Kvartmílan > Evrópskt

Fiat Ritmo 125 TC Abarth

(1/3) > >>

ABARTH:
Ákvað að búa hér til þráð um bíl sem ég og Pabbi höfum verið að dunda okkur í í dágóðann tíma :)

Þetta er semsagt 1982 módel af Fiat Ritmo Abarth (125 TC nánar tiltekið), sem kemur original með 2.0 Twincam mótor.
Hann leit sirka svona út þegar við fengum hann, fann þessa mynd á netinu frá fyrri eiganda:


Svo ein frá mér þegar við komum með hann heim


Því miður krassaði tölvan mín í vetur og tapaði ég slatta af myndum við það, er að reyna að sanka þeim að mér aftur, en svona leit þetta nokkurnveginn út í upphafi:






Svo fór þetta að ganga eitthvað og við rifum tjörumotturnar af botninum sem var alveg hræðilega leiðinlegt, en það tókst á endanum, þar leyndust nokkur göt og erum við búnir að bæta í þau flest.
Næst voru það gluggapóstarnir, fann bara eina mynd en við erum búnir báðar afturhliðarrúðurnar:



Svo skelltum við okkur í innri afturbrettin:






Svo létum við sandblása demparaturnabitana eða hvað sem það kallast nú:







Svo færðum við okkur lengra þar sem það var ryð og sparsl/trebbaklessur bókstaflega allstaðar:





Ég að sjóða  =D>




Meira ryð, jei!

Svo einn daginn vorum við komnir upp í horn á afturbrettum sem var





Partur af því sem við höfum skorið úr  :lol:

Jújú svo var haldið áfram:





Svo hér er næsta verkefni  :D


Reyni að uppfæra þetta svo að bestu getu.

Kv,Daníel.

Ramcharger:
Þvílíkur dugnaður :worship:

ABARTH:
Já takk fyrir það, það verður að halda allavega eitthverjum einstökum bílum á götunni þó svo það þurfi oft mikla þrjósku til  :mrgreen:

SMJ:
Flott framtak hjá ykkur  8-)  Líka flott að velja spec bíl eins og Abarth inn.

Gangi ykkur vel.

1965 Chevy II:
Flott vinna á þessu hjá ykkur,ekki annað hægt en að dást að svona handbragði =D>

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version