Kynnið ykkur Facebook síðu klúbbsins
er þetta sævar p. í keflavík sem er að versla ???
Meira um GT 500KRÍ síðustu viku var fjallað um ný -innfluttann 1968 Mustang GT 500KR. Nú er hægt að upplýsa að þessi bíll er í eigu eins félaga okkar sem býr í Lúxemborg og á hann fyrir Mustang GT 350. Þennan bíl eignast hann í Bandaríkjunum og flytur hér í gegn, þar sem til stendur að sprauta hann og almennt yfirfara bílinn áður en hann fer til eiganda síns í Lúxemborg. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda, þá eignast hann bílinn í byrjun þessa árs frá Illinois og hafa eingöngu þrír eigendur varið af honum, þar af sama fjölskyldan frá 1970 og af þeim tíma var hann í geymslu í 20 ár. GT500KR Fastback voru aðeins framleiddir í 933 eintökum árið 1968 og aðeins 299 sem voru framleiddir með þeim aukahlutum sem komu með þessum bíl frá verksmiðju. Eins og áður kom fram á sami aðili 1968 Mustang GT 350, en 1253 voru framleiddir árið 1968. Þann bíl eignast hann frá Svíþjóð og er hann fyrrum bílaleigubíll hjá Hertz, en samkvæmt skrám voru 225 Shelby Cobra bílar seldir til Hertz á árinu 1968. Þessi GT 350 verður fluttur hingað til uppgerðar frá grunni þó svo að hann sé í nokkuð góðu standi, en báða þessa bíla ætlar viðkomandi að gera sem upprunalegasta. Því miður verða þessir bílar ekki á götum hér, allavega ekki í bráð, en við munum fylgjast með uppgerð þeirra og reyna að birta myndir af þeim báðum eftir uppgerð. Við óskum eigandanum til hamingju með þá báða. [11.04]jsl