Kvartmílan > Aðstoð
Lélegur gangur þegar hann er kaldur
Ingvar Gissurar:
Á linknum hér fyrir neðan átt þú að geta fundið út hvaða blöndung þú ert með og eithvað af uppl. um stillingar oþh. á honum.
http://www.mortec.com/carbs.htm
Ef þú ert með mjög heitan ás þá getur það haft einhver áhrif á þetta líka.
Gizmo:
--- Quote from: "1981-Corvette" ---
en á ég að fá mér einhverja gerð af msd kveikju eða á ég bara alfarið að hætta að hugsa um að fá mér svoleiðis ????
--- End quote ---
HEI kveikjan er mjög góður búnaður og dugir vel á götubíla. En, í mínu tilfelli þá var kveikjan smíðuð 1976, semsagt orðin 30 ára. Það er eitt að vera með nýtt, en svo er aðalmálið með MSD kveikjurnar (ef teknar með almennilegum CDI boxum) að þær gefa 3 neista uppí 3000-3300 snúninga á hvern cylender. Hitt sem mér þykir áhugaverðara er að þú getur mjög auðveldlega stjórnað hve mikið hún flýtir sér og hvernig, Td getur þú ráðið hvort öll flýtingin er komin inn við 2000 eða 3500 snúninnga og allt þar á milli svo dæmi sé tekið. Original kveikjur eru mjög hóflegar þegar kemur að flýtingu (td vegna mengunarvarna), og eru uppsettar með litla flýtingu í hægagang, þannig að þarna liggja hestarnir og bætt snerpa úr hægagang. Þú getur fengið "HEI Advance kit" í gömlu kveikjuna, en svoleiðis er rusl við hliðina á búnaðinum í MSD kveikjunum.
Í minni vél var erfitt að starta velinni ef kveikjan var flýtt mikið yfir 12° en hann vann mun betur ef ég setti í gang og flýtti henni svo. Olds þykir td gott að vera um 18° í hægagang, en startararnir brotna við að starta með svo mikið flýtta kveikju.
Þannig að, með MSD get ég fest hana á 18° og látið hana svo flýta sér 18° til viðbótar í samtals 36° við ca 2300 snúninga. Það er fullreynt að Olds líður mjög vel þar, en það getur verið erfitt að setja gamla HEI kveikju upp með einhverju kínversku vikta og gormarusli með þessari nákvæmni. 1° skiptir máli þarna....
Til að startarinn hafi hana í gang þá er Digital 6 boxið með "start retard" sem seinkar kveikjunni um 20° þegar startað er svo við startið er kveikjan á +2° sem gerir startið mjög létt.
Ef þú kaupir ekki dót í bílinn núna, þá munt þú alveg örugglega ekki gera það þegar dollarinn hefur hækkað aftur upp.
Antonst:
Þakka ykkur kærlega fyrir öll svörin, nú er bara að snúa sér að fara að brasa í bílnum, en Gizmo er þetta bara MSD 6 kveikja sem þú ert að tala um þá, ég er mikið að spá í að panta þetta bara af ebay en var að pæla í hvort þú eða einhver annar getið aðeins hjálpað mér að finna út hvað ég á að kaupa til að ég kaupi ekki bara eitthvað, ég er bara ekki nógu mikið inní þessu... endilega hjálpið mér ;)
og ætla endilega að drífa mig í þessu á meðan dolalrinn er svona lár :) nýtti mér það þegar ég flutti hann inn í sumar :)
Kveðja Toni
Svenni Devil Racing:
sælir Flott vette hjá þér ,en ef þú kemur einhvern tíman á höfn toni þá er alveg minsta málið að hjálpa þér í þessu , hafðu bara samband...
shadowman:
Sæll Toni
Svona gangur í mótor getur verið út af ýmsu enn vatn ó bensíni er mjög góð uppástunga en ég hallast að blöndunartækinu . MSD 5 er mjög góð lausn og svín virkar en ég held að það sé ekki vandamálið hjá þér . Hvernig líta kertin út í bílnum ? hvernig er bensínsían ? þar sérðu hvort sé vatn í bensíninu . Bara svona hugmyndir.
Shadowman :?:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version