Author Topic: Smá hjálp með krómfelgur  (Read 4422 times)

Offline allipalli

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
Smá hjálp með krómfelgur
« on: September 26, 2009, 21:01:50 »
Sælir nú

Þannig er mál með vexti að ég keypti mér krómfelgur um daginn, tvær þeirra eru byrjaðar að flagna aðeins, enn hinar 2 alveg í topp standi.
Ég hugsaði nú bara þegar ég keypti þetta að ég gæti farið með þetta allt saman í sandblásun og polýhúðun, sprautað þetta eitthvað töff, haft þær bara svartar í staðinn.

Enn þá byrjar svona annar hver maður að spyrja mig hvort það sé ekki bara tóm vitleysa að polýhúða þetta,
Fullyrða svo að það sé hægt að krómhúða þetta allt á nýjan leik.

Ég leyfi mér nú að draga þetta í efa, og vonast eftir að ég finni eitthvern snilling hér sem getur ráðfært mér.

Ef krómfelgur fara að flagna, er þá hægt með eitthverju móti að láta þær verða fallegar krómfelgur aftur?:)

takktakk



« Last Edit: September 26, 2009, 21:03:31 by allipalli »

Offline AlexanderH

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
  • Don't Fuck With Another Man's Vehicle!
    • View Profile
Re: Smá hjálp með krómfelgur
« Reply #1 on: October 27, 2009, 11:32:24 »
Tad er audvitad hægt ad kromhuda tær a ny. Hef ekki sjalfur spreytt mig a kromfelgur sem voru flagnandi en minar voru helviti ridgadar og tad sem eg gerdi var ad eg gjorsamlega naudgadi teim med stalull i lengri tima og bonadi tær.

Tok engar serstakar myndir af ferlinu en tetta er mynd fra fyrr i sumar



Og buinn ad trifa, pussa tær med stalullinni og bona tær






Tu getur lika keypt chrome spray en eg efast um ad tad se god adferd svo ef tu hefur peninginn myndi eg chrome huda tær ;)
Kv, Alexander Harrason

Chevrolet Malibu 1979
Chevrolet Van G30 1983

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Smá hjálp með krómfelgur
« Reply #2 on: October 28, 2009, 09:40:27 »
Það er bannað að nota krómsprey í neitt! ógeðslegra efni er ekki til.
En er þetta ekki bara plast eða lakkhúð sem er að flagna af þessu hjá þér? það er einhver svona húð á american racing felgum sem verður ónýt í olíuhreinsi, þá er vit að fá ´sér bara lakkleysi og klára að verka hana af og bóna þær svo vel og reglulega..
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Brynjar Nova

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.280
    • View Profile
Re: Smá hjálp með krómfelgur
« Reply #3 on: November 01, 2009, 02:19:10 »
Já ég er allavega búinn að plast hreinsa margar felgur og þær koma bara vel út eftir það  8-)
en crome flögnun er annað mál  #-o
Brynjar Nova Íslandsmeistari í Sandspyrnu 2011 Fólksbílar 70 Nova
Besti tími, 5,82
Chevrolet Nova 1970 SS clone Blár
Chevrolet Nova 1970 SS orange
Chevrolet Nova 1973 rauður
Chevrolet Nova 1974 Grænn
Chevrolet Nova 1978 (seldur)
1971 Nova (seld)

Offline Jet boat

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Re: Smá hjálp með krómfelgur
« Reply #4 on: May 31, 2010, 19:59:42 »
Sælir,

Ég er með harley davidson hippa og mig langar rosalega mikið að láta króma helling af hlutum sem eru á því og eiga að fara á það!
Í ágúst í fyrra þá fór ég með nokkra hluti til hans Magnús proppé og ég átti gott spjall við hann og virkaði hann sem ágætasti maður, ég slípað hlutina með 2000 vatnspappír og massaði
í drasl með póleringmassa eða hvað þetta heitir.
Síðan liðu vikurnar og svo mánuðurnir og ennþá eru hlutirnir hjá honum að safna riki, en í þau áttatíu til 100 skipti sem ég hef hringt eða komið við hjá honum þá hefur hann alltaf sagt mér að koma
á mánudag eða á föstudag, þetta er alveg að gera mig brjálaðann, er hann að stríða mér? Er hann eitthvað geðveikur? þar sem hann er sá eini sem stundar þessa iðju þá vill ég halda honum svona þokkalega góðum.

Er enginn snillingur hérna á klakanum sem langar að starta svona kompaníi?

Kveðja, einn pirraður!
Freyr Þórðarson

Offline monte

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 38
    • View Profile
Re: Smá hjálp með krómfelgur
« Reply #5 on: June 01, 2010, 18:08:39 »
Verkvik er farin að króma. eru nýbyrjaðir:)

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Smá hjálp með krómfelgur
« Reply #6 on: June 05, 2010, 12:35:59 »
Það er bannað að nota krómsprey í neitt! ógeðslegra efni er ekki til.


Sammála fyrir utan eitt, ég tók í sundur mælaborð á Blazer, sprautaði plastið sem á að endurkasta mælaborðsljósunum með krómspreyji (gerði þetta líka innaní afturljósum) og setti svo saman aftur.  Nú virka ljósin miklu betur :)
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race