Sælir félagar
Fyrir það fyrsta; Ég fékk ekki að fara inn á planið hjá Eimskip til að skoða þennan bíl
Hitt er annað mál að ég tók myndina af bílnum sem er hér á netinu, og verð að byðjast afsökunar á gæðunum þar sem hún var tekin í grenjandi rigninu upp við Kleppsspítala með öflugri linsu.
Hitt vissi ég að bíllinn var á koppum þar sem ég hef séð svona hjólkoppa áður (eitt það ljótasta sem ég hef séð) og ég veit að þeir fást keyptir hjá öllum þeim sem selja varahluti í Mustang og Shelby.
Þessir koppar eiga að vera eftirlíking af "Torqu Thrush" felgunum sem eldri bíllinn var á (Bjakk).
Ekki felgurnar heldur kopparnir
Hvað varðar framleiðslutölurnar þá er smá spuring með túlkun.
Ég hef líka séð þessar tölu um að 933 bílar hafi verið framleiddir, og á sama stað þar stóð að margir teldu að GT500 bílar sem framleiddir voru eftir mitt ár 1968 og voru skráðir 68 árgerð, hefðu allir verið KR bílar en það hækkar að sjálfsögðu töluna ef rétt er.
Það breytir hinns vegar engu um hversu spes þessi bíll er.
Ég var nú reyndar ekki meira viss um koppana en það að ég hringdi í Guðmund Kjartans, sem er manna fróðastur um þessa bíla og spurði hann um þetta og líka um uppgefin hestöfl á vélunum.
Hann hélt að Shelby hefði jafnvel auglýst vélarnar í KR bílnum 350-360hö en var ekki viss, en það er alveg á hreinu að 335hö er talan sem Ford gaf upp sem hestöfl á þessum vélum hvort sem það er raunverulegt eða ekki.
Varðandi greinina á fornbill.is, þá er sýnilegt að þar hefur ekki verið vandað til um heimildaöflun, þó að það sé tiltölulega auðvelt þegar um Mustang eða Shelby er að ræða.
Það er mikið af fróðleiksmolum í henni en líka mikið um hreinar rangfærslur þó að það kannski eigi betur við að kalla það villur.
Ég vona bara að við fáum að sjá þennan bíl sem mest á rúntinum um ókomin ár og óska eigandanum til hamingju.
(Ég vona bara að það sé rétt með hinn 68 Shelby-inn sem sagt er að sé GT350 og sé á leiðinni til landsins)