Kvartmílan > Almennt Spjall
Af reglum og lögum!
Dr.aggi:
Sæll Ingo.
Að sjálfsögðu er ég að hugsa um hag KK.
Að hugsa um trúverðugleika Kvartmiluklúbbsins er meðal annars það að reyna að sporna við því að lög og reglur félagsinns séu ekki þver brotnar,
því að mínu mati er félag sem virðir ekki eigin lög og leikreglur ekki trúverðugt og nýtur ekki virðingar.
Til að breita aðallögum félagsins í dag er ekki nóg að lagabreiting fái samþikki aðalfundar því endanlegt samþikki laganefndar ÍSÍ þarf að liggja
fyrir svo lagabreyting geti orðið.
Lög félagsins eru vinnureglur fyrir sitjandi stjórn til að vinna eftir og eru til þess að sporna við því að að sitjandi stjórn eða jafnvel formaður einn keti umturnað megin starfsemi félagsinns þar fynnst mér vera brotalöm á sem mér sýnist eiga þátt í lægð félagsins.
Formaður hefur ekkert meira vald í stjórn félagsins en hver annar og vil ég því benda stjórnar mönnum á þessa lagagrein félagsins.
3. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum. Formanni, varaformanni, gjaldkera, upplýsingafulltrúa og ritara ásamt 2 meðstjórnendum. Þessir 7 aðilar hafa jafnan atkvæðisrétt um þau málefni sem ekki þarf að bera fram til samþykktar á almennum félagsfundi.
3. 3. Stjórnarákvörðun er lögmæt ef hún er samþykkt af 2/3 hluta stjórnar
Ég vona að menn skilji mikilvægi þess að lög séu haldin því ef lög eru haldin þá getur enginn verið ósáttur.
Þar að leiðandi get ég ekki annað en verið að hugsa um hag félagsins.
Agnar H Arnarson
Ingó:
Sæll Aggi.
Þér bregst ekki bogalistinn frekar en fyrri daginn. Við í stjórn KK erum dauð hræddir við þig og förum væntanlega í ein og öllu eftir því sem þú boðar. En ég vona að þú fyrirgefir við gerðum okkur ekki grein fyrir að það væri lögbrot að ræða um flokka reglur her á spjallinu.
Sorry Sorry.
Kv Ingó.
Gretar Franksson.:
Þá er komið að því.
Eftir beiðni Ingólfs um að nafngreindir keppendur tjái sig hverju þeir vilji breyta hefur nú komið fram. ENGAR BREYTINGAR ER NIÐURSTAÐAN. Nú vil ég biðja Ingólf um að venda sínum kvæðum í kross og hætta að leyta eftir reglubreytingum, nóg er komið.
Nú verða menn að vinna að því að undirbúa næsta keppnistímabil. Ég mæli með því að keyra keppnir eftir útsláttarfyrirkomulaginu sem við höfum gert um árabil. Sá vinnur andstæðinginn sem vinnur tvö rönn. Þannig myndast spenna sem er á milli tveggja keppenda hverju sinni og allir eru með á nótunum.
Þetta fyrirkomulag "Lousers" sem prófað var í sumar er ekki að virka nógu vel. Meira að segja keppendur sjálfir vissu ekkert um hvar þeir voru staddir hvað þá áhorfendur. Síðan er bara allt í einu tilkynnt nú er úrslitaferð, engin aðdragandi.
kv. Gretar Franksson
Dr.aggi:
Sammála þér Grétar.
Ég er á þeirri skoðun líka að lágmarks þátttökuskilda í flokka sé ekki hvetjandi til þátttöku.
Ef keppandi veit það að aðalkeppinauturinn fær fullt hús stiga burt séð frá þátttöku, þá er það til þess að hann hysji upp um sig buxurnar og mæti það er að segja ef hann ætlar að eiga séns í íslandsmeistartitil.
Þetta er hvergi gert, þetta er ekki í neinum reglum um keppnisfyrirkomulag erlendis að mér skilst hví ættum við þá að vera með þennan ósóma að hegna mönnum eins og Gísla Sveins sem eru þó það framar en hinir að komast þó upp á braut.
Og Ingó skrifar.
--- Quote from: "Ingó" ---Sæll Aggi.
Þér bregst ekki bogalistinn frekar en fyrri daginn. Við í stjórn KK erum dauð hræddir við þig og förum væntanlega í ein og öllu eftir því sem þú boðar. En ég vona að þú fyrirgefir við gerðum okkur ekki grein fyrir að það væri lögbrot að ræða um flokka reglur her á spjallinu.
Sorry Sorry.
Kv Ingó.
--- End quote ---
Ég veit ekki hvaða boðskap ég átti svo sem að vera að boða, nema þá það að halda lög.
Nema þú teljir að þessir laga bútar sem ég setti þarna inn sé minn einka boðskapur, ekki nema þú hafir aldrei séð þetta áður?
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að skilja þetta svar þitt.
En þú getur nálgast þetta og lesið ef þú ferð á forsíðuna - klikkar þar á link sem heitir lög og reglur þá færðu upp síðu með link sem heitir LÖG KVARTMÍLUKLÚBBSINS þetta var það sem ég var að vitna í og er ekki minn boðskapur.
Ég vona að þetta hjálpi eitthvað
I love you all
Kv.
Aggi
Ingó:
Sælir félagar Aggi og Grétar..
Hvað er í gangi það tók ykkur 5 daga að svara en þið komið ekki að óvart. Ef sú tíð kemur aftur að þið verðið í stjórn KK þá fáið þið að stjórna en ekki núna. En það merkilega við skrif ykkar er að það eingin nýr boðskapur heldur sami hluturinn aftur og aftur um lög KK og að reglur sem voru samdar á síðustu öld séu æðislegar og hafi fyllilega staðist tímans tönn. Hafið þið ekkert nýtt fram að færa.
Kv Ingó.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version