Kvartmílan > Aðstoð

Lélegur gangur þegar hann er kaldur

<< < (3/6) > >>

Antonst:
Kertin líta ekkert alltof vel út, er að fara að skipta um þau... ætla að kaupa mér svona  út í bensínið og það er fín hugmynd um að kíkja á bensínsíuna... ekki veit einhver hvar hún er stödd í svona bíl er hún við tankinn eða ???

Gizmo:
Þarna er ein...
það er ábyggilega önnur við dæluna sjálfa, milli grindar og vélar

chewyllys:
Sælir.Þetta er bara eðlilegt,þegar að ekkert innsog er notað.Þú ert með gott háspennukefli ca.48000 v,ef ég man rétt.MSD 6A,væri mjög hentugt og bætir bæði start og hægagang.Torin er mjög góður,3310  750 cfm.vac sec.(sýnist mér allavega)Hvernig eru kertin á litin?

baldur:
Málið er að MSD 5 er bara fjölneistabúnaður, það er ekki með neinn spennumagnara og þarf því að hlaða háspennukeflið upp. Á háum snúningi er lítill tími til að hlaða háspennukeflið upp á 8 cylendra vél ef sama keflið þarf að þjónusta alla cylendra. MSD 6 er kveikjumagnari sem að hleður upp þétti og keyrir þá háspennukeflið á einhverjum 400V. Þetta gefur mjög sterkan neista og þéttirinn hleðst upp mikið hraðar heldur en járnkjarninn í háspennukeflinu þannig að þetta gefur sterkan neista á háum snúningi líka.
Ég myndi frekar taka MSD 6AL í svona blöndungsbíl, það er svo gott að hafa revlimiter til að grípa vélina ef eitthvað í drifrásinni klikkar eða gripið er takmarkað.

Gizmo:
Reyndar gefur MSD 5 fjölneista, en hún þolir ekki neitt yfir 6000rpm á V8 og hentar ekki með "magnetic pickup" og ekki er mælt með að nota MSD 5 með HEI kveikjum.  Fyrst og fremst ætluð í gamla farlama platínubíla.  (hún gefur þó samt 375 volt til keflis skv MSDignition.com)

Verð á Summit;

6A 148,88 $
6AL 205,88 $, + viðeigandi útsláttarpillur ca 22 $
6Digital 309,88
Í raun munar ekki nema 80 $ á 6AL og Digital.

Það er alveg klárt að útsláttur getur sparað manni mikið ef eitthvað fer úrskeiðis.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version