Sælir nú
Þannig er mál með vexti að ég keypti mér krómfelgur um daginn, tvær þeirra eru byrjaðar að flagna aðeins, enn hinar 2 alveg í topp standi.
Ég hugsaði nú bara þegar ég keypti þetta að ég gæti farið með þetta allt saman í sandblásun og polýhúðun, sprautað þetta eitthvað töff, haft þær bara svartar í staðinn.
Enn þá byrjar svona annar hver maður að spyrja mig hvort það sé ekki bara tóm vitleysa að polýhúða þetta,
Fullyrða svo að það sé hægt að krómhúða þetta allt á nýjan leik.
Ég leyfi mér nú að draga þetta í efa, og vonast eftir að ég finni eitthvern snilling hér sem getur ráðfært mér.
Ef krómfelgur fara að flagna, er þá hægt með eitthverju móti að láta þær verða fallegar krómfelgur aftur?
takktakk