Kvartmílan > Mótorhjól

Mótorhjól

(1/7) > >>

Davíð S. Ólafsson:
Sælir félagar, þegar ég les það sem sett hefur verið inn hér á Mótorhjólaspjallið þá vekur það furðu mína að það skulu flestir vera að kíkja inn á verkfæri/verkfærataska fyrir mótorhjól en yfir höfuð að spjalla um kvartmílu tengda mótorhjólum ???? ( 850 hafa kíkt inn á verkfæri /verkfærataska) .
Hefur enginn af öllum þeim sem kíkt hafa inn hér áhuga á að rífa upp mótorhjólaflokkana og láta sjá sig á mílunni í sumar ?
Ætlar enginn að keppa á hjólum í sumar ?
Hverjir hafa áhuga ?
Hverju þarf að breyta til þess að áhugi vakni fyrir þessu skemmtilega sporti ?
Endilaga látið skoðanir ykkar hér í ljós og fáum smá umræðu á stað um hvað þarf að gera til þes að sem flestir láti sjá sig á mílunni.

P.S.  Persónulega hef ég meiri áhuga á að keppa á mílunni en að vera að velta fyrir mér verkfæratösku eða verkfærum  hér á spjallinu :-))

Hverjir ætla að vera með og hafa gaman af mílunni í sumar ?
Hvaða flokka ætla menn að fara í ?

Kveðja og vonandi verður hjólasumarið  sem skemmtilegast.

PHH:
Banna rafskipta, lengda gaffla og götuslikka.
Þetta eru dýrir hlutir sem að auka mjög á ójafnvægi milli keppenda.
Best væri auðvitað að hafa tvo flokka einn Supersport(óbreytt hjól) og annan fyrir meira breytt hjól en ég sé bara ekki að það sé nóg af keppendum til að standa undir því.

baldur:
Nú spyr ég af fávisku minni, er nokkurntímann vandamál með veggrip á þessum hjólum svona beint áfram? Er ekki meira vandamál að halda framendanum niðri?

1000cc:
að banna þessa hluti breitir engu(rafskipta, lengda gaffla og götuslikka)
því að þá gera menn bara einhvað annað....Lengingar kosta c.a.45000 og rafskiftir c.a.60000 og götuslikki kostar um 25000 sem er ekkert meira en götudekk...og maður kaupir rafskiptirinn og lenginganar bara einu sinni.
og það þarf að endurnýja aftur dekkið reglulega, en sjaldnar ef maður notar götuslikka,og það bætist ekki nema kanski c.a. 5000-6000 við í umfelgunn.

1000cc:
það er alltaf vandamál með grip bara mis mikið..

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version