þau rök að fá krakkana af götunni er FALLIN.

Því þið gerið ykkur það örugglega ekki ljóst að fólk verður ekki hæft í hringakstur aðeins með strípur í hárinu og í Gucci skóm.

Þið krakkar talið um að þið viljið hraða?
það er engin akstursíþrótt eins hröð í heiminum eins  og Kvarmíla.

Kv.
Agnar H Arnarson

JHP:

--- Quote from: "Dr.aggi" ---það er engin akstursíþrótt eins hröð í heiminum eins  og Kvarmíla.

Kv.
Agnar H Arnarson
--- End quote ---
Ekki trúir þú því sjálfur að það hafi allir gaman af því að keyra beint áfram  :roll:

Ég vill fá hring og drift braut,Það mæta pottþétt mörgumsinnum fleiri á það en hafa gert á þessa fínu beinu malbiksræmu undanfarið!

baldur:
Bretinn er mikið í því að keyra 1,25 mílu, þar er ekki óalgengt að götubílar séu að ná 200mph án þess að hafa tuskubremsu.

Nóni:

--- Quote from: "Dr.aggi" ---Sæl.
Að sjálfsögðu er þessi könnun bara rannsóknarverkefni.
En að sjálfsögðu er það ekki sanngjarnt gagnvart félagsmönnum KK sem hafa greitt og greiða félagsgjöld vegna kvartmílunnar að það sé settar stórar fjárhæðir í verkefni í fyrsta forgang fyrir hóp sem er ekki í klúbbnum en hefur haft tækifæri til þess því jú stór hluti þessa hóps hefur tekið þátt í föstudagsæfingum og valla tímt að koma sér upp hjálmi kvað þá að borga félagsgjöld til kk
hvað þá þegar þau þurfa að bæta við mun meiri öryggisbúnaði: VELTIBÚRI, NOMEX KEPNISGALLA,FIMM PÚNTA ÖRYGGISBELTI o.fl.
Þannig að þau rök að fá krakkana af götunni er FALLIN.

Því þið gerið ykkur það örugglega ekki ljóst að fólk verður ekki hæft í hringakstur aðeins með strípur í hárinu og í Gucci skóm.

Þið krakkar talið um að þið viljið hraða?
það er engin akstursíþrótt eins hröð í heiminum eins  og Kvarmíla.

Kv.
Agnar H Arnarson
--- End quote ---



Þetta sýnir berlega hver afstaða manna er til að fá nýtt fólk inn í klúbbinn með breiðari sýn. Dapurlegt.
Fæstir borga félagsgjöld bara í þeim tilgangi að styrkja klúbbinn þó að þeir finnist nokkrir. Fólkið sem kom upp á kvartmílubraut á síðasta sumri til að keyra hefur allt þurft að borga félagsgjaldið, það er meirihluti félagsmanna sem hér er um að ræða að mínu mati og eru þeir ekki endilega að setja búr og fá sér keppnisgalla ef þeir ekki þurfa þess eins og á okkar braut.


Kv. Nóni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version