Kvartmílan > Almennt Spjall
Fyrir keppendur og æfendur á skráðum ökutækjum!!!
Lostboys:
Þetta fækkar keppendum á æfingum/keppnum stórlega ef að þetta á að viðgangast að mínu mati. Mjög óaðlagandi! Eitt af "trikkum" LÍA??
Hvað ætlið þið að gera í málinu??
Vinsamlegast ekki svara með hroka!
Kristinn Rúdólfsson.[/quote]
Kiddi ég myndi nú bara þakka LÍA fyrir að benda á þetta því að sammkvæmt mínu tryggingafélagi VÍS þá erum við búnir að vera ótryggðir þarna út á braut
Nóni:
Jú Árni, ég hef það fyrir satt að bæði hjá Sjóvá og TM hafi menn fengið þetta fyrir ekki neitt og er reyndar búinn að spyrja um þetta sjálfur og þá kynnt mig sem stjórnarmann í KK, þetta er eitthvað skrýtið með VÍS því að ég vissi ekki að það væri nein samkeppni í gangi hjá þessum aðilum. Þeir ættu nú frekar að vilja tryggja menn á kvartmílubrautinni heldur en í rallý að mínu mati.
Kv. Nóni
Lostboys:
Þannig að þú hefur þá ekki talað við VÍS því að þeir taka þetta ekki í mál að gera svona viðauka sem að gerir það að verkum að þeir sem að eru tryggðir hjá VÍS þurfa að tryggja annarstaðar eða ekki að keppa. Miðað við þau svör sem að ég fékk hjá VÍS þá er ég ekki tryggður upp á braut
Racer:
--- Quote from: "Lostboys" ---Þannig að þú hefur þá ekki talað við VÍS því að þeir taka þetta ekki í mál að gera svona viðauka sem að gerir það að verkum að þeir sem að eru tryggðir hjá VÍS þurfa að tryggja annarstaðar eða ekki að keppa. Miðað við þau svör sem að ég fékk hjá VÍS þá er ég ekki tryggður upp á braut
--- End quote ---
Rallí karlarnir.. senda bara keppnisleyfisnefnd uppí vís!
Bannaður:
Samkvæmt minni vitund eru menn ekki tryggðir af sínu tryggingafélagi í keppni eða æfingum (þar sem teknir eru tímar) nema í gegnum tryggingastofnun. Svona er þetta búið að vera í fjölda ára alveg sama hvort það er rallý eða kvartmíla.
Það sem tryggingarnar bæta er skaði á öðrum eða þriðja aðila sem viðkomandi getur valdið.
Hægt er að reyna kaupa sér slysatryggingu en þegar vel er að gáð þá gilda þær ekki yfir akstursíþróttir.
Eina tryggingin sem menn geta haft fyrir sjálfan sig fyrir utan öryggisbúnaðinn er líftrygging hjá Alliance, Sun Life eða eitthvað svipað.
Hvort tryggingarnar bæti svo bíla eða annan búnað í gegnum kaskó sem skemmist í keppni, leyfi ég mér að stórefast um það því það er hægt að kaskó tryggja keppnistæki en það er alveg sér trygging.
Menn ættu að kynna sér tryggingarnar sínar vel og hafa þær á blaði en ekki orð sölumannsinns.
Mjög einfalt ef Vís er með bull, bara tryggja annarsstaðar þar sem "Tryggingarnar snúast um fólk"
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version