Já drengur, allt sem ég hef gert við Firebirdinn síðan ég fékk hann hef ég gert sjálfur fyrir utan það að setja saman skiptinguna, ég hefði hæglega geta gert það sjálfur en ég fékk vin minn til að gera það vegna þess að ég var að falla á tíma fyrir Bíladellu 2003.
Hann setti hana saman á meðan ég kláraði að setja vélina saman.
(það var unnið 16 tíma á dag, dag eftir dag til að klára fyrir sýninguna)Og ég lét smíða fyrir mig púst undir hann, ég á ekki púströra beygjuvél.
Allt annað gerði ég eða mínir vinir heima hjá mér í góðum fíling.
Það sem ég á við er það að þessir gömlu bílar bila mun meira en nýjir, og þó svo að þeir bili ekki þá er sumt bara úr sér gengið.
Svo þegar vélar og annað er allt orðið kengtjúnað þá fara hlutirnir bara að gefa sig fyrr.
Og þessum bílum er oftast ekið talsvert grimmar en litlu sjálfskiptu heimilis bílunum hennar mömmu sko, það spilar líka inní í því að viðhaldið er meira.
Vonandi gengur þér bara vel með bílinn og vonandi hitturðu á menn sem vita hvað þeir eru að gera vegna þess að það er ekkert öruggt að bifvélarvirkjar í dag viti hvað þeir eiga að gera með þessa gömlu bíla, það er ekki eins og það sé svo mikið til af þeim að þeir hafi allir svaka reynslu í að viðhalda þeim