Kvartmílan > Almennt Spjall

Helgi--Auðunn og fleiri "MC" menn!!!

<< < (15/20) > >>

Dr.aggi:
eða eins og góður maður sagði:
Færa reglurnar úr SE yfir í MC
Og færa reglurnar úr GF yfir í SE.
Og færa síðan reglurnar úr MC yfir í GF

ALLIR GLAÐIR  :roll:

Kv.
Aggi

Kiddi:
Ætti maður í stjórn ekki að taka öllum tillögum/umræðum jákvætt, í stað þess að snúa út úr, hálf hunsa og segja lélega brandara... þegar menn með flotta keppnisbíla hafa eitthvað að segja :?:  :wink:

Dr.aggi:
Meiningin var ekki að móðga eða særa einn eða neinn heldur aðeins að reyna að opna augu manna og velta fyrir sér hvað breytingar hafa í för með sér.
Kvaða áhrif þær hafa á ákveðna heildar mynd.
Að skindi breytingar geta orðið ein hringa vitleysa.

Kv.
Aggi

1966 Charger:
Sumir vilja toga MC í áttina að SE.  Það er óþarfi.  Ef keppendur vilja fara í SE (sem er þá kalkúnaflokkur ef MC er kjúklingaflokkur fyrir þá sem vilja hafa þetta á leikskólamáli) þá breyta þeir bara bílunum í þá átt.  Mér finnst skynsamlegra að toga MC í áttina að þessu hér í framtíðinni :http://www.fastraces.org/  þótt ég geri mér grein fyrir að vegna bílafæðar getum er ekki raunhæft að kópera þetta.  En lágar 11 á 125 mph á original útlítandi F60-15 dekkjum.  Það þætti þokkalegur tími í SE.  
    Annars er þessi umræða fín NÚNA......

Smá spurning:  Það eru allskonar reglur á sveimi hér og ég og fleiri erum kannski farnir að líta of mikið á smáaletrið (pústsverleiki, dekkjategund o.s.frv.) en mér finnst vanta að hér sé opinberað fyrir hverskonar bíla MC og SE eru.  Það er að segja hverja eru forsendurnar? Hvernig var þetta hugsað upphaflega hjá þeim ágætu mönnum sem bjuggu til fyrstu MC reglunar?  Er það einhversstaðar til?

Dr.aggi:
Sæll.
Ég var held ég búinn að skýra það út,einhverstaðar hér að framan.
Og ég held ég ætti að vita það þó ég sé ekki alvitur né óskeikull.
En ég var víst stjórnarmaður þegar þessi flokkur MC var búinn til og var markhópurinn Ak-inn rúnturin, það er að segja bílar á rúntinum gætu komið og keppt án tilkostnaðar,það er að segja start flokkur fyrir áttagata bíla.

Og jú frum kjörorð KK : Hraðakstur af götum bæjarins inn á lokuð svæði.


SE var hinns vegar endurvakinn þegar slikkar og opið púst var leyft í GF
sem var flokkur á götuslikkum og lokuðu pústi og varð því vöntun á flokki fyrir bíla með lokað púst og götuslikka.

Þannig að þið sjáið að fyrir mér og fleirrum sem höfum verið viðriðnir þetta lengi að þetta var ekkert gín þetta þarna hjá mér áðan.


Kv.
Aggi

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version