Kvartmílan > Almennt Spjall

Af reglum og lögum!

<< < (3/6) > >>

Gretar Franksson.:
Sæll Ingó,
Mér fannst rétt að bíða og sjá til hvort það kæmu tillögur um reglubreytingar frá þessum mönnum sem þú nafngreindir. Þannig var nú það. Ég er auðvitað að spjalla hér og koma með tillögur sem almennur félagsmaður KK. Það var að beiðni eins stjórnarmanns að við kæmum með skoðanir á því hvað við teldum rétt að gera fyrir næsta keppnistímabil til að auka fjölda keppenda og þar með áherfenda.

Ég er ekki með þessu að reyna að taka stjórn af þér, það er ekki málið. Heldur að koma með málefnalega umræðu um það sem betur mætti fara.

Eins og þú sérð þá hvet ég félaga KK til að horfa til næsta sumars. Hver er þín skoðun á því hvaða keppnisfyrirkomulag finnst þér að við ættum að keyra eftir?  Þetta er jú eitt það því sem við ættum að skoða.

Það er kanski ekki málið að koma með eitthvað nýtt, fram að færa. Það getur verið skaðlegt að vera sífellt að koma með eitthvað nýtt. Menn smíða og setja upp keppnistæki til að passa í þá flokka sem fyrir eru. Það tekur langan tíma og getur verið slæmt ef flokkur sem viðkomandi ættlaði að keppa í er ekki til staðar.

Það hefur komið í ljós að þessi tilraun með erlendu flokkana hefur mistekist það hefur enginn af þessum flokkum verið keyrður. Menn virðast ekki vera hrifnir af þessu.  Þess vegna hvet ég menn til að skrá sig í okkar ágætu flokka GT-RS-SE-MC-GF-OF þetta eru þeir flokkar sem flest okkar keppnistæki passa fyrir. Mín skoðun er sú að ef við höldum áfram að leita sífellt að nýjum og nýjum "erlendum flokku" þá skánar ástandið ekki. þe of fáir keppendur.

með vinsemd
Gretar Franksson

Ingó:
Sæll Grétar.

Það var ánæulegt að lesa þessi skrif. Jú við erum að reyna að átta okkur á því hvar hugugur manna sem ætla að keppa liggur, til að hlúa að keppnis haldinu með einn tilgang að fjölga keppendum. þessi límkur er til að athuga hvort keppendur hafi einhverjar athugasemdir við reglurnar. Það er rétt það virðast flestir vera sáttir miðað við að aðeins ein athugasemd hefur verið gerð.

Ingó :)

Ingó:

--- Quote from: "Vega 71" ---Sæll Ingó,
Mér fannst rétt að bíða og sjá til hvort það kæmu tillögur um reglubreytingar frá þessum mönnum sem þú nafngreindir. ???

Hvað áttu við. Hef ég nafngreint einhvern hér á  netinu.

Ingó
--- End quote ---

Dr.aggi:
Ingó skrifar:


--- Quote from: "Ingó" ---Sælir félagar Aggi  og Grétar..


Hvað er í gangi það tók ykkur 5 daga að svara en þið komið ekki að óvart. Ef sú tíð kemur aftur að þið verðið í stjórn KK þá fáið þið að stjórna en ekki núna. En það merkilega við skrif ykkar er að það eingin nýr boðskapur heldur sami hluturinn aftur og aftur um lög KK og að reglur sem voru samdar á síðustu öld séu æðislegar og hafi fyllilega staðist tímans tönn. Hafið þið ekkert nýtt fram að færa.

Kv Ingó.
--- End quote ---


Mig langar nú að fræða þig svolítið um lögin.
Þegar við gengum í ÍSÍ Á ÞESSARI ÖLD voru lögin okkar updateuð og endursamin í þremur lotum í samstarfi við sjórn KK af starfsmönnum ÍSÍ
svo þau yrðu samþykt af laganefnd ÍSÍ sem er skipuð fjórum eða fimm virtum lögfræðingum úr bænum, þeim var hafnað tvisvar en samþyktar í í þriðju lotu.
Sem sakt ÍSÍ tekur lög aðildarfélaganna mjög alvarlega.

Ég tek undir það með Grétari við erum ekkert að taka af þér (ykkur) stjórnina.   Þú ert aðal.   En það hlýtur að vera réttur okkar sem félagsmanna að ræða hugmyndir og benda á það sem við teljum að betur mætti fara.
Við höfum nú líka yfirsýn yfir marga og misjafna stjórnunarhætti í þessu félagi í um og yfir 25 ár.

með vinsemd.
Agnar H Arnarson

Ingó:

--- Quote from: "Dr.aggi" ---Ingó skrifar:


--- Quote from: "Ingó" ---Sælir félagar Aggi  og Grétar..


 En það merkilega við skrif ykkar er að það eingin nýr boðskapur heldur sami hluturinn aftur og aftur um lög KK  -- og að reglur sem voru samdar á síðustu öld séu æðislegar og hafi fyllilega staðist tímans tönn. Hafið þið ekkert nýtt fram að færa.

Kv Ingó.
--- End quote ---


Sæll Aggi

Þú viðist vera fastur í lögum KK. Ég hef ekki minnst á lög kk. Enda er þetta línkur fyrir umræðu um reglur og um það hverjir ætla að keppa í sumar. Ef þú hefur eihverjar athugasemdir við OF reglur þá væri gaman að lesa um það. þar sem þú ætlar væntanlega að keppa í OF. En ég sé ekki að það sé þitt mál þeir flokkar sem þúætlar ekki að keppa í.

Kv Ingó.
--- End quote ---

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version