Kvartmílan > Almennt Spjall
Af reglum og lögum!
Gretar Franksson.:
Sæll Ingó,
Það er kanski gott að fá álit keppenda á því sem þeir vilja breyta. Ég vil bara mynna á að menn geta svo lagt inn tillögu að reglubreytingu fyrir næsta aðalfund, ef þeir telja breytingar þörf. Við förum auðvitað að lögum KK.
Já ég var að hugsa um að vera með í fyrstu keppni. Hún er reyndar svoldið snemma, vonandi vorar snemma. Það væri betra að gripið í brautinni verði þokkalegt svo hægt verði að sleppa 1300+hestöflum lausum. Alkabílarnir 3 hjá Val,Agga og þórði þurfa einnig á því að halda.
kv. Gretar Franksson
Ingó:
Sæll Grétar.
Eins og menn hafa bent á þá var góð mæting hjá keppendum á árunum 2000-2002 en aftur á móti slök mæting í fyrra. Það hlýtur að vera hlutverk stjórnar að vinna að því að það verði góð mæting í sumar. Fyrst þú minnist á aðalfund KK þá er það líka vettvangur félagsmanna til að kjósa nýa stjórn og ef þú eða aðrir eruð ósáttir við sitjandi stjórn þá er ykkur velkomið að kjósa nýja menn inn. Þessi stjórn mun gera það sem þarf til að fá eins marga keppendur og hægt er fyrir komandi sumar.
Ég hvet menn að tjá sig um þá flokka sem þá snertir.
Kv Ingó
Dr.aggi:
7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.
Dr.aggi:
Menn sem eru að keppa á SE og jafnvel GF bílum í MC væru ekki í MC ef það veri bannað að svindla þar.
Það getur í raun hver sem er skráð sig í MC þess vegna þórður meðan allir eru ólöglegir í flokknum hvort eð er, því jú menn þurfa að sjálfsögðu að vera löglegir sjálfir til þess að geta kært einhvern út og meðan allir eru ólöglegir þá getur enginn kært.
Að mínu mati á að vera nóg að einn mæti. við getum ekki verið að státa okkur að því að keppa eftir keppnisfyrirkomulagi NHRA en brjóta síðan það sem okkur dettur í hug. Nei Helgi það er ekkert lágmark í flokka í USA og eflaust hvergi því það á ekki að refsa þeim sem er duglegastur og kemst þó upp á braut.
Með taumlausri gleði skal land byggja.
Dr aggi
Ingó:
--- Quote from: "Dr.aggi" ---7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.
--- End quote ---
Sæll Aggi.
Er ekki komin tími fyrir þig að snúa þér að eihverju sem skiptis máli eins og t.d. að vinna með KK og hætta þessu þrasi. Það hlítur að vera þinn vilji að menn fjölmenni á brautina og sé sáttir við flokkana.
Kv.Ingó
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version