Kvartmílan > Mótorhjól

Mótorhjól

<< < (4/7) > >>

PHH:
Ágætis hugmynd. Ég er samt ekkert hrifinn af því að keyra saman flokka, því að hvað mig varðar snýst þetta um keppnina og að hafa gaman af því að keppa og að ná sem mestu út úr því sem að maður hefur(og kanski hafa betur 8) ) en ekki að safna verðlaunagripum.
Það er ekki spurning að það er erfiðara(meira challange) að ná góðum tíma á hjóli með styttri afturgaffal og götudekk en lengdu á slikka.
Svo væri kanski mál að keyra saman breytt 750 með óbreyttum 1000 osfr. Til að jafna keppnina.

1000cc:
þetta snýst ekki um að safna verðlaunagripum,heldur um að vera með og hafa gaman af ,eins að reyna að gera alltaf betur og betur.

Svo er alltof seint að fara að breyta reglum núna fyrir þetta tímabil,það eru nú ekki nema hvað 2-3 mánuðir í fyrstu keppni,en gera það þá núna fyrir næsta ár.

En hvernig skilgreinirðu óbreytt hvað má gera ,má setja flækju powercommander og síu eða ekkert,eða einhvað meira?

Og hvað á að gera við þá sem eru búnir að breyta?
 

Og annað það er lítið mál að banna slikka,rafskipta og lengingar, en mætti maður þá mæta á 195-200 hestafla 1000cc hjóli í 1000 flokkinn væri það í góðu.

Chevy Bel Air:
Það eru alltof margir sem mæta í keppni bara til að vinna og verða svo fúlir ef það gengur ekki eftir. Menn eiga bara að mæta og hafa gaman af.Því fleiri keppendur því  meira fjör. Diddi það væri gaman að sjá þig keppa í sumar. kveðja Arnar Kr.

1000cc:
Það er alveg rétt Arnar.það gæti kanski gerst að maður fengi sér nýtt og myndi mæta...???og þá kanski bara standard :D

Davíð S. Ólafsson:
Þetta er flott hjá ykkur strákar. Nú er loksins komin af stað umræða um mótorhjól í kvartmílu, hvað þarf að gera til að fjölga í flokkum og svo f.r.v. Didda er nú sárt saknað á brautinni af okkur og vonandi lætur hann sjá sig sem fyrst.
Hvernig væri að boða til fundar í Kvartmíluheimilinu og ræða um hjól ,breytingar og það sem þarf að gera til þess að sem flestir sjá sér fært að mæta á míluna og hafa gaman af.
Eins og áður hefur komið fram þá var stofnuð hjóladeild innan KK og nú er það okkar að sjá til þess að það færist aftur líf í hjólin.
Stjórnin er tilbúin að styðja við bakið á okkur og nú er um að gera að nýta okkur það.
Hvenær eigum við að boða til fundar ? Ef þið hafið einhverjar dagsetningar í hug, endilega látið mig vita og ég set það hér inn á spjallið.

Kveðja Davíð 893 7181.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version