Kvartmílan > Aðstoð

Lélegur gangur þegar hann er kaldur

(1/6) > >>

Antonst:
Sælir,
ég var að velta því fyrir mér hvortþað sé eðlilegt að bílinn hjá mér gangi soldið illa þegar hann er kaldur, ég þarf að halda honum í gangi í svona 30 sek með því að vera aðeins á bensíngjöfinni, og helst aðeins að pumpa áður en ég set hann í gang.. endilega látið mig vita ef þið vitið einhver ráð við þessu, mér var sagt að kaupa mér MSD 5 til að fá betri gang í hann.

Bílinn:
Corvette 1981
350 Chevy sjálfskipt
flækjur
Heitur ás....

Endilega látið mig vita ef þið hafið einhver ráð... :) Takk

baldur:
MSD 5 er bara drasl, það er framför í bílum sem eru með platínukveikju en ekki sem eru með HEI eða neinn slíkan búnað.
Þetta er líklegast eitthvað bensínblöndumál, hvernig blöndung ertu með? Spurning hvort það þurfi að eiga eitthvað við sjálfvirka innsogið.

Gizmo:
Vatn í bensíni er algjör klassiker þegar kemur að undarlegum ógangi.  Bílar sem eru lítið notaðir geta safnað vatni í bensíntanka eins og hinir þannig að gott er að setja skvettu af almennilegum vatnseyði annað slagið, td QMI Fuel Treatment frá Bílanaust.

Hvað með kerti, lok, hamar þræði og þh ?

Hefur þú verið að setja hann mikið í gang án þess að leyfa honum að hitna í hvert sinn ?  Ef ekki þá ertu að biðja um blaut kerti.  Þau lagast ekki að sjálfu sér.

Gamalt bensín ?

Orginal blöndungur eða annað ?

Já og ég er sammála Baldri, MSD 5 væri afturför frá kveikjunni sem þú átt að vera með (HEI)  Ég var að panta mér MSD og ég tók Digital 6, hún er ekki mikið dýrari en 6AL, en þú getur stillt útslátt án þess að skipta um "pillurnar" og haft kveikjuseinkun í startinu svo eitthvað sé nefnt.

Sjálfvirkt, manual eða óvirkt innsog ?

Antonst:
gleymdi kannski að nefna það að það er ekki sjálfvirkt innsog í bílnum, og handvirka er ekki tengt... þó að maður haldi innsoginu inni bara með hendinni þá drepur hann strax á sér.. sorry en ég veit ekki hvaða stærð af holley er í henni.

Hún er sjálfskipt....

kannski er þetta alvig eðlilegt að hann láti svona ég veit það ekki...
en á ég að fá mér einhverja gerð af msd kveikju eða á ég bara alfarið að hætta að hugsa um að fá mér svoleiðis ????

Nei ég hef ekki verið að setja hann í gang án þess að leyfa honum að hitna... er búinn að kaupa ný kerti í hann á bara efitr að skipta um þau..



Vó soldið stórar æææ skiptir ekki, Vonandi hjálpar þetta eitthvað....

Gizmo:
Þú getur still hve mikið fremri hólfin opnast með innsoginu, sennilega er þetta þannig stillt að hann opni þau ekkert og drekki honum í bensíni þegar þú setur innsogið á.  Mig minnir að stilliskrúfan sé beint undir þar sem innsogsbarkinn ætti að tengjast.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version