Kvartmílan > Evrópskt

Fiat Ritmo 125 TC Abarth

<< < (2/3) > >>

ABARTH:
Takk fyrir það :P Við reynum að gera þetta vel þó við séum ekki alveg að fara út í eitthverjar öfgar  :mrgreen:
Þessi bíll er keyrður 107.000km frá upphafi að mig minnir, vélin á að vera í mjög góðu standi.
Ég er orðinn mjög forvitinn því það virðast vera festingar á afturrúðunni fyrir svokallaða "perragrind", nú langar mig alveg svakalega að reyna að grafa hana upp, þó ég telji ólíklegt að hún sé enþá til, en maður veit aldrei. Væri gaman ef eitthver kannast við þennan bíl og geti sagt manni eitthvað um hann :D
Mig langar alveg svakalega að komast í eintak af tímaritinu "Bíllinn" því mér var sagt að það hafi verið viðtal við eiganda þessa bíls fyrir löngu, eflaust sirka 1995, og myndir af honum.. hvernig er best að grafa svoleiðis upp? Er ekki viss hvaða tölublaði þetta á að vera í samt.  :)

Gulag:
gaman að sjá þennan í uppgerð,, þetta er spes bíll og vel þess virði að honum sé sýnd virðing...

Ztebbsterinn:
Ég hafði áhyggjur þegar hann var auglýstur til sölu að hann myndi lenda í röngum höndum en gaman að sjá að hann hafi lent í duglegum höndum  :) =D>

ADLER:
Flott vinnubrögð á þessu  =D>

kallispeed:
wow .. tetta er flott hjá tér .. tetta er bílasmídi .is hehe en tekkadu á honum leo bíla kall sem skrifadi mikid í bílabladid sbíllinn , hann skrifar reyndar enn um bíla og er med bíla rádgjof einhverstadar á netinu .. hann kannast ábyggilega vid tetta sem tú varst ad minnast á ...og bara flott hjá tér og keep up the good work .. :mrgreen:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version