Kvartmílan > Almennt Spjall

Fyrir keppendur og æfendur á skráðum ökutækjum!!!

<< < (3/8) > >>

Kiddi:
Ég fór til míns Tryggingafélags í dag (VÍS), þar könnuðust menn ekkert við að Kvartmíluklúbburinn væri búinn að ræða við þá í sambandi við viðauka í ábyrgðartrygginguna viðkomandi keppnum og æfingum.
Þetta væri mjög sennilega aukin kostnaður við iðngjaldið o.s.frv sem að stjórnarmenn KK ættu að ræða við yfirmenn VÍS í Ármúla.
Þetta þarf að gefa út fyrir hverja keppni, hverja æfingu o.s.fv. var mér tjáð, ekki einhvern  mánuð eða tímabil heldur einn ákveðin atburð.

Mitt álit: Fúll yfir því að KK er ekki búinn að ræða við Vís, þetta er meira mál heldur en Nóni lætur uppi (Nóni, það þýðir ekki bara að tala við sitt félag).
Fúll yfir auknum kostnað á iðngjaldið, fúll yfir því að það þurfi að fá leyfi/sækja um þetta við hvern einasta atburð sem þú tekur þátt í...
Ætlaði að koma á æfingu á fimmtudag (7. Júlí), get ekki séð að það takist vegna seinagangs stjórnar við að koma þessu á framfæri eða hvað þá að tala við öll tryggingafélögin.

Þetta fækkar keppendum á æfingum/keppnum stórlega ef að þetta á að viðgangast að mínu mati. Mjög óaðlagandi!  Eitt af "trikkum" LÍA??

Hvað ætlið þið að gera í málinu??
Vinsamlegast ekki svara með hroka!
 

Kristinn Rúdólfsson.

Nóni:

--- Quote from: "Kiddi" ---
Hvað ætlið þið að gera í málinu??
Vinsamlegast ekki svara með hroka!
 

Kristinn Rúdólfsson.
--- End quote ---


Sæll Kiddi, það er rétt hjá þér að ég hef bara talað við mitt tryggingafélag, hins vegar hélt ég að það væri engin samkeppni og allt eins hjá þeim þannig að það skifti engu máli við hverja maður talar.
Ég var beðinn að koma þessu til skila til keppenda svo að hægt væri að ganga frá þessu.
Hvað var mikill auka kostnaður ofan á iðgjaldið?

Vona að þér finnist ég ekki vera með hroka þegar ég segi að þú hefur einungis komið einu sinni að mínu viti upp á braut í sumar með Transinn og þú ert á listanum yfir menn sem eiga flott tæki en koma ekki upp á braut og keppa eða æfa en rífa kjaft yfir að hlutirnir séu ekki lagi.

Kv. Nóni

Kiddi:
Það var ekkert farið út hversu mikill kostnaður þetta var, málið var á byrjunastigi og var mér bent á það að stjórnarmenn KK ættu að hafa samband fyrst áður en að einhver leyfi yrðu gefin.

Ég hef margar ástæður fyrir því að ég hef aðeins komist einu sinni út á braut í sumar.

En með þennan lista þinn og að rífa kjaft er ég ekki að kaupa...... Þetta eru ábendingar en ekki einhver kjaftur eða leiðindi eins og stjórnarmenn vilja oft túlka, sem er miður. Það er alltaf pláss fyrir ábendingar og pælingar, líka hjá vel reknum klúbbum, fyrirtækjum o.s.frv.  
Auðvitað er maður með kjaft einstöku sinnum en það er ekki við stjórnarmenn, frekar við afturhaldskerlingar úr Hafnarfirði  :o

Nóni:
Kiddi minn, eins og þú veist er þessi listi ekki til nema þá í höfðinu á einhverjum sem vita helling. Við tölum stundum um hvað mörg tæki séu til en ekki margir láti sjá sig á brautinni.
Það er alltaf gott að fá ábendingar og þess háttar og þakka þér og öðrum fyrir það, það er víst bara ekki sama hvernig hlutirnir eru settir fram á skjánum eins og ég þekki því að það sem getur misskilist mun misskiljast og hitt líka þó að það eigi ekki að geta misskilist (Valur veit þetta líka eins og ég. :D ).


Kv. Nóni

Lostboys:
Ég var hjá VÍS áðan og þeir vilja ekki gefa út svona viðauka fyrir kvartmíluna sagði hann að þeir gerðu þetta ekki nema fyrir rallið og einga aðra kvartmílan félli ekki undir þennan flokk þeirra og sagði hann að maður væri ótryggður að þeirra hálfu ef að maður væri að keppa eða æfa sig útá braut.  Þannig að þeir sem að hafa verið tryggðir hjá VÍS undanfarin ár hafa sem sagt verið ótryggðir í keppnum eða á æfingum.  Held að menn ættu nú að fara að ath með sitt félag hvort að þeir séu allveg örugglega tryggðir það er slæmt ef að menn halda það og eru það svo ekki þegar á reynir.  Ég hefði haldið að þeir væru fegnir því að við værum að djöflast þarna með hraðan heldur en að vera að spyrna innanbæjar á milli ljósa hehehe.

kv.
Árni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version