Sælir félagar.
Það er gott að ræða um árangur og met og nauðsynlegt að viðhalda keppni, ofurlitlum metingi og vilja til þess að gera betur og setja ný met. Það væri hins vegar til þæginda að metaskráin sem er á vefnum væri uppfærð og leiðrétt og sýndi á hverjum tíma gildandi met. Hvað varðar tíma Gulla á 555 Imprezunni (hvað sem öllum metur líður) þá eru þeir þessir: Í fyrra (2003) var keppt á Bridgestone loftbóludekkjum sem eru "street legal radial" og besti árangur var: 60 fet: 1,565 sek., 1/8 míla: 7,436 sek. á 91,6 mílu og 1/4 míla: 11,765 sek. á 111,7 mílum. Í sumar var keppt á "street legal radial" dekkjum. Besti árangur náðist í keppni í Englandi: 1/4 míla: 10,85 á 119 mílum. Þar var einnig keppt í hámarkshraða á braut sem var 1,25 míla. Þar náði Gulli 177,1 mílu eða 285 km. Á Íslandi var besti árangur í sumar þessi: 60 fet: 1,757 sek., 1/8 míla: 7,090 á 102,5 mílum og 1/4 míla: 10,909 sek. á 130,44 mílum.
Þetta er þriðja árið sem við keppum í kvartmílu og á hverju ári hefur tekist að bæta tímann um eina sekúndu. Fyrsta árið náðist tíminn 12,846 sek á Subaru Imprezu 2,0 GT árg. 1999. Í fyrra náðist best 11,765 sek á Subaru Imprezu 2,0 WRX STi árg. 2003 og í ár á sama bíl 10,85 sek.
Við höfum sett ákv. stefnu og markmið fyrir næsta ár, munum nota sama bíl og halda okkur við 2,0 ltr. vél (eins og tvær mjólkurfernur) og ætlum ekki að fara í sjálfskiptingu; allavega ekki strax.
Vonandi tekst okkur öllum að hafa gaman að þessu sporti okkar og viðhalda nausynlegri samkeppni og vilja til þess að gera alltaf aðeins betur en áður hefur verið gert.
Með kveðju,
Halldór Jónsson
Team 555