Kvartmílan > Almennt Spjall

Fyrir keppendur og æfendur á skráðum ökutækjum!!!

<< < (5/8) > >>

Firehawk:
Ef ég hef skilið allt rétt...

þá eru KK og BA núna innan ÍSÍ.
Það þýðir að ef menn eru félagar í BA eða KK og slasast á æfingum eða keppnum þá eru menn tryggðir sem íþróttamenn og eiga ýmiskonar réttindi og bætur fyrir það. Rétt eins og þeir væru í fótbolta eða á skíðum.

Þetta er aðal ástæðan fyrir því að ekki er lengur hægt að keppa og æfa án þess að vera í klúbbunum.

Ökutækið og tjón af völdum þess er hins vegar annað mál.

-j

Jón Þór Bjarnason:
Ég var hjá Sjóvá í morgun og þeir vildu bara láta mig hafa þessa viðauka tryggingu fyrir hvert skipti sem ég færi upp á braut. (Svakaleg fyrirhöfn í hvert skipti.) Nóni er einhver með viti sem ég get talað við hjá Sjóva því mig langar alveg rosalega að keppa í kvartmílunni. :)  :)  :)

Nóni:
Það er Arndór sem maður þarf að tala við hjá Sjóvá en við erum að vinna í því að fá tryggingafélögin til að skilja þetta með kvartmílubrautina, það er ekki sama hættan þar eins og í rallý og þess vegna ætti að vera hægt að hafa kvarmílubrautina inni í tryggingaskilmálum ef maður vildi það.

Málið er í vinnslu.



Kv. Nóni

440sixpack:
Hjá TM er þetta ekkert mál, tók 2 mín. í gegnum síma fyrir allt sísonið. Tryggingin felur í sér sömu tryggingu og viðkomandi er með á götum borgarinnar. Svo er ÍSÍ tryggingin til viðbótar að mér skilst. Farið bara með bílana ykkar í almennilegt tryggingafélag.

Bannaður:

--- Quote from: "Nóni" ---það er ekki sama hættan þar eins og í rallý
--- End quote ---


Þú hlýtur að vera grínast

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version