Mín skoðun
Of
Gf
Se
Mc
Gt
13.90
14.90
MótorhjólafokkarnirOf: Þekki ekki nógu vel reglurnar til að hafa skoðun.
Gf: Er sammála Agga með númera skylduna. Það sparar keppendum talsverðan aur að sleppa númerunum. Keppendur yrðu samt að standast skoðun á skoðunarstöð. Pústkerfi yrði undantekning.
Se: Inni en vantar fleiri kúbik og þyngdarþrep heldur en 415cid lágmark 1350kg/515cid lágmark 1550Kg. Þessi tvö þyngdar og kúbik kombó eru þau einu sem eru virkilega samkeppnis fær. Það vantar að hægt sé að keppa með ódýrari 302cid og 350cid vélum svo eitthvað sé nefnt. Koma með hugmyndir.
Mc: Flokkur fyrir þá sem rúlla í bíó á kagganum daginn fyrir keppni. Flokkur með fullt af takmörkunum til að laða að hinn almenna rúntara. Slikkar og softcompound bannað.
Gt: Við meigum ekki gleyma að það er til fullt af sporturum þarna úti með mikla möguleika til að gera góða hluti. Það var bara gaman að fylgjast með Hafsteini og Big red um árið (Blown LS1 Camaro vs. mmc 3000vr4). Kúbburinn þarf á þessum flokk að halda til að losna við ímyndina að þeir sem mæta með annað en gamla áttu verði tjargaðir og fiðraðir.
14.90 og 13.90: Mér líst illa á 12.90 – 10.90. Ég held að þessir flokkar ræni keppendum úr flokkum eins og SE (nefndur sem dæmi) sem þurfa sárlega á þeim að halda. Mér líst betur á 14.90 – 13.90. Stílað inn á þá sem eru að taka sín fyrstu skref í kvartmílu og eiga ekki gamlan MC. Það var góð þáttaka í þessum flokkum í sumar og klúbburinn þarf á keppendum að halda. Þetta er sennilega ekki það áhorfenda vænsta en kannski er hægt að vinna þetta upp með berbrjósta ræsir.
Athugasemdir og uppbyggileg gagnrýni eru vel þegin, skítkast afþakkað. Það er lítið mál að finna rangfærslur þegar skrifað er um alla flokkana í einu. Menn meiga hafa skoðun hvort sem sem þeir hafa keppt einu sinni eða 100 sinnum. Það er ósanngjarnt að kæfa góða hugmynd á þeim forsendu. Tökum stubbana til fyrirmyndar og verum góðir við hvorn annan (líka Ford kallana)
Kveðja Ingvar